Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 32
Blokkeraði andlegu áhrifin
Tveimur mánuðum eftir útskrift var
Ingvar kominn til Tenerife þar sem
hann ætlaði að dvelja í fimm vikur
og koma sér aftur í form.
„Það var mjög erfiður tími. Ég var
alltaf að reka mig á að geta ekki gert
það sem ég vildi gera og þarna fór ég
hægt og rólega að átta mig á andlegu
áhrifunum. Þau hafði ég blokkerað
fyrstu vikurnar. Þegar þarna var
komið áttaði ég mig á því að ég væri
pínu þunglyndur, leiður.“
Ingvar lýsir því hvernig hann hafi
orðið tilfinninganæmari, opnari á
einhvern hátt.
„Ég hjólaði upp á eldfjallið, Teide,
þar sem ég sá dauðan íkorna. Ég
bara fór að gráta, eins og þetta væri
barnið mitt,“ lýsir Ingvar og reynir
að lýsa breytingunni sem varð tíma-
bundið á tilfinningalífinu eftir slys-
ið. „Mér leið meira – var ekki sami
kassi eða vélmenni. Ég fór að blogga
um það hvernig mér leið. Ég hafði
mikið meira að segja og var í betri
tengingu við sjálfan mig. Ég reyndi
eins og ég gat að halda í þetta en svo
eftir svona ár lokaðist á þetta aftur.
Ég hugsaði þá: „Af hverju mátti ég
ekki bara vera svona?“
Ingvar segir þessa hlið á sér þó
ekki alveg horfna. „Ég er þakklátari
fyrir lífið. Maður er einhvern veginn
betri manneskja. Ég var ákveðinn í
að sigrast á þessu. Draumurinn um
að verða rosa góður hjólari var enn
lifandi,“ segir Ingvar og er viss um
að án hans hefði hann átt erfitt
með að sætta sig við slysið. „Ég var
nýbyrjaður og strax sleginn niður.“
Held ég hafi verið hræðilegur
Árið eftir slysið, 2016, reyndist
stormasamt.
„Ég var svo leiserfókuseraður á að
sanna mig, fyrir sjálfum mér fyrst og
fremst, en einnig þeim sem höfðu
aðstoðað mig.“
Ári eftir alvarlegt slys þar sem
Ingvari var vart hugað líf tók hann
þátt í 44 keppnum, þar af 24 í
útlöndum.
„Þetta ár var ég í versta formi
ferilsins, versta andlega ástandinu
og með f lestar keppnir. Ég þurfti
að vera að non stop. Kærastan mín
neitaði að koma með mér í ein-
hverjar af mínum keppnisferðum
og þurfti að jafna sig á allt annan
hátt en ég. Við hefðum alveg getað
hætt saman þetta ár. Ég held ég hafi
verið alveg hræðilegur,“ segir hann
einlægur.
Keppnirnar gengu vel til að
byrja með en svo fór gengið niður
á við. Hann var ekki tilbúinn. „Ég
var orðinn hræðilegur í lokin. En
á sama tíma, undir lok ársins var
ég fyrsti Íslendingurinn til að taka
þátt í Heimsmeistaramótinu í fjalla-
hjólreiðum svo ég var að gera fullt
af nýjum hlutum líka. Ég var ekki
búinn að gefast upp og það var ekki
búið að drepa mig. Ég var bara lif-
andi á einhverri rosalega sterkri
jákvæðri orku og þurfti að gera
ákveðna hluti.“
Enn á uppleið í sportinu
Parið f lutti svo til Danmerkur þar
sem það bjó í tvö ár. „Ég keppti á
fullu, á veturna fór ég nokkrum
sinnum til Spánar til að æfa og flaug
svo út um allt til að keppa. Maður
var aldrei að staldra við en hægt og
rólega hætti þetta slys að vera hluti
af lífinu. Nú erum við búin að búa
hér á Íslandi í fjögur ár og ég er enn
á uppleið í þessu sporti svo það eru
engin merki um að þetta slys hafi
hægt á mér. En þetta er lífsreynsla
sem maður gleymir aldrei.
Ingvar er í dag í hópi 50 bestu
fjallahjólreiðamanna heims en því
markmiði náði hann á síðasta ári.
„Ég fór alla leið úr sæti hundrað
þrjátíu og eitthvað í sæti 42.“
Ingvar er 33 ára gamall og á besta
aldri í hjólreiðasportinu að eigin
sögn.
„Það fer svolítið eftir greinum en
heimsmeistarinn í fjallahjólreiðum
er 36 ára og elsti heimsmeistari sög-
unnar er 39 ára.“
Erfitt að fara í keppnisferðir
Í lok september fer Heimsmeistara-
mótið í fjallahjólreiðum fram í
Danmörku og ætlar Ingvar sér stóra
hluti þar.
„Ég gæti ekki verið nær mínum
heimavelli svo þetta er mögulega
tækifæri til að gera eitthvað merki-
legt. Ég er ekki að segja að ég sé að
fara að vinna þetta mót en ég gæti
náð besta árangri ferilsins.“
Eins og fyrr segir eignuðust þau
Ingvar og Iðunn nýverið dótturina
Elvu Lóu. Hefur tilkoma hennar ekki
breytt miklu fyrir atvinnuíþrótta-
manninn sem er vanur að vera með
leiserfókus?
„Jú, ég sef aldrei,“ segir hann og
hlær. „Það er óþolandi að viður-
kenna það fyrir sjálfum sér en það
er merkilega erfitt að fara í keppnis-
ferðir núna. Það er klárlega eitthvað
sem skiptir meira máli en sportið í
dag. Það gerir mann líka yfirvegaðri
að þó eitthvað klikki í sportinu er
það kannski ekki það versta sem
getur komið fyrir mann. Á sama
tíma er það atriði hjá mér að láta
ekki breyttar aðstæður dempa mín
markmið, ég er að reyna að finna
þennan ballans og það tekur tíma.
Ég má ekki slá af því sem ég er að
gera en það má aldrei bitna á fjöl-
skyldunni.“ ■
Ingvar lenti beint á höfðinu og er talið fullvíst að hjálmurinn hafi bjargað lífi
hans. Gera þurfti tvær aðgerðir á höfði hans samtímis og voru taldar um 10
prósent líkur á því að hann lifði þær af. mynd/aðsend
Ingvar ásamt konu sinni, Iðunni Örnu, og dóttur þeirra, Elvu Lóu, sem Ingvar
hefur aldrei fundið lyktina af enda fór lyktarskynið við höfuðhöggið.
Ingvar er enn á
uppleið í sport-
inu og segist
vinna í því að
finna jafnvægi
milli atvinnu-
mennskunnar
og föðurhlut-
verksins.
Ég má ekki slá af því
sem ég er að gera en
það má aldrei bitna á
fjölskyldunni.
Ég er ekki að segja að
ég sé að fara að vinna
þetta mót en ég gæti
náð besta árangri
ferilsins.
32 Helgin 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið