Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 38

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 38
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Mannauðsstjórnun hefur þróast hratt undanfarna áratugi og hefur breyst frá því að vera „starfs- mannahald“ – þar sem mesta áherslan var lögð á að halda starfs- mannakostnaði í lágmarki, ráða inn það fólk sem hendi var næst, borga út laun og túlka kjarasamn- ingsákvæði – yfir í að vera þroskað fag mannauðsfólks sem leikur lykilhlutverk í að fyrirtæki og stofnanir nái að koma stefnu sinni í framkvæmd. Mannauðsfólk er hreyfiafl breytinga Á tímum heimsfaraldurs og mikilla breytinga hefur kristallast skýrt að mesti auður fyrirtækja er fólkið sem vinnur hjá því. Til að ná árangri skiptir öllu máli að laða til sín framúrskarandi fólk, ráða rétta einstaklinga í rétt hlutverk, skapa vinnuumhverfi þar sem fólki líður vel, þar sem það fær að nýta hæfi- leika sína til fulls og vaxa í starfi. Góður mannauðsstjóri er lykill að því að þetta gangi upp. Hann mótar stefnu varðandi mannauð og menningu ásamt því að efla og styðja aðra stjórnendur í því að vera framúrskarandi leiðtogar sem hlúa sem allra best að starfsfólki. Mannauður, félag mannauðs- fólks á Íslandi, er sístækkandi félag þeirra sem starfa við mannauðs- mál eða sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á mannauðstengdri þjónustu. „Félagsfólki hefur fjölgað hratt undanfarin ár og í vikunni náðum við þeim tímamótum að verða 600 talsins,“ segir Ásdís. Hlutverk félagsins er að efla fagmennsku, vera framsækið og leiðandi á sviði mannauðsstjórn- unar í þágu atvinnulífsins. Félags- fólk er fjársjóður Mannauðs, en við erum fagfélag sem byggir á öflugu tengslaneti þar sem félagsfólk getur „sótt og veitt“ stuðning og faglega hvatningu. Við höfum lagt mikla áherslu á að vera vakandi fyrir straumum og stefnum svo félagið geti verið faglegur vegvísir í atvinnulífinu, geti haft mótandi áhrif og verið hreyfiafl breytinga. „Ég held satt best að segja að það hafi aldrei verið jafn spennandi að vera í mannauðsmálum og nú, síðustu ár hafa vægast sagt verið rússíbani. Mannauðsfólk hefur verið í lykilstöðu til að bregðast við og aðlagast áskorunum heims- faraldurs og setja fólk í forgang. Annað eins tækifæri hefur ekki gefist til að nýta þekkingu okkar og reynslu í að leiða breytingar og móta vinnustaði okkar til fram- tíðar.“ Fólk í forgang – mannauðsstjór- inn er strategískur bandamaður Í framkvæmdastjórn flestra fyrirtækja er mikill fókus settur á reksturinn. Það finnst öllum sjálf- gefið að verja mikilli orku og tíma í að ræða rekstrar- og efnahags- reikninga, fjármuni og fjármögnun. Þótt það sé að sjálfsögðu nauðsyn- legt líka, þá skýtur skökku við hve fyrirferðarmikill slíkur fókus er, á kostnað þess að framkvæmda- stjórnin gefi sér tíma til að ræða það sem snýr að starfsfólkinu sjálfu – undirstöðu þess að reksturinn geti yfirhöfuð gengið vel. Snjallir leiðtogar vita að árangur er í fólkinu falinn og það sem eitt sinn dugði til að laða að starfsfólk gerir það ekki lengur. Rannsóknir sýna að það er ekki launatalan ein og sér sem heldur fólki í starfi. Hlutir eins og að upplifa að maður sé að vaxa, að maður fái orku úr viðfangsefnum sínum og sam- skiptum við samstarfsfólk, það að upplifa að maður tilheyri og að það sé tilgangur með því sem maður er að gera vegur töluvert þyngra hjá fólki í dag. Traust á vinnustað og sálrænt öryggi er forsenda þess að byggja upp menningu þar sem hugmyndir blómstra, starfsfólk upplifir ánægju í starfi og keppist við að ná árangri, en slíkt skapar ótvírætt samkeppnisforskot. „Ef þú horfir á framkvæmda- stjórnir fyrirtækja hér á Íslandi, hvaða manneskja er það sem hefur mestu þekkinguna á þessum málum og mun setja þau á dag- skrá? Hiklaust mannauðsstjórinn,“ segir Ásdís. Þarf áhuga og skilning Hér er umbótatækifæri til staðar, því rannsóknir sýna að þó svo að framkvæmdastjórar um allan heim líti svo á að ein mesta áskorun þeirra sé að laða að og halda í hæft starfsfólk, þá raða þeir mann- auðsteymi sín trekk í trekk sem áttundu eða níundu mikilvægustu skipulagseiningu fyrirtækisins. Þetta verður að breytast. Mann- auðsstjórar geta öskrað sig hása við að reyna að sýna fram á virðið sem þeir geta skapað, en lítið gerist ef framkvæmdastjórinn áttar sig ekki á mikilvægi þess að hlusta. Sumir framkvæmdastjórar kvarta yfir að mannauðsstjórinn sé svo upptekinn í „admin“-hlutverki og skilji ekki bissnessinn. Það er hins vegar í þeirra valdi að lyfta hlut- verkinu upp og veita meira umboð, rétt eins og þeir gerðu við hlutverk fjármálastjórans sem upp úr 1980 aðallega fól í sér hefðbundna bók- haldsvinnu. Rétt eins og fjármála- stjórar í dag styðja við að fyrirtæki komi stefnu sinni í framkvæmd, þá getur mannauðsstjórinn stutt við árangur framkvæmdastjórans með því að byggja upp og efla hæfni stjórnenda og starfsfólks og leyst heilmikla orku úr læðingi innan fyrirtækisins. Hjá framsýnustu fyrirtækjunum er það svo orðið þannig að það er ekki einungis ábyrgð mannauðs- stjórans að setja málefni starfs- fólks á dagskrá, heldur er krafan sú að allir í framkvæmdastjórn fyrirtækisins búi yfir blöndu af rekstrarþekkingu og þekkingu á mannauðsmálum og taki jafnt mið af þeim við skipulag og ákvörð- unartöku. „Að mínu viti eiga stjórn- endur ekki erindi í framkvæmda- stjórn nema þeir hafi áhuga og skilning á vinnustaðamenningu, fólki og því sem hvetur það áfram,“ segir Ásdís að lokum. n Hlutverk félags- ins Mannauðs er að efla fag- mennsku, vera framsækið og leiðandi á sviði mannauðs- stjórnunar í þágu atvinnu- lífsins, upp- lýsir Ásdís Eir. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Um Ásdísi Eiri Ásdís Eir Símonardóttir er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Ásdís er vinnusálfræðingur að mennt og starfar sem VP of People & Culture hjá Lucinity. Lucinity er þriggja ára nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti sem hefur hannað hugbúnað fyrir banka og fjár- tæknifyrirtæki til að hjálpa þeim í baráttu sinni gegn peningaþvætti. Hjá Lucinity leiðir Ásdís uppbyggingu á hvetjandi starfsumhverfi og menningu þar sem áhersla er lögð á umhyggju, nýsköpun og tækifæri til vaxtar í alþjóð- legu umhverfi. Rétt eins og fjár- málastjórar í dag styðja við að fyrirtæki komi stefnu sinni í framkvæmd, þá getur mannauðsstjórinn stutt við árangur fram- kvæmdastjórans með því að byggja upp og efla hæfni stjórnenda og starfsfólks og leyst heilmikla orku úr læð- ingi innan fyrirtækisins. 2 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.