Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 44
Sagt er að leiðtogar hætti aldrei að læra, vilji alltaf bæta sig og gera betur. HR Moni- tor er rétta verkfærið til þess. HR Monitor er hugbúnaður, sem gerir rauntíma mann- auðsmælingar, sem Gunn- hildur Arnardóttir og Trausti Harðarson hófu að þróa árið 2010. Framtíðarsýnin var þá og er enn sterk: Allir starfs- menn eiga að fá tækifæri til að tjá sig nafnlaust um vinnustaðinn til þess að auka gagnsæi á vinnustöð- um og auka starfsánægju. Í dag er HR Monitor orðið eitt vin­ sælasta mannauðsmælingarkerfi íslenskra vinnustaða, samkvæmt Sonju Magnúsdóttur, sem er sölu­ stjóri fyrirtækisins. „Stjórnendur eiga að fá verkfæri til þess að ná enn meiri árangri. Með því móti má bæta frammi­ stöðu starfsmanna og stjórnenda, minnka starfsmannaveltu og auka arðsemi. Árið 2015 hófst forritun á mannauðshugbúnaði í átt að því sem hann lítur út í dag og með styrk frá Tækniþróunarsjóði 2016 fór hugbúnaðargerðin á fulla ferð. Í dag eru um 200 fyrirtæki og stofnanir að nýta HR Monitor og yfir 25.000 starfsmenn þeirra. Árið er 2022 og atvinnurekendur vita að nú er keppt í mannauðinum.“ Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill undanfarin ár HR Monitor er lausn frá mann­ auðsstjórum til mannauðsstjóra því vandamálin sem Gunn­ hildur og Trausti upplifðu fengu þau staðfest frá mörgum öðrum mannauðsstjórum í fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. „Lykilatriði var að þróa tækni sem sparar leiðtogum tíma og gefur rauntíma upplýsingar um starfsfólkið með það markmið að bæta vinnustaðinn. Velta fyrir­ tækisins hefur vaxið um 40% á ári og í dag starfa 12 starfsmenn hjá HR Monitor. Viðskiptavinir eru bæði íslensk og erlend fyrirtæki. Flestir vinnustaðir mæla í dag mannauðinn mánaðarlega eða annan hvern mánuð og einhverjir þriðja hvern mánuð en allir hafa meira og minna það markmið að ná að mæla mannauð í hverjum ársfjórðungi eða oftar. Við segjum gjarnan að HR í HR Monitor standi ekki bara fyrir human resources heldur einnig fyrir heart rate. Við mælum hjarta fyrirtækisins – starfsfólkið! Það er okkar mat að við séum að breyta heiminum. HR Monitor stuðlar að því að stjórn­ endur hugi fyrst að starfsfólkinu. Ánægt starfsfólk hugsar vel um viðskiptavininn og heldur tryggð við fyrirtækið. Það er mikilvægt fyrir okkur að breyta því hvernig við hugsum um starfsánægjukann­ anir. Að okkar mati eru árlegar vinnustaðagreiningar úreltar. Við verðum að fá rauntíma upp­ lýsingar um mannauðinn til að ná árangri. Þótt við séum tæknifyrirtæki þurfum við að viðurkenna að það er ekki tæknin sem kemur fyrir­ tækjum á toppinn. Það er starfs­ fólkið! Við þurfum bara að nýta okkur tæknina til að ná fram því besta úr fólkinu okkar. Framtíðarsýn, tilgangur og gildi HR Monitor eru skýr. Gildin einfaldleiki, jákvæðni og kraftur eru höfð að leiðarljósi í öllu sem er gert. Það er mikilvægt að leiðtogar fái tól sem þeir geta treyst og að starfsfólkið viti að svörin þeirra séu algjörlega órekjanleg. HR Monitor eykur virkni starfsmanna, eykur starfsánægju, dregur úr starfsmannaveltu, bætir stjórnendur, gefur stjórnendum innsýn í mannauðinn og sparar stjórnendum tíma. Rauntíma mannauðsmælingar eða púls­ mælingar er framtíð starfsánægju­ kannanna,“ segir Sonja. Ýmsar tækninýjungar létta svörun og þátttöku starfsmanna „HR Monitor mælir samkvæmt nokkrum erlendum fræðum mikil­ vægustu þætti í umhverfi starfs­ manna svo að starfsmenn njóti sín í starfi, sinni viðskiptavininum vel og fyrirtækið nái góðri arðsemi. Í hverri púlsmælingu HR Monitor eru því 8 lokaðar krossaspurn­ ingar og ein opin spurning. Í okkar gagnagrunni eru 500 spurningar, af þeim eru 400 akademískar rann­ sóknarspurningar úr erlendum fræðum. Við notum 5 punkta Likert­kvarða sem er algengasti upplifunar­svarkvarðinn og því samanburðarhæfur við aðra rann­ sóknir. HR Monitor er á átta tungumál­ um sem hentar auðvitað einstak­ lega vel fyrir alþjóðlega vinnustaði og er alltaf hægt að bregðast við eftirspurn og bæta við fleiri tungu­ málum. Lykilatriði hjá HR Monitor er gagnaöryggi. Það er að sjálf­ sögðu unnið eftir persónuverndar­ lögum en einnig samkvæmt ISO 27001­öryggisstöðlum. Hægt er að senda mælingarnar í gegnum tölvupósta, Facebook, Workplace og SMS á alla starfs­ menn. Þá er hægt er að samtengja öll launa­ og starfsmannakerfi eins og Kjarna, H3 og fleiri við HR Monitor. Svarhlutfall er 85­99% í skrifstofulegu umhverfi og 60­75% í framlínustarfsemi. Í niður­ stöðum er hægt að sjá stöðuna í fyrirtækinu í heild, hvert svið fyrir sig, allar deildir og hópa.“ Framtíðin björt HR Monitor er íslenskt hugvit, séraðlagað Íslandi og íslensku en í alþjóðlegu umhverfi með leyfi í Bandaríkjunum og í erlendri sölu­ sókn. Að sögn Sonju er kerfið mjög notendavænt og einfalt í notkun, hraðvirkt og gagnlegt. „Það er sveigjanleiki í kerfinu til að aðlaga spurningar og búa til eigin spurningar. Einnig fær starfsfólk tækifæri til að leggja til spurningu fyrir næstu mælingu sem gefur mjög góða innsýn í hvað brennur á fólkinu. Það er mark­ miðið okkar að þróa kerfi sem allir geta notað. Niðurstöður eru settar fram á mjög myndrænan hátt í píramída sem við köllum gjarnan röntgenmynd fyrirtækisins. Hægt er að sjá stöðuna í fyrirtækinu í heild, hvert svið fyrir sig, allar deildir og hópa. Viðskiptavinir okkar kunna að meta mikla reynslu og þekk­ ingu stjórnenda HR Monitor sem endurspeglast í kerfinu. Fræðin eru lykilatriði svo og sveigjanleik­ inn til að þróa kerfið eftir þörfum viðskiptavina. Það má nefna að í kerfinu er mjög vinsælt saman­ burðartól sem við köllum HR Rank. Þar geta vinnustaðir borið sig saman við önnur fyrirtæki sem eru í mælingum hjá HR Monitor. Hægt er að velja ákveðinn mánuð og stærð vinnustaða og fá þannig yfirsýn yfir eigin stöðu miðað við önnur fyrirtæki. Þessi samanburð­ ur er einnig settur fram myndrænt í þríhyrningi.“ Mikilvægi rauntíma mannauðsmælinga „Í dag er lykilatriði að vera aðlað­ andi og eftirsóttur vinnustaður. Það hefur verið mikil hreyfing á starfsfólki sem mun hugsanlega aukast enn frekar eftir Covid­19. Margir telja að ein stærsta áskorun leiðtoga í dag sé að laða að rétta fólkið og halda í það. Fólk velur sér vinnustaði með sterka og jákvæða fyrirtækjamenningu sem passar við eigin gildi. Stjórnendur þurfa því að spyrja sig hver menningin á þeirra vinnustað er og hver stefnan er. Það er mikilvægt að skapa sál­ fræðilegt öryggi á vinnustaðnum. Þ.e.a.s. skapa umhverfi þar sem fólki líður vel og finnur fyrir öryggi í að setja fram hugmyndir, skoð­ anir og athugasemdir. Það eru ekki allir sem þora að gera það – í t.d. starfsmannasamtali. Okkur þykir eðlilegt að taka ákvarðanir út frá rauntíma­ gögnum þegar það kemur að fjármálum eða kjarnastarfsemi. Af hverju ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að mannauðsmálum? Við fögnum því að það er ákveðin vitundarvakning hvað varðar rauntímamannauðsmælingar. Við erum að breyta hugarfarinu og það eru sífellt f leiri sem sjá verðmætið í rauntíma mannauðsmælingum.“ Auðveldara að setja upp reykskynjara en að slökkva elda „Við leggjum áherslu á að fyrirtæk­ in hugi vel að starfsfólkinu sínu, sýni því ákveðna umhyggju með reglulegum mannauðsmælingum og nýti sér rauntíma niðurstöður til að gera betur. Það er mun auð­ veldara að setja upp reykskynjara en að slökkva elda. Þ.e.a.s. að það er mun skilvirkara að vinna fyrir­ byggjandi vinnu með rauntíma mannauðsmælingum en að þurfa að bregðast við vandamálum sem hafa safnast upp eða stækkað með tímanum. Sannleikurinn er ekki alltaf þægilegur. Gagnsæi er ekki alltaf þægilegt en endurgjöf er dýr­ mætasta gjöfin. Sagt er að leiðtogar hætti aldrei að læra, vilji alltaf bæta sig og gera betur. HR Monitor er rétta verkfærið til þess.“ ■ Rauntíma mannauðsmælingar og framtíðarsýn Sonja Magnúsdóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Hjördís Dalberg, Ágústa Kristrún Ingvarsdóttir og Dominique Elísabet James, starfsmenn HR Monitor. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 8 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.