Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 46

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 46
 Við vinnum mark- visst að því að viðhalda góðri mann- auðsstefnu, enda trúum við því að góður starfs- andi sé einn af lykil- þáttum til árangurs. Stjórnendur fyrir- tækja þurfa að huga vel að þjálfun mannauðs, byggja undir og efla nýsköpun ásamt sí- og endurmenntun. Það er sameiginlegt verkefni aðila á vinnumarkaði að auka og viðhalda þekk- ingu og færni til að halda samkeppnishæfni á markaði. Undanfarin tvö ár hefur framþróun verið hröð í tækni og hagkvæmni og hefur Covid hraðað þróun fjórðu iðnbyltingarinnar áþreifanlega. Kjarninn í þessari byltingu er, að sögn Elínar, meðal annars aukin hnattvæðing, tæknibreytingar, sjálfvirknivæðing og nýting gervi- greindar, sem krefst nýrrar þekk- ingar og færni af einstaklingum á vinnumarkaði. „Sú hraða þróun sem hefur átt sér stað felur í sér breytingu á störfum. Ný og spennandi störf myndast og önnur hverfa. Þessar breytingar hafa leitt til aukinnar framleiðni, bættra lífskjara, meira jafnvægis milli vinnu og einkalífs og aukinnar verðmætasköpunar,” segir Elín Hlíf Helgadóttir, eigandi og stofnandi 20/20 Ráðgjafar, MBA, mannauðs- og stjórnenda- ráðgjafi og ACC vottaður ráðgjafi. „Fyrirtæki þurfa að horfa til framtíðar, huga að því hvaða störf verða til í framtíðinni og hvetja starfsmenn til bæta við sig þekkingu, til að geta sinnt breyttum eða nýjum störfum. Breytt vinnuumhverfi hefur leitt til þess að samband starfsfólks og vinnustaða er með öðrum hætti. Fyrirtæki og stofnanir eru í auknum mæli að úthýsa að hluta til eða í heild sérfræðistörfum, til að geta einbeitt sér að kjarnastarf- semi og þannig skapast ný störf, “ segir Elín. Mikilvægi símenntunar „Fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að framþróun og símenntun til vera sam- keppnishæf á markaði og bera sameiginlega ábyrgð á að nauð- synleg þekking og færni sé til staðar,“ segir Elín og bætir við: „Aðilar vinnumarkaðarins verða að vera reiðubúnir að þróast í takti við breytingarnar, viðhalda núverandi þekkingu, ásamt því að bæta við sig nýrri þekkingu og færni. Erlendar rannsóknir sýna að þeir starfsmenn sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, eru skapandi, hafa getu til að leysa f lókin verkefni, búa yfir tilfinningagreind og geta beitt gagnrýnni hugsun, verði sífellt eftirsóttari starfsmenn. Mögu- leikarnir á að þróa færni sína verða stöðugt fjölbreyttari og góð ráðgjöf verður sífellt mikilvægari til að val og ákvarðanir verði sem bestar. Þá er sífellt mikilvægara að efla samskiptahæfni ekki síður en að efla almenna þekkingu.“ Þekking til framtíðar Breytingarnar sem eiga sér stað í atvinnulífinu kalla, að sögn Elín- ar, á sífellda aðlögun einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til að þau verði ekki undir í breytingunum. „Stjórnendur fyrirtækja þurfa að huga vel að þjálfun mannauðs, byggja undir og efla nýsköpun ásamt sí- og endurmenntun. Það er sameiginlegt verkefni aðila á vinnumarkaði að auka og við- halda þekkingu og færni til að halda samkeppnishæfni á mark- aði. Því er nauðsynlegt að verja ákveðnum tíma starfsmanna í sí- og endurmenntun. Fjárfesting í þekkingu og færni er því mikil- vægt veganesti til þróunar fyrir fyrirtæki og starfsmenn, “ segir Elín. „Að lokum vil ég segja: Verum samkeppnishæf og opin fyrir nýjum tækifærum á vinnumark- aði til aukinnar verðmætasköp- unar fyrir okkur sjálf og íslenskt atvinnulíf.“ ■ Samkeppnishæf í íslensku atvinnulífi Elín segir fyfirtæki þurfa að horfa til framtíðar og hvetja starfsfólk til að bæta við sig þekkingu. Mynd/aðsend Askja sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Fjölbreyttur og kraftmikill hópur starfar hjá Öskju og þar er lagður metn- aður í mannauðsstefnu sem skapar gott vinnuumhverfi. Berglind Bergþórsdóttir er mann- auðsstjóri Öskju. Hún segir að Askja hafa sett skýra stefnu fyrir tveimur árum sem unnin var af starfsfólki og stjórnendum fyrir- tækisins. „Markmiðið var að laða að, ráða, efla og halda í hæft starfs- fólk. Við leggjum áherslu á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjan- leika. Stefnan tekur meðal annars á því hvernig við stöndum að ráðningum og móttöku nýs starfs- fólks, hvaða þætti við leggjum áherslu á til að skapa starfsum- hverfi þar sem góður starfsandi, samvinna og sveigjanleiki eru í forgrunni. Hún fjallar einnig um jafnréttismál, hvaða kröfur eru gerðar til stjórnenda og hvernig við viljum standa að fræðslu og starfsþróunarmálum,“ útskýrir Berglind og bætir við að stefnan endurspegli marga þætti sem eru einkennandi fyrir starfsemina. Má þar nefna sveigjanleika, góðan starfsanda og samvinnu. Sjálfbærni og umhverfisvernd Askja hefur sömuleiðis sett sér metnaðarfulla stefnu sem snýr að mikilvægi sjálf bærni og umhverf- ismálum. „Við viljum vera leiðandi fyrirtæki í umhverfis- og sjálf- bærnimálum en með því teljum við okkur geta laðað að og haldið í hæfasta starfsfólkið,“ segir hún. Berglind segir að vel hafi gengið að fara eftir þeirri stefnumörkun sem fyrirtækið hefur markað og er einkennandi fyrir starfsemi Öskju, sveigjanleiki, góður starfs- andi og samvinna. „Við vinnum markvisst að því að viðhalda góðri mannauðsstefnu enda trúum við því að góður starfsandi sé einn af lykilþáttum til árangurs. Undanfarið höfum við fagnað því að takmörkunum vegna Covid hefur verið aflétt og má nefna að öllu starfsfólki var boðið í bíó á dögunum, við héldum pílukvöld, tókum þátt í alþjóðlega plokkdeg- inum og stóðum fyrir vorfögnuði þar sem var farið út fyrir bæjar- mörkin til að gera sér glaðan dag,“ upplýsir hún. Jafnlaunavottun 2019 Askja hlaut jafnlaunavottun árið 2019 og hefur verið unnið að stöðugum umbótum síðan þá í samræmi við þær kröfur sem staðallinn gerir. „Eigendur Öskju eru vel upplýstir um málefni fyrir- tækisins og fylgjast vel með því sem er í gangi hverju sinni og það á líka við um mannauðsmál,“ segir hún. Berglind hefur starfað hjá Öskju í fjögur ár. Starfsferillinn sem mannauðsstjóri nær þó yfir 12 ár. Þegar hún er spurð hvort starfs- fólk leiti til hennar, svarar hún því játandi. „Mjög margir starfsmenn leita til mín en ekki síður til síns næsta stjórnanda. Ég hef lagt mikið upp úr því að veita stjórnenda- teyminu stuðning og faglega ráð- gjöf, enda er mannlegi þátturinn mjög mikilvægur í stjórnun. Þetta er skemmtilegt starf og enginn dagur eins. Þegar maður vinnur með fólki verður umhverfið lifandi og fjölbreytt,“ segir Berglind. Hún segir að hún hafi valið mastersnám í mannauðsstjórnun þegar fyrst var farið að bjóða upp á það í Háskóla Íslands. „Það heillaði mig að koma inn á vinnumarkaðinn með aukna þekkingu og fagmennsku á þessu sviði og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun.“ ■ Metnaðarfull mannauðsstefna hjá Öskju 10 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðSMál Elín Hlíf segir þróunina á vinnumark- aðnum hafa verið hraða síðustu ár og að það sé lykilatriði að starfsfólk og fyrirtæki lagi sig að þessari þróun. Fréttablaðið/ getty Berglind segir að sveigjanleiki, góður starfsandi og samvinna séu einkennandi fyrir starfsemi Öskju. Fréttablaðið/ernir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.