Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 50

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 50
 Auk staðbundinna og stafrænna námskeiða heldur Iðan úti mynd- og hljóðvarpi undir heitinu Augnablik í iðnaði. Sigurður Fjalar Fyrirtæki eru jú ekkert án starfs- fólks og þess vegna skiptir vellíðan á vinnu- stað öllu máli. Hjá Líf og sál er unnið náið með fyrirtækjum og stofn- unum víðs vegar um landið og telja eigendur stofunnar sig mjög lánsama hvað varðar tengingu og innsýn inn í íslenskt atvinnulíf og þar af leiðandi mannauðinn. Katrín Kristjánsdóttir er sál- fræðingur og ráðgjafi í mannauðs- málum hjá stofunni Líf og sál. Að hennar sögn sést mjög skýrt að það er aukin vitundarvakning og vitund hvað varðar mikilvægi mannauðs. „Fyrirtæki eru jú ekkert án starfsfólks og þess vegna skiptir vellíðan á vinnustað öllu máli. Það er að okkar mati aukin áhersla á að gera vel í þeim málum. Við höfum undanfarið lagt áherslu á sálrænt öryggi á vinnustöðum. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvað varðar starfsánægju og þar af leiðandi auðvitað framleiðni að líða vel í vinnunni og ekki síður að upplifa öryggi og traust á vinnustað,“ segir hún. Fræðsla fyrir starfsfólk og stjórnendur ,,Okkar verkefni fela m.a. í sér að fræða starfsfólk og stjórnendur um sálfélagslega þætti á vinnu- staðnum, líkt og samskipti, einelti og áreitni, streitu og hvernig starfs- hópurinn tekst á við breytingar og erfiða tíma. Við höfum einnig sinnt úttektum á vinnustöðum varðandi þessa þætti. Við teljum mjög mikilvægt og leggjum ríka áherslu á að stjórnendur hafi skýra stefnu varðandi vellíðan á vinnustað sem og verklagsreglur varðandi viðbrögð komi upp atvik eða aðstæður sem ógna sálfélags- legu öryggi starfsfólks. Við höfum fundið fyrir aukinni vitund og ábyrgð stjórnenda hvað varðar sálfélagslega áhættuþætti. Verkefnum okkar þar að lútandi hefur fjölgað en einnig hafa stjórn- endur í auknum mæli leitað ráð- gjafar varðandi slík mál. Við sinnum auk þess stjórn- endahandleiðslu og geta stjórn- endur leitað til okkar til að efla sig Aukin vitund og ábyrgð stjórnenda Katrín Kristjáns- dóttir, sálfræð- ingur og ráðgjafi í mannauðsmál- um hjá stofunni Líf og sál, hefur víðtæka reynslu af atvinnulífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Iðan fræðslusetur hefur það hlutverk að sjá fyrir- tækjum og fagfólki í iðnaði fyrir markvissri símenntun, ráðgjöf og margvíslegri þjónustu. Iðan hefur allt árið um kring í boði sérhæfð námskeið og fræðslu fyrir fagfólk í bílgreinum, bygg- inga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og mat- væla- og veitingagreinum. „Iðan er hluti af Áttinni (www.attin.is), sem er samvinna starfsmenntasjóða til að efla fræðslustarf fyrirtækja með markvissri niðurgreiðslu á námskeiðskostnaði. Í Iðunni starfa jafnframt fimm náms- og starfsráð- gjafar sem sinna raunfærnimati, áhugasviðskönnunum, fræðslu- könnunum ásamt margvíslegri ráðgjöf. Það verður ekki endur- tekið of oft hversu mikilvægt er að sú fræðsla sem innt er af hendi innan fyrirtækja sé markviss og í takt við stefnu fyrirtækja og þarfir starfsmanna. Þar kemur Iðan til aðstoðar,“ segir Sigurður Fjalar Jónsson, verkefnastjóri hjá Iðunni. „Fræðsluframboð Iðunnar er fjölbreytt og í stöðugri þróun. Auk staðbundinna og stafrænna nám- skeiða heldur Iðan úti mynd- og hljóðvarpi undir heitinu Augna- blik í iðnaði (https://www.idan.is/ augnablik-i-idnadi/). Það er m.a. öflugur vettvangur fyrir mann- auðs- og fræðslumál. Í tilefni af Alþjóðlega mannauðsdeginum frumsýnir Iðan fyrsta myndskeiðið í nýrri röð þátta um mannauðs- mál. Þáttaröðin er í umsjón Írisar Sigtryggsdóttur, stjórnanda og teymisþjálfa hjá Eldar Coaching, og gestur þessa fyrsta þáttar er Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech. Viðfangsefnið er mannauðsmál í litlum og meðalstórum fyrir- Iðan kynnir nýja þáttaröð um mannauðsmál Fjóla Hauks- dóttir og Sigurður Fjalar Jónsson hjá Iðunni benda meðal annars á fræðandi hlaðvarpsþætti þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þáttaröðin er í umsjón Írisar Sigtryggsdóttur, stjórnanda og teymisþjálfa hjá Eldar Coaching, og gestur þessa fyrsta þáttar er Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmda- stjóri mannauðs hjá Alvotech. í krefjandi og flóknu hlutverki. Við teljum að þar komi að gagni víð- tæk reynsla okkar af atvinnulífinu sem og þekking á sálfélagslegum þáttum. Það er gagnlegt fyrir stjórnendur að tala í trúnaði um snúin og viðkvæm starfsmanna- mál á vinnustað, fá speglun og von- andi gagnleg ráð. Stjórnendahand- leiðsla er eitthvað sem að okkar mati ætti að vera skylda fyrir nýja sem og reynslumikla stjórnendur. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera stjórnandi og því mikilvægt að geta speglað í fullum trúnaði þau mál sem upp koma á vinnustaðn- um með utanaðkomandi fagaðila sem hefur engra hagsmuna að gæta annarra en þeirra að vinna vinnuna sína vel!“ n tækjum. Hægt er að nálgast fyrsta þáttinn á slóðinni http://www.idan.is/mann- audsmal. Í vinnslu er einnig sería um fræðslumál í umsjón Gerðar Pétursdóttur, fræðslustjóra Isavia. Fylgstu með frá byrjun.“ n Nánar á Idan.is 14 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMAnnAuðsMál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.