Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 53
„Húsasmiðjan er sterkt og öflugt fyrirtæki sem byggir á traustum og sterkum grunni, en fyrirtækið er 66 ára á þessu ári. Á öllum þessum árum er mannauðurinn það dýrmætasta sem við höfum skapað,“ segir Edda Björk Kristjánsdóttir, Mannauðs- stjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan rekur byggingavöru- verslanir um land allt og þjónustar bæði einstaklinga og aðila í bygg- ingariðnaði. Húsasmiðjan rekur 14 verslanir undir merkjum Húsa- smiðjunnar, sjö undir merkjum Blómavals og fjórar undir merkjum Ískrafts auk vefverslana fyrir öll vörumerkin. Það starfa í dag rúmlega 500 starfsmenn hjá fyrir- tækinu. „Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa sam- tals um 2.400 manns í meira en 100 verslunum. Fyrirtækið er gríðarlega sterkt og með góðan rekstur og ég held að það sé gott fyrir starfsfólkið að vita af svo sterkum grunni og eignarhaldi og vilja eigenda til að hugsa til langs tíma, byggja upp og fjárfesta í öflugu fyrirtæki, það er mikið öryggi fólgið í því og starfs- fólk Húsasmiðjunnar er stolt af sínum vinnustað,“ segir Edda. Aukið vægi mannauðs- og samfélagsmála „Síðustu ár hefur verið unnið mikið og gott mannauðsstarf hjá Húsa- smiðjunni. Við höfum verið að þróa mannauðsmálin í takti við þarfir starfseminnar og starfsfólksins, ásamt almennri þróun á vinnu- markaði þar sem vægi mannauðs- mála hefur aukist mikið. Þetta hefur verið frábær vegferð enda vilji og kraftur stjórnenda sá hinn sami. Á sama tíma hefur reksturinn verið góður og skilaði Húsasmiðjan sínum besta árangri í rekstri á síð- astliðnu ári. Nýlega voru svo gerðar stefnumótandi breytingar hjá Húsasmiðjunni og er mannauðs- stjóri nú með sæti í framkvæmda- stjórn. Þessar breytingar styðja við stefnumótun félagsins í því að gera góðan vinnustað enn betri, auka starfsánægju og skapa eftirsóttan vinnustað og endurspegla um leið aukið vægi og áherslu fyrirtækisins á mannauðsmál,“ segir Edda. „Vægi umhverfis- og samfélags- mála hefur einnig aukist mikið og okkur finnst mikilvægt að axla ábyrgð og setja fram mælanleg markmið um það hvernig við ætlum að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfi okkar og samfélag. Þetta höfum við lagt mikla áherslu á undanfarin ár og náð góðum árangri. Til dæmis hefur síðustu ár verið stöðug minnkun á þeim þáttum sem við mælum í losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri Húsasmiðjunnar. Þetta teljum við mikilvægan þátt í því að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan og hefur um leið aukið starfs- ánægju. Samhliða breytingum á framkvæmdastjórn munu nú umhverfis- og samfélagsmál Húsa- smiðjunnar heyra undir mannauð,“ segir Edda. „Það eru spennandi tímar fram undan og við munum byggja á því góða starfi sem unnið hefur verið síðustu ár þar sem áhersla hefur verið á nokkra lykilþætti, eins og fræðslumál og stjórnun. Svo erum við auðvitað að vinna að því alla daga að búa til gott, heilsusamlegt og eftirsóknarvert starfsumhverfi og stuðla að jákvæðri menningu innan fyrirtækisins.“ Ræktun mannauðs Að sögn Eddu þarf að huga að mörgu þegar kemur að því að rækta mannauðinn. „Húsasmiðjan hefur lagt áherslu á að styðja við stjórn- endur og veita þeim þau verkfæri sem þarf til að hvetja, skilja og hlúa að sínu fólki. Þetta höfum við gert meðal annars með því að bjóða upp á öfluga stjórnendaþjálfun sem er sérsniðin að starfsemi Húsamiðj- unnar og hefur nú meirihluti allra stjórnenda fyrirtækisins klárað slíka þjálfun. Það veltur mikið á stjórnendum þegar kemur að því að búa til hvetjandi starfsumhverfi þar sem ríkir traust, starfsfólki líður vel og að það getur blómstrað í sínum störfum. Svo er líka gott að muna að til þess að skilja viðskipti er gríðarlega mikilvægt að skilja fólk. Þetta teljum við vera einn af lykilþáttum þess að ná góðum rekstrarárangri,“ segir Edda. Ljóst er að mikill þungi hefur verið lagður á þessa þjálfun af hálfu stjórnenda félagsins. Lærdómsmenning og tækniþróun Annar þáttur sem er mjög mikilvægur í ræktun mannauðs er þjálfun og fræðsla. „Húsasmiðjan er stórt fyrirtæki með starfsemi út um allt land. Ein af okkar áskorunum í mannauðsmálum er að tryggja aðgengi alls starfsfólks að fræðslu og þjálfun hvar sem það starfar á landinu. Við erum með gríðar- legt magn af vörum sem fólkið okkar þarf að hafa góða þekkingu á. Svo er auðvitað ör tækniþróun og ýmsar breytingar á störfum og umhverfi sem þarf að huga vel að. Í gegnum Húsasmiðjuskólann höfum við lagt mikla áherslu á fræðslustarf sem mætir þessum þörfum. Árið 2021 var metþátttaka í fræðslustarfinu og erum við mjög ánægð með það. Við verðum einnig að huga vel að möguleikum fólks til þess að þróast í starfi hjá fyrir- tækinu, gera leiðir starfsþróunar greiðar og aðgengilegar og ná þann- ig að auka starfsánægju starfsfólks og um leið halda dýrmætri reynslu og þekkingu innan fyrirtækisins. Við erum með skýrt markmið um að hér ríki lærdómsmenning svo að starfsfólki líði vel í sínum störfum sem um leið skapar okkur, bæði starfsfólki og fyrirtækinu, verðmæti og aukið virði,“ segir Edda. Fjölbreytileiki skiptir miklu máli Hjá Húsasmiðjunni starfar fólk með gríðarlega mikla reynslu, um land allt. „Það er mikill fjársjóður og fólk á „besta aldri“ er sérstaklega velkomið til okkar. Við kunnum að meta margs konar reynslu, þekkingu eða menntun og einnig almenna lífsreynslu. Fólk á besta aldri sinnir vinnu sinni jafnan vel og hefur gott vinnusiðferði. Það getur líka verið þolinmóðara og víðsýnna. Þetta teljum við vera jákvætt og okkur finnst eftir- sóknarvert að fá eldra starfsfólk til starfa. Það að blanda saman kynslóðum, þar sem þeir yngri læra af þeim eldri og öfugt, er besta blandan og til verður öflug þekk- ingaryfirfærsla í báðar áttir. Það sama á við um aðra þætti sem snúa að fjölbreytileika. Blandaðir hópar og aukinn fjölbreytileiki getur skapað jákvæða menningu þar sem meira umburðarlyndi ríkir. En það kemur ekki endilega af sjálfu sér og því er mikilvægt að vinna markvisst með það. Fjölbreyti- leiki meðal starfsfólks skiptir líka máli til að endurspegla eins og hægt er við- skiptavini okkar. Ólík „gleraugu“ gefa okkur betri upplýsingar svo að hægt sé að veita betri þjónustu og skilja betur þarfir viðskiptavina okkar.“ Félagslíf og starfsandi „Starfsandi er alltaf mikilvægur í fyrirtækjum og við erum mjög glöð með að almennt ríkir góður starfsandi í fyrirtækinu. Við tölum oft um „Húsasmiðjuandann“ sem einkennist af gleði, léttleika og jákvæðni. En auðvitað er starfs- andi eitthvað sem allir þurfa að leggja sitt af mörkum við að skapa og ekki síður fyrirtækið. Þarna eru mannlegu samskiptin gríðarlega mikilvæg og það að finnast gaman í vinnunni og að langa í vinnuna er svo sannarlega eitthvað sem við verðum að huga sífellt að. Ein leið til að stuðla að góðum starfsanda er að hafa gaman saman. Núna í júní koma starfsmenn allrar BYGMA-samstæðunnar saman í Kaupmannahöfn þar sem haldið verður upp á 70 ára afmæli fyrir- tækisins á þessu ári,“ segir Edda að lokum. n Nú er sjálfbærniskýrsla húsa- smiðjunnar aðgengileg í glæsilegri netútgáfu á husa.is. Mannauðs- og samfélagsmál fá enn meira vægi hjá Húsasmiðjunni Edda Björk segir Húsasmiðjuna hafa lagt aukna áherslu á mannauðs- og samfélagsmál síðustu ár með miklum árangri. Fréttablaðið/Sig- tryggur ari Húsasmiðjan tekur virkan þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Hér er mynd af sigurvegurunum frá því í fyrra. Mynd/aðSend kynningarblað 17LAUGARDAGUR 21. maí 2022 MannauðsMál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.