Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 58

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 58
Við viljum að fólk geti elt draumana sína, nýtt styrkleikana og ræktað áhugamál sín og líði vel í starfi. Ólafur Brynjar Bjarkarson Það eru spennandi tímar fram undan í leikskólum borgarinnar, enda stórar áskoranir sem felast í því að taka á móti öllum börnum frá 12 mánaða aldri. Verið er að opna nýja og nútíma- vædda leikskóla og stöðugt er bætt við þá eldri svo aðstaðan sé í stakk búin til að mæta fjölbreyttum þörfum okkar yngstu barna og starfsmannahópsins. Góðar starfsaðstæður fyrir starfsfólk með viðeigandi stoðrýmum og góðri starfsmannaaðstöðu eru þar í forgrunni – í björtu og hagnýtu húsnæði. Það er nóg að gera hjá Ólafi Brynjari Bjarkarsyni, en hann gegnir starfi skrifstofustjóra leik- skólahluta fagskrifstofu á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hægt er að segja að starfið sé ansi flókið, enda varla skrítið þegar starfsstöðvarnar eru 66, fjöldi starfsmanna telur hátt í 2.000 og ríflega 6.000 börn að jafnaði verja þar fyrstu árum skólagöngunnar. Hátt í 2.000 starfsmenn, er ekki alltaf verið að tala um manneklu í leikskólum? „Jú, það starfa margir í leik- skólum enda börnin mörg og þurfa á góðum fyrirmyndum að halda til þess að dafna,“ segir Ólafur. „Uppeldi og menntun þeirra er samfélagslegt verkefni. Við viljum öll að börnin njóti velferðar í nútíð og framtíð og vaxi í sjálfstæða einstaklinga sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Stór hluti starfsmanna er jafn- framt í hlutastarfi því dvalartími barnanna er langur. Við þurfum alltaf að vera á tánum til þess að tryggja öryggi þeirra, veita faglega umönnun og rétta örvun. Til þess þarf hæft, öflugt starfsfólk sem vill leggja sitt af mörkum. Foreldrar treysta okkur til að leysa verkefni okkar vel af hendi.“ Hvers vegna ákvaðst þú að vinna í leikskóla? „Margir hafa nú spurt mig að því, en ef ég á að vera praktískur þá ertu gulltryggður í þínu fagi á meðan starfsævin endist ef þú leggur þetta starf fyrir þig. Flestir sem fara í leikskólakennaranám starfa eða hafa starfað áður í leik- skólum. Margir hafa prófað að leggja ýmislegt annað fyrir sig en skila sér svo aftur hingað í leik- skólann. Ef ég tala frá hjartanu, þá er bara eitthvað sem kallar. Það er svo gott að koma í vinnuna og fá knús frá börnunum, fylgja þeim í gegnum þroskastigin og svo eru það samskiptin við samstarfs- menn og foreldrana. Allt er þetta jákvætt og gefandi. Enginn dagur er eins. Þetta er krefjandi starf með fullt af áskorunum, en gefur mikið á móti.“ Hvað er fram undan? „Áframhaldandi uppbygging. Þar leggjum við mesta áherslu á starfsmannahópinn, það skiptir mestu máli fyrir börnin. Hafa stöðugleika, tryggja mönnun með hæfu fólki. Nú þegar skortur er á leikskólakennurum í landinu, þá viljum við byggja upp hópinn. Við höfum verið að bæta starfsaðstæð- ur; færri börn á starfsfólk, stytting vinnuvikunnar, f leiri undirbún- ingstímar og fjöldi tækifæra til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk.“ Ólafur er á þeirri skoðun að starfsfólk leikskóla þurfi að hafa vilja til að leggja sitt af mörkum, búa yfir góðri samskiptahæfni, tala íslensku og vera tilbúið að læra og tileinka sér fagleg vinnu- brögð. „Í leikskólunum leggjum við áherslu á gleði og jákvæðni, traust og samstarf. Við viljum að fólk geti elt draumana sína, nýtt styrk- leikana og ræktað áhugamál sín og líði vel í starfi. Þannig tryggjum við besta hag barnanna í leikskól- anum.“ Áherslur í mannauðsmálum í leikskólum Reykjavíkur Ragnheiður Stefánsdóttir er mannauðsstjóri skóla- og frí- stundasviðs en hún hefur unnið hjá Reykjavíkurborg síðan hún var 16 ára. „Sjálf hef ég reynslu af því að koma ung inn í uppeldis- starf hjá Reykjavíkurborg og falla alveg fyrir starfinu,“ segir hún. „Á tímabili ætlaði ég aðra vegferð hvað varðar framtíðarstarf en Reykjavíkurborg togaði í mig þar sem ég upplifði mikinn stuðning og hvatningu í starfsumhverfinu og fékk tækifæri til að mennta mig og samtvinna nám og vinnu. Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þetta í leikskólum Reykjavíkur. Við viljum taka vel á móti ungu fólki sem er að taka sín fyrstu skref á atvinnumarkaðinum og starfsfólk talar um að hafa fengið tækifæri til að læra svo margt, vaxa og dafna í starfinu. Og við erum með fjöl- margar reynslusögur af ungu fólki sem til dæmis kemur inn í sumar- störf í leikskólunum, fellur alveg fyrir starfinu og ákveður að fara í leikskólakennaranámið.“ Hvað segir starfsfólkið um störfin? „Það sem kemur fram hjá starfs- fólki er þetta með að enginn dagur er eins. Að vinna í leikskóla felur í sér fullt af áskorunum, en það er líka mjög gefandi, skemmtilegt og fræðandi. Þá talar starfsfólk um að vinnan með börnunum sé svo skapandi og svo mörg tækifæri til að flétta eigin styrkleika og áhuga- mál inn í verkefnin í skólanum. Þá talar starfsfólk um að það sé þægi- legt og fjölskylduvænt að vinna í leikskóla þar sem starfið fer fram á dagvinnutíma á virkum dögum. Mörgum finnst vinnutíminn henta vel til að geta sinnt áhugamálum og hugðarefnum, til dæmis námi, íþróttum og að geta elt drauma sína á alls konar skapandi vett- vangi. Nálægð við heimili er líka stór kostur fyrir marga, en oft er hægt að fá vinnu í leikskóla í hverfinu sínu. Ýmis fríðindi fylgja starfinu, til dæmis góður hádegismatur, frítt í sund, heilsuræktarstyrkur, samgöngustyrkur, frítt á söfn og fleira. Þá jafnast ekkert á við það að fá knús þegar maður mætir í vinnuna.“ Hver eru helstu verkefni og áskoranir fram undan? Ragnheiður fullyrðir að gríðarleg uppbygging sé fram undan. ,,Við erum að byggja nýja leikskóla og fjölga leikskólarýmum sem felur í sér að við þurfum að fjölga starfs- mönnum í leikskólum um 400 næstu árin. Þess vegna er mikið átaksverkefni í gangi hjá okkur til þess að ná þessum markmiðum. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar að vekja athygli á störfunum og hvetja ungt fólk til þess að velja leikskólastarf sem framtíðarstarfs- vettvang og hins vegar að hlúa að starfsumhverfinu og tryggja að starfsfólki líði vel í vinnunni. Við höfum verið í mikilli greiningar- vinnu þar sem við viljum heyra frá okkar starfsfólki hvað við getum gert betur. Við viljum efla mót- töku nýliða og styðja enn betur við þá strax í upphafi. Það gerum við til dæmis með innleiðingu á Torginu sem er nýtt fræðslukerfi sem Reykjavíkurborg er að inn- leiða, þar er markmiðið að efla enn frekar fræðslu fyrir starfsfólk og hafa hana rafræna svo starfsfólk geti nálgast hana hvenær sem er og hvar sem er. Stytting vinnuvik- unnar hefur haft ákaflega mikið að segja fyrir starfsfólkið. Það munar miklu að vinna einungis 36 stundir en vera samt á sömu launum og áður. Fólk kann mjög vel að meta það og nýtur þess að eiga meiri tíma með börnum, vinum og fjöl- skyldu. En það hefur ekki verið auðvelt að innleiða styttinguna í leikskólunum og á starfsfólk leikskóla mikið hrós skilið fyrir að finna leiðir til þess að láta þetta ganga. En því verkefni er ekki lokið, við þurfum að rýna enn betur og fínpússa þær leiðir sem við erum að fara í þeim efnum.“ ■ Áframhaldandi uppbygging í leikskólum borgarinnar Ólafur Brynjar Bjarkarson gegnir starfi skrifstofustjóra leikskólahluta fagskrifstofu á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Ragnheiður Stefánsdóttir er mannauðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Þau segja að gríðarleg uppbygging sé fram undan, nýir leikskólar og fleiri leikskólarými. FRÉTTABLADID/ANTON BRINK 22 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMÁl
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.