Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 75
Langanesbyggð leitar eftir skrifstofustjóra
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri er yfirmaður skrifstofu Langanesbyggðar og heyrir
beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Hann hefur faglega
forystu og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofunnar. Hann
hefur umsjón með stjórnsýslu, fjármálum og starfsmannahaldi
sveitarfélagsins og stofnana þess í umboði sveitarstjóra.
Helstu verkefni eru:
• Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum
skrifstofunnar.
• Umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins í umboði sveitarstjóra.
• Undirbúningur og frágangur funda sveitarstjórnar, nefnda og
ráða
• Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda
hverju sinni og heyra undir sveitarfélagið.
• Tekur þátt í faglegri framkvæmd verkefna á grunni
sérfræðiþekkingar sinnar.
• Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og birtingu fundargerða
• Yfirumsjón og ábyrgð með leyfisveitingum, uppfærslum á
samþykktum, reglum og gjaldskrám.
Menntun:
• Á sviði viðskipta, stjórnsýslu eða lögfræði.
Reynsla:
• Úr stjórnsýslu og rekstri.
• Af stefnumótun og verkefnastjórnun æskileg.
• Á skjalastjórnunar- og bókhaldskerfum æskileg.
• Á sviði kjaramála, stjórnunar, og samningagerðar æskileg.
Hæfni:
• Í samskiptum.
• Frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
• Greiningarhæfni ásamt hæfni í úrvinnslu og framsetningu
tölulegra upplýsinga.
• Gott vald á íslensku og enskukunnátta.
Nánari upplýsingar veitir:
Björn S. Lárusson settur sveitarstjóri – bjornl@langanesbyggd.is og í
síma 8942187
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022 en æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist til Sigurðar Þórs Guðmundssonar
sthg@langanesbyggd.is
Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í
starfið.
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi
sveitarfélag með spennandi
framtíðarmöguleika. Sveitarfélögin
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur
eru nú í sameiningarferli og ný
sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags
tekur við að loknum kosningum 14. maí.
Á Þórshöfn búa um 400 manns í
fjölskylduvænu umhverfi. Skólinn var
endurnýjaður árið 2016 og er öll
aðstaða og aðbúnaður er til
fyrirmyndar. Nýr leikskóli var tekinn í
notkun haustið 2019. Gott
íbúðarhúsnæði er til staðar og öll
almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á
staðnum er gott íþróttahús og
innisundlaug og stendur
Ungmennafélag Langaness fyrir öflugu
íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið og
fjölbreytt félagslíf. Samgöngur eru
góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til
Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta
nágrenni eru margar helstu
náttúruperlur landsins og ótal
spennandi útivistarmöguleikar, s.s.
fallegar gönguleiðir og stang- og
skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum
aldri, af báðum kynjum, með margs
konar menntun og reynslu. Í samræmi
við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar
eru karlar jafnt sem konur hvött til að
sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Verkstjóri
Vegna góðrar og vaxandi verkefnastöðu vantar
Viðskiptavit ehf hörkuduglegan og reynslumikinn
verk-/staðarstjóra til daglegrar verkstjórnunar og
reksturs á byggingarsvæðum sínum. Um er að ræða
skemmtilegt, krefjandi og fjölbreytt starf þar sem
öryggi, gæði og afköst skipta meginmáli.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ
• Rekstur byggingarsvæðis með öllu sem því tilheyrir
• Fagleg yfirumsjón með framkvæmdum
• Undirbúningur og uppsetning verka
• Úttekt á verkum undirverktaka
• Stjórnun á verkstað
• Umsjón með dagsskýrslum og verkskýrslum
• Mælingar á verkstað
• Geta gripið til verka
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Meistararéttindi í húsasmíði eru áskilin
• Reynsla vegur þungt
• Góð færni í samskiptum
• Drifkraftur
Viðskiptavit ehf. er framsækið fyrirtæki í byggingariðnaði sem
sinnir verktöku ásamt alhliða verkefnastjórnun og ráðgjöf.
Viðskiptavit hefur innan sinna raða reynslumikið og hæfileikaríkt
starfsfólk á sviði byggingarstarfsemi og verkefnastjórnunar.
Verkefnastjóri /
Staðarstjóri
Vegna góðrar og vaxandi verkefnastöðu býður
Viðskiptavit ehf áhugavert framtíðarstarf fyrir
verkefnastjóra sem hefur stýrt byggingarverkefnum
og unnið á verkstað.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ
• Stjórnun og umsjón verkefna
• Stjórn og eftirfylgni innkaupa
• Gerð og eftirfylgni verk- og kostnaðaráætlana
• Reikningagerð og uppgjör verka
• Samskipti við opinbera- og samstarfsaðila
• Gæðaeftirlit í Ajour
• Timastjórnun í MS Project
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Iðn-/tækni-/verkfræðimenntun og marktæk
reynsla á verkstað
• Góð tölvukunnátta, reynsla af notkun á AutoCad,
Ms Project og Ajour æskileg
• Stundvísi, sjálfstæði og vinnusemi
• Árangursdrifin og lausnamiðuð nálgun
• Samskiptafærni, frumkvæði og framúrskarandi
þjónustulund
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál
og er öllum umsóknum svarað.
Umsóknir óskast sendar á baldur@vvit.is
með ferilskrá og nöfnum umsagnaraðila.
Við
leiðum
fólk
saman