Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 75

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 75
Langanesbyggð leitar eftir skrifstofustjóra Skrifstofustjóri Skrifstofustjóri er yfirmaður skrifstofu Langanesbyggðar og heyrir beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Hann hefur faglega forystu og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofunnar. Hann hefur umsjón með stjórnsýslu, fjármálum og starfsmannahaldi sveitarfélagsins og stofnana þess í umboði sveitarstjóra. Helstu verkefni eru: • Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofunnar. • Umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins í umboði sveitarstjóra. • Undirbúningur og frágangur funda sveitarstjórnar, nefnda og ráða • Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra undir sveitarfélagið. • Tekur þátt í faglegri framkvæmd verkefna á grunni sérfræðiþekkingar sinnar. • Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og birtingu fundargerða • Yfirumsjón og ábyrgð með leyfisveitingum, uppfærslum á samþykktum, reglum og gjaldskrám. Menntun: • Á sviði viðskipta, stjórnsýslu eða lögfræði. Reynsla: • Úr stjórnsýslu og rekstri. • Af stefnumótun og verkefnastjórnun æskileg. • Á skjalastjórnunar- og bókhaldskerfum æskileg. • Á sviði kjaramála, stjórnunar, og samningagerðar æskileg. Hæfni: • Í samskiptum. • Frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð. • Greiningarhæfni ásamt hæfni í úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga. • Gott vald á íslensku og enskukunnátta. Nánari upplýsingar veitir: Björn S. Lárusson settur sveitarstjóri – bjornl@langanesbyggd.is og í síma 8942187 Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til Sigurðar Þórs Guðmundssonar sthg@langanesbyggd.is Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með spennandi framtíðarmöguleika. Sveitarfélögin Langanesbyggð og Svalbarðshreppur eru nú í sameiningarferli og ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur við að loknum kosningum 14. maí. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Skólinn var endurnýjaður árið 2016 og er öll aðstaða og aðbúnaður er til fyrirmyndar. Nýr leikskóli var tekinn í notkun haustið 2019. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á staðnum er gott íþróttahús og innisundlaug og stendur Ungmennafélag Langaness fyrir öflugu íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Verkstjóri Vegna góðrar og vaxandi verkefnastöðu vantar Viðskiptavit ehf hörkuduglegan og reynslumikinn verk-/staðarstjóra til daglegrar verkstjórnunar og reksturs á byggingarsvæðum sínum. Um er að ræða skemmtilegt, krefjandi og fjölbreytt starf þar sem öryggi, gæði og afköst skipta meginmáli. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ • Rekstur byggingarsvæðis með öllu sem því tilheyrir • Fagleg yfirumsjón með framkvæmdum • Undirbúningur og uppsetning verka • Úttekt á verkum undirverktaka • Stjórnun á verkstað • Umsjón með dagsskýrslum og verkskýrslum • Mælingar á verkstað • Geta gripið til verka MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR • Meistararéttindi í húsasmíði eru áskilin • Reynsla vegur þungt • Góð færni í samskiptum • Drifkraftur Viðskiptavit ehf. er framsækið fyrirtæki í byggingariðnaði sem sinnir verktöku ásamt alhliða verkefnastjórnun og ráðgjöf. Viðskiptavit hefur innan sinna raða reynslumikið og hæfileikaríkt starfsfólk á sviði byggingarstarfsemi og verkefnastjórnunar. Verkefnastjóri / Staðarstjóri Vegna góðrar og vaxandi verkefnastöðu býður Viðskiptavit ehf áhugavert framtíðarstarf fyrir verkefnastjóra sem hefur stýrt byggingarverkefnum og unnið á verkstað. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ • Stjórnun og umsjón verkefna • Stjórn og eftirfylgni innkaupa • Gerð og eftirfylgni verk- og kostnaðaráætlana • Reikningagerð og uppgjör verka • Samskipti við opinbera- og samstarfsaðila • Gæðaeftirlit í Ajour • Timastjórnun í MS Project MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR • Iðn-/tækni-/verkfræðimenntun og marktæk reynsla á verkstað • Góð tölvukunnátta, reynsla af notkun á AutoCad, Ms Project og Ajour æskileg • Stundvísi, sjálfstæði og vinnusemi • Árangursdrifin og lausnamiðuð nálgun • Samskiptafærni, frumkvæði og framúrskarandi þjónustulund Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað. Umsóknir óskast sendar á baldur@vvit.is með ferilskrá og nöfnum umsagnaraðila. Við leiðum fólk saman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.