Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 90
 Við leit- umst eftir því að hafa hjá okkur fólk með eins fjöl- breyttan bakgrunn og hægt er þegar litið er til kyns, aldurs, mennt- unar og reynslu. Isavia er gríðarlega stór vinnustaður. Þar starfa um 1.200 manns, flestir á Keflavíkurflugvelli. Starfs- fólkið tekst á við afskaplega fjölbreytt og ólík verkefni. Framlínustörfin eru spenn- andi. Þar á starfsfólk í beinu og virku samtali við farþega og gesti flugstöðvarinnar. Þess utan eru ótal sérfræði- störf sem inna þarf af hendi. „Við erum með alla flóruna af sérfræðistörfum,“ segir Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðs- stjóri Isavia. „Hjá okkur er öflugt teymi af verkfræðingum með það verkefni að byggja upp flugvöllinn í einhverjum þeim stærstu fram- kvæmdum sem ráðist hefur verið í á landinu. Við erum með sérfræð- inga sem bera ábyrgð á að auka gæði Keflavíkurflugvallar með því að tryggja fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða. Þá er annað starfsfólk sem sinnir öryggis- og gæðamálum, sem tryggir að allt gangi eins og vera ber í rekstrinum. Við erum með fjármálasérfræð- inga, þrautreynt fólk í innkaupa- málum og svo mætti lengi telja. Það má segja að öll menntun og reynsla nýtist við störf hjá Isavia.“ Brynjar segir að markmið Isavia sé að vera í forystu fyrir flugvallar- samfélagið á Keflavíkurflugvelli sem samanstendur af Isavia og þeim aðilum sem eru í rekstri í f lugstöðinni og á flugvallarsvæð- inu. „Við vinnum náið með öllum á vellinum. Við lítum svo á að þótt fólk sé á launaskrá hjá Isavia sé það að starfa með mörgu öðru starfs- fólki ólíkra félaga og fyrirtækja í þessu lifandi og síkvika umhverfi sem Keflavíkurflugvöllur er. Sama á auðvitað við um aðra flugvelli landsins.“ Þrjár konur og þrír karlar í framkvæmdastjórn Isavia Brynjar segir að Isavia hafi sett sér það markmið að tryggja fjölbreyti- leika starfsfólks. „Við leitumst eftir því að hafa hjá okkur fólk með eins fjölbreyttan bakgrunn og hægt er þegar litið er til kyns, aldurs, menntunar og reynslu. Við vinnum til að mynda að því að jafna kynjahlutföll í stjórnenda- stöðum hjá okkur.“ Isavia á menningarvegferð – öryggi og vellíðan í vinnunni Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri Isavia, segir að Isavia hafi sett sér það mark- mið að tryggja fjölbreytileika starfsfólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Brynjar bendir á í þessu samhengi að í framkvæmda- stjórn Isavia sitji sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur. Þá séu dótturfélög Isavia þrjú, Isavia ANS, sem annast flugleiðsöguþjónustu, Isavia innanlandsflugvellir, sem rekur innanlandsflugvelli og lend- ingarstaði á Íslandi, og Fríhöfnin. Til viðbótar er hugbúnaðarfyrir- tækið Tern Systems sem heyrir undir Isavia ANS. Framkvæmda- stjórar tveggja þessara félaga eru konur og framkvæmdastjórar hinna tveggja karlar. „Skiptingin í æðsta stjórnendalaginu hjá Isavia og dótturfélögum gæti því ekki verið jafnari,“ segir Brynjar. „Þetta er öflugt fólk með mikla reynslu og svo skemmtilega vill til að kynja- skiptingin er þessi.“ Menningarsáttmáli sem allir geta tengt við Isavia uppfærði stefnu félagsins nýverið. Tilgangur félagsins var þá skilgreindur þannig að Isavia leiði flugvallarsamfélag sem auki lífsgæði og velsæld á Íslandi. Fram- tíðarsýnin er að tengja heiminn í gegnum Ísland. „Stefnuhringurinn er síðan áttavitinn um áherslur fyrirtækisins til framtíðar,“ segir Brynjar. „Hann tengir ólíkar áherslur í stefnunni saman og leiðir okkur þannig að framtíðar- sýninni.“ Brynjar segir að í þessari vinnu hafi verið tekin sú ákvörðun að setja hefðbundin gildi til hliðar um sinn. „Við settum okkur þess í stað menningarsáttmála.“ Isavia innleiðir kjörmenningu „Menningarsáttmálinn er leiðar- ljós og leiðarstef okkar í hegðun og á að lýsa þeirri kjörmenningu sem við erum að innleiða,“ segir Brynjar. „Það er ótrúlega gefandi fyrir allan mannauðinn okkar að sú ákvörðun hafi verið tekin af stjórnendum að greina þá vinnu- staðamenningu sem var áður hjá félaginu og í framhaldinu ákveða hvert við vildum stefna í þeim efnum.“ Brynjar segir að í fyrra hafi verið lagt af stað í mikla vegferð til að greina þá vinnustaðamenn- ingu sem var til staðar hjá Isavia, ákveða hvaða menning hentaði félaginu best og innleiða hana síðan. Menningin er miðuð út frá einstaklingnum og horft er til þess að greina hegðun fólks, hvernig hegðun byggi upp samskipti og bæti þau og hvernig hegðun brjóti þau niður og skemmi fyrir. „Þannig gefum við okkur einstaklingunum og fyrirtækinu tækifæri til að vaxa og dafna.“ Síðan verkefninu var hrundið af stað hefur verið unnið í stórum og smærri hópum með vinnustofum í hverri einingu og þvert á fyrirtæk- ið, til að greina það sem telst vera uppbyggjandi, drottnandi og óvirk eða passíf menning. „Markmiðið er að þróa hvetjandi hegðun meðal starfsfólks, auka sjálfsþroska þess og efla tengsl milli fólksins í fyrir- tækinu. Þannig náum við árangri saman. Við hjá Isavia erum afar ánægð með og stolt af því að ákveðið hafi verið að ráðast í þetta verkefni,“ segir Brynjar. „Við erum í sam- einingu að móta og innleiða heilbrigða og uppbyggjandi fyrir- tækjamenningu sem verða á öllum til góðs.“ ■ Flugvallarþjónusta er ríkur þáttur í starfi Isavia. Miklar framkvæmdir standa yfir á Keflavíkurflugvelli. Á skrifstofu Isavia er nóg að gera alla daga. Menningarsáttmáli Isavia Við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, upp- byggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 26 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.