Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 92
Við leggjum mikla
áhersla á aukinn
skýrleika og hraða í
ákvarðanatöku með það
að markmiði að minnka
sóun sem felst í getgátum
um fyrirætlanir og bið
eftir ákvörðunum.
Flest okkar þekkja Landsnet
úr fréttum þegar eitthvað
bjátar á, þegar óveður ganga
yfir landið og ljósin á land-
inu fara út. Landsnet er einn
af lykilinnviðum þjóðar-
innar og því fylgir mikil
ábyrgð.
Örugg afhending orku er mikil-
vægasta viðfangsefnið Landsnets
en hjá fyrirtækinu starfar úrvals
teymi starfsfólks sem hefur lagt
mikið á sig undanfarin ár við að
halda flutningskerfinu gangandi
við mjög erfiðar aðstæður.
Saman getum við flutt fjöll
Hópur lagði á árinu upp í ferðalag,
menningarvegferð, þar sem þau
horfðust í augu við sig sjálf og
hvernig fyrirtæki þau vildu vera.
Valka Jónsdóttir, mannauðsstjóri
Landsnets, segir að vegferðin hafi
gert fyrirtækið og samstarfsfólk
hennar betur til þess fallin að upp-
fylla loforðin sem Landsnet hefur
gefið samfélaginu um örugga og
áreiðanlega afhendingu orku.
„Síðustu ár hafa verið mjög
krefjandi, ár heimsfaraldurs,
heimavinnu, hólfaskiptingar,
fjarfunda og framkvæmda sem
skapaði krefjandi aðstæður í dag-
legum rekstri fyrirtækisins.
Á sama tíma var ákveðið að
skoða menninguna okkar í ljósi
þeirra breytinga sem framundan
eru í orkumálum. Við vildum
standa fyrir því sem framtíðin
krafðist af okkur. Stórar spurn-
ingar sem þurfti hugrekki til að
svara,“ segir Valka en menning er í
hennar huga einn stærsti þáttur-
inn í góðum og eftirsóknarverðum
vinnustað.
„Við viljum geta staðið undir
miklum væntingum og eigum í
meiri samskiptum við viðskipta-
vini og hagsmunahópa en áður,
sem gera auknar kröfur á okkur.
Tækninni fleygir áfram með til-
heyrandi flækjustigi og það er ekki
bara okkar hlutverk, heldur skylda,
að vera í stakk búin að takast á við
áskoranir framtíðarinnar.
Það er samt svo að mann-
skepnan getur ekki endalaust bætt
á sig vinnu, aukið hraða og bætt
gæði án þess að álag og streita fari
að gera vart við sig við. Það getur
endað illa með alvarlegum streitu-
einkennum og jafnvel kulnun. Við,
sem teymi getum hins vegar bætt
okkur endalaust með því að breyta
hvernig við vinnum saman, tölum
saman, styðjum hvert annað,
hvernig við hugsum, hvernig við
tökum ákvarðanir, bregðumst
við, þroskumst og þróumst.
Við vinnum ekki hraðar heldur
snjallar og getum með því flutt
fjöll.“
Ferðalagið
Það voru einkum tveir drifkraftar
sem ráku Landsnet áfram í að
fara í þessa vegferð. Annars vegar
einlægur vilji til að gera gott betra
og viljinn til að gera fyrirtækið að
einum besta vinnustað landsins.
Það eru miklar breytingar í gangi
í orkugeiranum, breytingar sem
umbylta því hvernig hann virkar.
Því fannst okkur nauðsynlegt að
undirbúa fyrirtækið fyrir þessar
breytingar og það er hvergi betra
að byrja slíkan undirbúning en í
menningunni.“
Síðustu tvö ár hefur verið unnið
með stjórnendum og starfsfólki að
því að gera vinnustaðinn enn betri
með uppbyggjandi nálgun á sam-
skipti og verkefni og með áherslu
á lærdóm og þroska, gagnsæi og
endurgjöf.
„Við leggjum mikla áhersla
á aukinn skýrleika og hraða í
ákvarðanatöku með það að mark-
miði að auka virði og minnka sóun
sem felst í getgátum um fyrir-
ætlanir og bið eftir ákvörðunum.
Á sama tíma er unnið í forgangs-
röðun verkefna þannig að færri
verkefni séu í vinnslu á hverjum
tíma.
Síðast en ekki síst má nefna
að verið er að innleiða öfluga og
faglega breytingastjórnun. Ráðið
var í stöðu leiðtoga breytinga til
að byggja enn betur undir fag-
lega breytingastjórnun því við
hjá Landsneti ætlum að innleiða
besta vinnulag, ferla og samskipti
ásamt því að takast á við miklar
breytingar á ýmsum sviðum sem
tengjast öðrum lykilverkefnum,“
segir Valka og bendir á að í dag sé
mikil undiralda í samfélaginu.
En til að vita hver staðan er
þurfti að taka stöðuna, kortleggja
hver menningin væri í fyrirtækinu
og var það gert. Allir starfsmenn
fengu spurningalista þar sem spurt
var hvernig fólk upplifði menn-
inguna eins og hún væri í dag og
hvernig fólk vildi hafa menn-
inguna.
„Niðurstaðan var að starfsfólkið
vildi breyta menningunni í takt
við nýjar og breyttar áskoranir.
Mikilvægt var fyrir okkur öll að
fara í þessa vegferð. Það er margt
sem við þurfum að huga að til að
geta tekist á við þær áskoranir. Við
þurftum að sýna hugrekki, þora
að fara út fyrir þægindaramm ann,
hafa vilja til breytinga og tileinka
okkur ný gildi og viðmið. Að auki
þurfum við að segja það sem við
erum að hugsa á uppbyggilegan
máta og spyrjum erfiðra spurninga
með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi,“ segir Valka.
Við höfum verið með vinnu-
stofur með ráðgjöfum þar sem við
lærum um hvað vinnustaðamenn-
ing er, um ólíka samskiptamáta
og æfum okkur í uppbyggilegum
samskiptum. Við erum í vina-
hópum (buddies) þvert á fyrir-
tækið þar sem við byggjum upp
sálfræðilegt öryggi, segjum sögur
um hvernig okkur gengur, æfum
samskiptin og fáum stuðning og
endurgjöf. Við höfum verið með
sérstaka stjórnendaþjálfun því
yfirmenn þurfa að vera fyrir-
myndir og sýna gott fordæmi og
byggja þannig upp þá menningu
sem við öll stefnum að.
Loks má nefna að við höfum
boðið öllu starfsfólki okkar að
taka 360° mat þar sem hver og einn
starfsmaður fær skýrslu um sjálfan
sig byggða á sömu hugsana/hegð-
unarstílum og fyrirtækið og getur
þannig tekið þátt í uppbyggilegri
þróun á sjálfum sér og með fyrir-
tækinu.“
Vegferðinni er svo langt frá því
að vera lokið og margar áskoranir
fram undan en Valka og hennar
fólk er spennt fyrir framtíðinni og
ferðalaginu.
„Við viljum vera vel í stakk
búin til að takast á við áskoranir
framtíðarinnar. Við ætlum að vera
þekkt fyrir að vera forvitin, upp-
byggileg, styðjandi og meðvituð.
Til að ná árangri ætlum við
að virkja aðra með okkur. Það
gerum við með því að hlusta og
eiga uppbyggjandi samtöl sem
byggja á virðingu og sanngjarnri
gagnrýni með jákvæðu viðmóti
og heilindum. Hvert og eitt okkar
er mikilvægur hluti af því afli sem
mun knýja áfram bjarta framtíð
Landsnets. Í sameiningu getum við
náð óralangt og haft áhrif á sam-
félagið til góðs.
Á leiðinni munum við eflaust
gera mistök en við ætlum að til-
einka okkur lærdóminn sem þeim
fylgir. Þannig hjálpum hvert öðru
að rísa upp og byggjum saman upp
rafmagnaða framtíð.“ n
Saga af ferðalagi, breytingum og
eftirsóknarverðum vinnustað
Valka Jónsdóttir segir að Landsnet sé með sérstaka stjórnendaþjálfun því stjórnendur þurfa að vera fyrirmyndir og sýna gott fordæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR
28 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðSMál