Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 94

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 94
Hraðar tæknibreytingar hvetja fyrirtæki til þess að horfa lengra til framtíðar en áður og undirbúa þann- ig ólíkar sviðsmyndir um þróun starfa, markaða, þjónustu og vara. Á síðustu árum eru íslensk fyrir- tæki að leggja meiri áherslu en áður á nýtingu gagna og greininga í mannauðsmálum. Slíkar greining- ar gefa innsýn í ólíka þætti rekstrar fyrirtækjanna og styðja oft við fjárhagsupplýsingar úr rekstrinum og tryggja þannig sem vandaðasta ákvörðunartöku. Hraðar tæknibreytingar hvetja fyrirtæki til þess að horfa lengra til framtíðar en áður og undirbúa þannig ólíkar sviðsmyndir um þróun starfa, markaða, þjónustu og vara. Ákveðin störf eru að umbreytast mjög hratt og önnur að leggjast af. Greiningar á starfsfólkinu í fyrirtækinu hjálpa til við að taka betri ákvarðanir undir þessari nýju tegund af óvissu. Meta þarf í ljósi ólíkra sviðsmynda um fram- tíðina hvernig störf muni líta út í fyrirtækinu eftir fimm til tíu ár. Ákvarðanir dagsins í dag eru svo háðar slíkum greiningum, til að mynda hvaða fólk á að leggja Tölfræðilegar greiningar á mannauði fyrirtækja Víðir Ragnarsson forstöðumaður ráðgjafar PayAnalytics áherslu á að ráða, hvernig viðhalda eigi þekkingu og bæta við þekk- ingu þar sem hana skortir í dag. Á að ráða nýtt starfsfólk með þessa þekkingu eða byggja hana upp innanhúss með fræðslu og þjálfun? Nýjar áskoranir Til þess að geta tekið slíkar ákvarð- anir þurfa fyrirtæki að hafa grein- ingu á þekkingu starfsfólksins síns. Hvaða starfsfólk verður fyrirtæk- inu mikilvægast á næstu árum og er það annað fólk en er það mikil- vægasta í dag. Þetta eru dæmi um þær áskoranir sem tæknivæðing er að færa fyrirtækjum og það eru sterkar vísbendingar um að hæfni Greiningar á tölfræði og upp- lýsingum eru vaxandi þáttur í starfi mann- auðsfólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY OR-samstæðan sinnir viða- miklum rekstri í gegnum fjögur dótturfélög en í grunninn er hlutverk sam- stæðunnar að leggja grunn að lífsgæðum. Framtíðarsýn OR er að auka lífsgæði og samfélagsábyrgð með við- skiptavinum, starfsfólki og með reksturinn í forgangi. „Við í OR-samstæðunni erum í vegferð um að breyta fyrirtækja- menningunni okkar. Heimurinn breytist nú á meiri hraða en nokkru sinni, þar á meðal störf og atvinnulíf. Því þarf fólk að þróa með sér nýja hæfni til að eiga möguleika á að takast á við verk- efni framtíðarinnar,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, mannauðsleið- togi hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Árið 2018 var hafin vinna við að greina hvernig störf innan OR- samstæðunnar myndu breytast í framtíðinni. „Markmiðið var að starfsfólk yrði betur í stakk búið til að mæta kröfum framtíðar. Við einblíndum á ákveðin störf og hópa sem við sáum fyrir okkur að gætu breyst mikið, fórum í verkefnið með jákvæðu hugarfari um að þróast saman en viðbrögðin voru önnur og margir hópar urðu óöruggir um sig og sína framtíð. „Hvað verður um mig?“ var viðkvæðið. Við sáum því fljótt að við þyrftum að nálgast viðfangsefnið á annan máta og í staðinn fyrir að einblína á ákveðna hópa og segja: „Þú verður að breyt- ast“, sáum við að breytingarnar yrðu að koma frá fólkinu sjálfu. Við fórum því að hugsa hvernig vinnustað við þyrftum að skapa og sem gæti tekist á við verkefni framtíðarinnar. Við vildum skapa eftirsóknarverðan vinnustað sem laðar að sér stórhuga fólk.“ Vaskir vaxtarspotar Næsta skref var að endurskoða lykiláherslur í mannauðsmálum OR. „Í dag vinnum við eftir fjórum lykiláherslum: Við vinnum saman, Sveigjanlegu starfsumhverfi, Við vöxum saman og Við erum leiðtog- ar,“ útskýrir Ólafur Kári Júlíusson, mannauðsleiðtogi hjá OR. „Við fórum úr því að leggja áherslur á einstaka hópa yfir í að leggja áherslu á að breyta fyrir- tækjamenningunni okkar. Við vildum búa til menningu þar sem stórhuga fólk getur þróað getu sína og þekkingu. Menningu þar sem við virkjum fólkið okkar til að samstæðan nái eftirtektarverðum árangri fyrir samfélagið. Menn- ingu sem þarf að byggja á sam- eiginlegum tilgangi; því öll erum við leiðtogar og höfum aðbúnað sem styður við menninguna og endurspeglast í því hvernig við tölum saman.“ Ólafur Kári greinir frá því að mannauðsleiðtogar OR hafi sett af stað prógramm til að þjálfa fólk í nýrri færni og innleiða vaxandi hugarfar. „Við köllum prógrammið Vaxt- arsprota, eða „Growth agents“. Tilgangurinn er að fá fólk til að vinna saman þvert á samstæðu, ná auknum hraða í ákvarðanatöku, að við vinnum í takt við stefnu okkar og setjum viðskiptavininn og hans þarfir í fyrsta sæti.“ Valdir voru átta aðilar, fjórar konur og fjórir karlmenn, til að hefja vegferðina. „Vaxtarsprotarnir fóru í gegnum nokkurra mánaða þjálfun þar sem lögð var áhersla á að þjálfa þá upp í að leiða teymi, fá fólk til að vinna saman og tala saman á árangurs- ríkan hátt, leysa áskoranir hratt, segja sögur og vinna stefnumiðað. Hópurinn lærði einnig að nýta sér tæknina til að geta gert samstarf og vinnu auðveldari, hraðari og óháða staðsetningu,“ upplýsir Ólafur Kári. Vaxtarsprotarnir fóru fljótt að hafa áhrif á fólk í kringum sig, veita öðrum innblástur og hjálpa teymum að ná meiri árangri og skapa virði. „Hópurinn varð kyndilberi nýrra tíma og höfðu bein áhrif á menn- inguna okkar. Það skipti sköpum að hefja vegferðina á þennan hátt því það sem gerðist var að pró- grammið fór að vekja athygli, fólk fór að rétta upp hönd og óska eftir að vera með. Nú höfum við útskrifað einn vaxtarsprotahóp og tveir aðrir eru í þjálfun. Í haust verðum við búin að útskrifa hátt í fjörutíu aðila héðan og þaðan úr samstæðunni, og við munum halda þessari þjálfun áfram, enda er eftirspurnin mikil innan sam- stæðunnar,“ segir Ólafur Kári. Ein sterk liðsheild Samhliða þjálfun vaxtarsprota vinna mannauðsleiðtogar OR með stjórnendum og starfsfólki sem vinnur þvert á skipurit sam- stæðunnar í að efla samvinnu og eina liðsheild, eða „one team spirit“ (OTS). „Við höfum mælt árangur okkar á því sviði; það hvernig við mælum óáþreifanlegan þátt, eins og sam- vinnu, hvernig við vitum hvar við stöndum og hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ upplýsir Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi hjá OR. „Við veðjuðum á að setja fókus á tíu þætti og ef við stæðum okkur vel í þeim öllum ynnum við í takt við markmiðið um eina sterka liðsheild. Við höfum tvisvar mælt OTS-skorið og erum að sjá jákvæða þróun á því þó enn séu tækifæri til úrbóta.“ Forysta og þátttaka stjórnenda hefur verið mikilvæg í verkefninu því stjórnendur ganga fram með skýru fordæmi og leggja áherslu á að leiða og styðja við menningu sem verið er að innleiða. „Við erum staðföst í þeirri trú að því betur sem við vinnum sem ein sterk liðsheild, með rétt hugarfar, aga og lipur vinnubrögð, þá náum við að skapa meira virði fyrir sam- félagið og styrkja grunn okkar sem eftirsóknarverður vinnustaður. Til að menningarbreyting eigi sér stað þurfum við aðbúnað og starfsað- stæður sem styðja við breytinguna. Þar hefur tæknin komið sterk inn og við vinnum mikið í forritinu Mural sem er stafræn vinnustöð þar sem hópar vinna saman við að leysa verkefni og áskoranir,“ útskýrir Erna og bætir við að Mural geri fólki kleift að vinna saman þótt ekki séu allir í sama landshluta eða sama landinu. Þar með fá allir tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif. „Við þurfum að vera forvitin og óhrædd við að láta tæknina auð- velda okkur störfin. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þróast áfram með nýrri tækni. Það er krefjandi að breyta menningu eða þróast sem vinnustaður, erfitt að þróast nema hlustað sé á starfs- fólkið og neisti þess kveiktur til að komast á nýjan stað. Á bak við allt sem við gerum og ákvarðanir sem við tökum – er fólk. Fólkið okkar er dýrmætasta auðlindin og til að ná árangri þurfum við að hlúa að því og virkja,“ segir Erna. n Orkuveita Reykjavíkur er á Bæjar- hálsi 1. Sími 516 6100. Allar nánari upplýsingar á or.is Á bak við allt sem við gerum er fólk Ólafur Kári Júlíusson, Erna Sigurðardóttir og Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, mannauðsleiðtogar hjá OR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON fyrirtækja til þess að greina mann- auð sinn eigi eftir að ráða miklu um samkeppnisforskot þeirra. Mælingar sem tengjast ánægju í starfi og tryggð starfsfólks til fyrirtækisins, eru þekktari og hafa lengi verið notaðar af íslenskum fyrirtækjum. Við erum samt að sjá fyrirtæki nýta þessar greiningar á nýjan hátt, þannig eru til dæmis slíkar mælingar tengdar við mælingar á ráðningum, starfsmannaveltu og kynjasamsetningu deilda og þannig fæst dýpri skilningur á því hvernig þessir þættir vinna saman. Við myndum gjarnan vilja geta byggt framvirk líkön sem gefa til dæmis til kynna áhættuþætti sem geta birst í vinnustaðar- greiningum deilda nokkrum árum áður en til að mynda mikil- vægt starfsfólk hættir í þessum sömu deildum. Þannig væri hægt að bregðast við fyrr en í óefni er komið. Þetta eru örfá dæmi um hvernig íslensk fyrirtæki eru að mæla og nýta greiningar á fólkinu sínu til þess að taka betri ákvarðanir sem skila fyrirtækjum ánægðara starfsfólki, sem hefur rétta hæfni til þess að sinna þeim verkefnum sem eru mikilvægust fyrirtækj- unum á hverjum tíma fyrir sig. n Vaxtarsprotarnir fóru fljótt að hafa áhrif á fólk í kringum sig, veita öðrum innblástur og hjálpa teymum að ná meiri árangri og skapa virði. Ólafur Kári Júlíusson 30 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMÁl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.