Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 98

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 98
Námsefnið er hannað sérstaklega til þess að fólk geti farið gegnum það á eigin tíma, stað og hraða – og jafnvel á eigin vegum, óháð vinnustöðunum. Dæmi um námskeið Opna háskólans: • Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni • PMD stjórnendanám HR • Stjórnendamarkþjálfun í samvinnu Coach U • Fyrstu skrefin að jafnlaunavottun – STAFRÆNT • Mannauðshlutverk stjórnenda frá A-Ö – STAFRÆNT • Að leiða teymi – STAFRÆNT Kynntu þér fjölbreytt námsframboð Opna háskólans á opnihaskolinn.is Í Opna háskólanum í HR er úrval námskeiða sem gefa einstaklingum tækifæri til að auka samkeppnishæfni og árangur í starfi með því að bæta við færni sína og auka þekkingu. Ný tækifæri fyrir mannauðinn @opnihaskolinn Umtalsverð eftirspurn er í atvinnulífinu eftir fjöl- breyttari aðferðum en áður þekktust þegar kemur að fræðslu og þjálfun á vinnu- stöðum. Af því tilefni hefur Opni háskólinn í HR þróað sveigjanlegar, stafrænar fræðslulausnir sem er annars vegar ætlað að auka sérfræðikunnáttu og hins vegar að efla stjórnunar- og leiðtogafærni. Lausnirnar eru aðgengilegar gegnum fræðslukerfi ört stækkandi hóps viðskiptavina Opna háskólans í HR. „Rétt fyrir Covid vorum við farin að átta okkur á því að það væri nauðsynlegt fyrir fólk að hafa aðgang að góðu, stafrænu fræðslu- efni á íslensku, um þá færniþætti sem taldir eru nauðsynlegir fyrir íslenskt atvinnulíf. Stafrænu fræðsluefni er oftast ekki ætlað að koma í staðinn fyrir staðnám í okkar tilviki heldur er það viðbót, til dæmis til þess að undirbúa fólk betur til þátttöku í vinnustofum eða í hefðbundnu námi í kennslustofu. Námsefnið er hannað sér- staklega til þess að fólk geti farið gegnum það á eigin tíma, stað og hraða – og jafnvel á eigin vegum, óháð vinnustöðunum. Þetta tengist gríðarlegri eftirspurn eftir fjölbreyttari fræðsluaðferðum og kannski óhefðbundnum frá því sem við erum vön. Mikilvægt er að framleiða í þessu skyni gæðaefni sem er kennslufræðilega rétt uppbyggt og hentugt fyrir fræðslukerfi fyrirtækja. Í þessu verkefni hefur fólkið okkar náð miklum árangri á skömmum tíma,“ segir Kristinn Hjálmarsson, þróunarstjóri Opna háskólans í HR. Ögrandi verkefni Kristinn segir að þetta hafi í upp- hafi verið spennandi og ögrandi nýsköpunarverkefni. „Við höfum á skömmum tíma komið okkur upp víðtækri tækniþekkingu og frábær hópur sérfræðinga hefur komið verkefninu í háan gæðaflokk. Háskólaumhverfið er kjörið fyrir þróun og framleiðslu á fræðslu- efni þar sem við erum í náinni samvinnu við færustu sérfræðinga. Það er enn fremur lærdómsríkt að hafa hnökralaust aðgengi að fólki sem er að kenna alla daga og hefur jafnvel hlotið verðlaun fyrir kennsluaðferðir sínar.“ Mikilvæg mannauðsmál „Fræðsla og þjálfun eru mikilvæg mannauðsmál og til þess ætluð að auðvelda mannauðnum að verða sér úti um þekkingu. Störf eru að þróast gríðarlega hratt með aðsteðjandi tæknibyltingum og öðrum samfélagsbreytingum og nauðsynlegt fyrir fólk að geta hratt og örugglega tileinkað sér nýja þekkingu. Það er einfaldlega miklu fljótlegra að gera það þegar efnið er stafrænt, eins og raunin er í nýjustu fræðslukerfum vinnu- staða, heldur en að koma á staðinn og átta sig kannski á því að við- komandi vantar einhvern grunn eða að eitthvert tiltekið nám er of auðvelt,“ segir Helgi Héðinsson, forstöðumaður Opna háskólans í HR. Lausnir fyrir þriðja aðila „Opni háskólinn í HR nýtir eigin þekkingu og aðgengilega kunnáttu sérfræðinga Háskólans í Reykjavík til þess að búa til fræðslulausnir og svokallaðar „on-boarding“-lausnir fyrir þriðja aðila, sem eru þá ann- aðhvort hýstar í fræðslukerfi okkar eða í fræðslukerfum viðskiptavina. Við erum komin með fjölbreyttan hóp viðskiptavina á þessu sviði og má þar nefna Sveitarfélagaskólann fyrir Samband íslenskra sveitar- félaga, LS Retail Academy fyrir LS Retail á alþjóðavísu, Fjármálalæsi í samvinnu við Samtök fjármála- fyrirtækja og örnámskeið um stafræna hæfniþætti í samvinnu við Stafræna hæfniklasann,“ segir Helgi að lokum. ■ Stafrænar fræðslulausnir Kristinn Hjálmarsson, þróunarstjóri Opna háskólans í HR, og Helgi Héðinsson, forstöðumaður Opna háskólans í HR. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 34 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðSMál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.