Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 104

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 104
Vinnustaðamenn- ing hefur alltaf spilað stórt hlutverk í vali umsækjanda á fyrirtæki en í faraldr- inum má segja að sá þáttur hafi stækkað enn meira. Heimsfaraldurinn olli miklum breytingum á vinnumarkaðinum og um leið á ráðningarferli fyrir- tækja. Nú eru meiri mögu- leikar í boði þegar kemur að atvinnuviðtölum og ráðningum og starfsfólk hefur aðrar áherslur þegar það velur sér vinnustað. Flestir kannast ef laust við að hafa þurft að haga seglum eftir vindi og breyta starfsháttum sínum með tilkomu Covid-19 faraldursins. Í lengri eða skemmri tíma nýttu margir borðstofuna sem skrif- stofu eða héldu fundi samhliða því að aðstoða börnin sín með heimanámið. Heimur ráðninga er engin undantekning og þurftu fyrirtæki að aðlaga ráðningar sínar að þessum nýja veruleika til að halda í við samkeppnina sem ríkir á atvinnumarkaðinum. „Blessunarlega virðist faraldur- inn vera á undanhaldi en við sem störfum við ráðningar höfum nú tækifæri til að endurhugsa ráðningarferlið og huga að því hvaða lærdóm við getum dregið af þessum sérkennilega tíma,“ segir Vaka Ágústsdóttir, ráðninga- og þjálfunarstjóri LS Retail. Stórt stökk í tækninni „Tækniþekking landsmanna á fjarfundarbúnaði jókst mikið í faraldrinum. Þó að þessi rafrænu viðtöl hafi sína vankanta hafa þau klárlega líka ýmsa kosti sem hafa einfaldað ráðningarferlið til muna,“ segir Vaka. „Í stað þess að þurfa að boða umsækjendur á skrifstofuna, skiptir ekki máli hvar viðtölin fara fram og það er auðveldara að ræða við marga umsækjendur á stuttum tíma. Að mínu mati varð faraldurinn því til þess að stórt stökk var tekið fram á við í tækninni og það má búast við að fjarviðtöl verði áfram partur af ráðningarferlinu, sér í lagi á fyrsta stigi ferlisins,“ segir Vaka. Staðsetning skiptir minna máli „Eftir að stjórnendur og starfs- fólk aðlöguðust heimavinnu og gagnkvæmt traust á heimavinnu myndaðist, minnkaði um leið mikilvægi þess að starfsmaðurinn hefði viðveru á skrifstofunni,“ segir Vaka. „Þessi nýi veruleiki hefur gert það að verkum að f leiri tækifæri hafa opnast við að ráða starfsfólk, óháð staðsetningu.“ Aukinn sveigjanleiki í boði „Umsækjendur hafa líka í auknum mæli farið að óska eftir sveigjan- leika í starfi, sem felst í að geta unnið heima suma daga en á skrifstofunni aðra daga. Þessi sveigjanleiki er mikilvægur þegar kemur að þeirri jafnvægiskúnst að samræma vinnu og einkalíf,“ segir Vaka. „Sveigjanleikinn getur til dæmis þýtt að foreldrar eiga auðveldara með að taka á móti börnum sínum þegar þau koma heim úr skóla og að minni tími fer í ferðir til og frá vinnu, sem gefur meiri tíma fyrir samveru með fjöl- skyldu eða tómstundir. Þó að þetta jafnvægi hafi alltaf verið stór þáttur hjá umsækjend- um hefur hann færst enn ofar á lista yfir þá þætti sem umsækj- endum þykja eftirsóknarverðir,“ útskýrir Vaka. Vinnustaðamenning aldrei mikilvægari „Vinnustaðurinn á ekki bara að vera vinnan heldur einnig sam- félagið sem myndast á vinnustaðn- um. Í faraldrinum söknuðu margir vinnufélaganna og skemmtilegra samræðna við kaffivélina,“ segir Vaka. „Vinnustaðamenning hefur alltaf spilað stórt hlutverk í vali umsækjenda á fyrirtæki en í faraldrinum má segja að sá þáttur hafi stækkað enn meira, enda er mikilvægt fyrir bæði fyrirtækið og starfsfólkið að starfsfólki líði eins og það sé hluti af hóp.“ Lærðum margt af faraldrinum „Faraldurinn kenndi okkur margt nýtt og samantekt mín á breyting- unum á ráðningunum gæti verið töluvert lengri. Það sem hefur þó alltaf verið mitt leiðarljós í ráðningum er umfram allt að bera virðingu fyrir hverri umsókn og þeirri vinnu sem umsækjendur hafa lagt í hana,“ segir Vaka. „Með þeim hætti fá umsækjendur góða upplifun af fyrirtækinu og hvernig það væri að verða hluti af sam- félagi þess.“ ■ Nýjar áherslur í ráðningum í kjölfar faraldurs  Vaka Ágústsdóttir, ráðninga- og þjálfunarstjóri LS Retail, segir að faraldurinn hafi breytt mörgu í ráðningarferlinu. MYND/AÐSEND Framúrskarandi þjónusta Framúrskarandi ráðningar 40 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURmaNNauðsmál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.