Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 105

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 105
Því tókum við ákvörðun um að leggja aukna áherslu á mannauðsmálin og stefnumörkun í mann- auðsmálum með þá framtíðarsýn að vera eftirsóttur vinnustaður sem gefur starfsfólki tækifæri til að vaxa og þróast í starfi. Linda B. Stefánsdóttir Fjölbreytileikinn getur skapað ólík sjónarhorn sem gerir okkur hæfari til að skilja viðskiptavini okkar. Við leitumst við að horfa til fjölbreyttrar þekkingar, reynslu og hæfni við ráðningu á starfsfólki. Linda B. Stefánsdóttir Virði dk er að mestum hluta falið í samheldnum hópi af vel menntuðu fólki. Starfsmannavelta er lág og vinnuandinn er mjög góður. dk hefur þá framtíðarsýn að vera eftirsóttur vinnustaður sem gefur starfsfólki tæki- færi til að vaxa og þróast í starfi. dk hefur verið leiðandi fyrirtæki síðustu 20 árin á sviði viðskipta- kerfa fyrir stór og smá fyrirtæki. Hjá dk starfa um 63 starfsmenn og er skipuritið frekar flatt þannig að fólk vinnur náið saman og oft þvert á deildir. Í lok árs 2020 var fyrir- tækið keypt af hollenska fyrirtæk- inu Total Specific Solutions. Þessar eigendabreytingar, ásamt ástand- inu sem Covid skapaði, hefur gert það að verkum að áherslur hvað varðar mannauð og ferla hafa breyst töluvert, segir Linda B. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri dk. „Virði dk er að mestum hluta falið í samheldnum hópi af vel menntuðu fólki, starfsmannavelta er almennt lág og vinnuandinn er mjög góður. Starfsfólk hefur hingað til litið á sig sem hluta af stórri fjölskyldu og þannig viljum við hafa það áfram en með stækkandi fyrirtæki þarf oft að gera hlutina öðruvísi til að halda í eða að ná fram þeirri menn- ingu sem framtíðarsýnin byggir á svo starfsfólki líði vel, en vellíðan starfsmanna er jú lykillinn að far- sæld fyrirtækja.“ Aukin áhersla á mannauðsmálin Linda segir miklar breytingar í gangi hjá fyrirtækinu. Starfs- fólkið sé hjartað í fyrirtækinu og lykillinn að árangri dk. „Því tókum við ákvörðun um að leggja aukna áherslu á mannauðsmálin og stefnumörkun í mannauðsmálum með þá framtíðarsýn að vera eftirsóttur vinnustaður sem gefur starfsfólki tækifæri til að vaxa og þróast í starfi. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta eru stór orð og til þess að geta staðið við þau höfum við virkilega þurft að rýna okkur á gagnrýnin hátt. Megin áherslur okkar í stefnumörkuninni eru: ■ Vellíðan og hamingja. Hér er áhersla okkar á umboð starfs- manna til athafna, hlusta, sýna áhuga og stuðning við starfs- menn. ■ Fagmennska og þekking þar sem við leggjum áherslu á fræðslu og starfsþróun. ■ Liðsheild og árangur. Við setjum okkur skýr markmið og leggjum okkur fram um að vinna sam- eiginlega að þeim. ■ Jafnrétti og fjölbreytileiki. Hver einstaklingur er einstakur og við eigum öll að hafa sömu tækifæri óháð því hvaðan við komum og fyrir hvað við stöndum. ■ Fjölbreytileikinn er mikilvægur og gefur okkur svigrúm til víð- sýni og vaxtar. Hún segir margt gott hafa komið út úr stefnumótun þeirra í mann- auðsmálum. „Í dag erum við á þeirri vegferð að innleiða aðgerðir sem við teljum að geri góðan og skemmtilegan vinnustað enn eftir- sóttari.“ Fjölbreytileiki að leiðarljósi dk er eitt af þeim fyrirtækjum sem geta státað sig af einu hæsta hlutfalli kvenna hjá fyrirtækjum í upplýsingatækni sem og fjölda kvenna í stjórnunarstörfum innan fyrirtækisins. „Í dag er hlutfall kvenna rúm 40%, þar af eru sex af ellefu stjórnendum í fyrirtækinu konur,“ segir Linda sem brennur fyrir því að fá fleiri konur í upp- lýsingatæknigeirann en hún leiðir Vertonet, samtök kvenna í upp- lýsingatækni. Undanfarið hefur dk unnið að jafnréttisstefnu fyrirtækisins þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika sem snýr að fleiru en jafnri stöðu kynja. „Fjölbreytileikinn getur skapað ólík sjónarhorn sem gerir okkur hæfari til að skilja viðskipta- vini okkar. Við leitumst við að horfa til fjölbreyttrar þekkingar, reynslu og hæfni við ráðningu á starfsfólki. Þannig geta einstakl- ingar miðlað ólíkri þekkingu og reynslu og við lært hvert af öðru.“ Jafnlaunavottun á dagskrá dk er að afla sér jafnlaunavottunar og hefur í tengslum við það þróað kerfi sem er hluti af launakerfi sem fyrirtækið býður viðskipta- vinum sínum upp á, að sögn Lindu. „Þetta kerfi gerir fyrirtækjum kleift að framkvæma launagreiningar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru um jafnlaunavottun.“ Kerfið byggir á opinberum leið- beiningum um hvernig best sé að framkvæma launagreiningu í samræmi við staðalinn. „Þetta kerfi getur einfaldað vinnu við jafnlaunavottun umtalsvert og takmarkað þannig tímann sem annars fer í þessa vinnu sem að öllu jöfnu er mjög tímafrek en tíminn er jú okkur öllum dýrmætur. Það var mjög ánægjulegt að sjá að í launa- greiningunni sem framkvæmd var í byrjun á vinnunni við jafnlauna- vottun var óútskýrður launamunur mjög lítill.“ Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Viðskiptavinir dk eru um sjö þús- und talsins og segir Linda mikil- vægt að sýna þeim gott fordæmi og ábyrgð þegar kemur að sjálfbærni í eigin rekstri. „Aðgerðir okkar miða einnig að því að hjálpa viðskipta- vinum okkar að stíga skref í átt að sjálfbærni með aukinni sjálfvirkni og tækniþróun á viðskiptalausnum okkar.“ Í lok síðasta árs ákvað dk að fara í samstarf við Markaðsstofu Kópa- vogs um að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Við töldum rétt að vera partur af samstarfi við fleiri aðila sem stefna að sama marki. Það gæti hjálpað okkur að ná árangri á skemmri tíma því eins og kannski flestir þekkja þá getur góð samvinna veitt ríkan stuðning. Það er svo auðvelt að týna sér í þeim verkefnum sem eru aðkall- andi í amstri dagsins og gleyma þeim sem eru líka mikilvæg en munu þó að lokum gefa okkur tækifæri til að skara fram úr.“ Linda segir stjórnendur dk hafa ákveðið að vera skynsamir og byrja smátt. „Því völdum við fimm markmið til að byrja með sem hafa góðan samhljóm við þá stefnu sem við höfum verið að vinna að. Mark- miðin sem við völdum eru Heilsa og vellíðan, Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Góð atvinna og hagvöxtur og Nýsköpun og upp- bygging. Við erum komin prýðilega af stað en fyrir liggur mikil vinna sem krefur okkur um hugmynda- auðgi og framsýna hugsun,“ segir Linda að lokum. ■ Hjartað í fyrirtækinu og lykillinn að árangri Dagbjartur Pálsson er framkvæmdastjóri dk og Linda B. Stefánsdóttir er mannauðsstjóri en hún leiðir þær miklu breytingar í mannauðsmálum sem eru í gangi hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kynningarblað 41LAUGARDAGUR 21. maí 2022 MannauðsMál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.