Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 106

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 106
Öflugt teymi vinnur hjá Samkaupum sem reka fjórar verslunarkeðjur á landinu: Nettó, Iceland, Kjörbúðina og Krambúðina. Fyrirtækið er með framsækna mennta- stefnu og leggur mikla áherslu á að styðja starfsfólk sitt áfram til frekari starfs- þróunar. Samkaup hlutu Mennta sprota atvinnulífsins árið 2020 og Menntaverðlaun atvinnulífsins fyrr á þessu ári. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á jafnrétti í víðu samhengi og vellíðan fólks í vinnu og hlaut fyrirtækið Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2021. „Það er enginn eyland í þessum heimi og að baki hverjum og einum er auðvitað öflugt teymi og hjá Samkaupum er gríðarlega öflugt mannauðsteymi sem byggir á mis- munandi styrkleikum, en í grunn- inn er fyrirtækinu mjög umhugað um starfsfólkið,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa. „Í gegnum allt sem við gerum skín í gegn þessi kærleiki gagnvart fólki. Og þegar teymið byggir á því þá verður allt annað betra. Það er línan sem við höfum haldið. Við erum með mjög sterka mannauðsstefnu sem byggir á ákveðnum grunngildum og fjórum stórum stoðum í okkar grunnstefnu, sem skipta okkur miklu máli. Og við horfum til þessara stefnustoða í öllu því sem við gerum: Það er í fyrsta lagi öflug framlína, í öðru lagi að það sé skýr og skilvirk stefna á öllum sviðum, í þriðja lagi að það sé skilvirkt og skýrt upplýsingaflæði og góð samskipti innan fyrirtækisins og svo í fjórða lagi að það séu skýrar ákvarðanir teknar með velferð fólksins okkar í huga sem við segjum að sé öflugasta framlína landsins. Og öflugasta fólk lands- ins. Við sem erum í mannauðsmál- um erum í raun og veru í algjörri stoðþjónustu við þetta: Svið okkar vinnur fyrir verslanirnar en Sam- kaup starfrækja 65 verslanir úti um allt land og það er okkar að styðja við allt þetta fjölbreytta fólk sem er þar til staðar, sem er hátt í 1.500 manns. Það er virkilega gaman að vinna í þessum málum og með svo öflugu teymi.“ Nám með vinnu Samkaup eru með skýra mennta- stefnu sem snýr að því að mæta bæði störfum nútíðarinnar og störfum framtíðarinnar. „Við settum upp heildræna mennta- stefnu sem miðar að því að geta mætt hverjum einstaklingi þar sem hver og einn fær tækifæri til að mennta sig samhliða vinnu í takti við hið formlega menntakerfi. Fólk getur farið í raunfærnimat og Leiðandi í mennta- og fræðslumálum Mannauðsteymi Samkaupa: frá vinstri til hægri - Guðni Erlends- son, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, Sandra Björk Bjarkadóttir, Sædís Krist- jánsdóttir, Ólöf Ragna Guðna- dóttir. mynd/aðsend fengið það sem það lærir á vinnu- staðnum metið til framhalds- skólaeininga. Bæði það sem það lærir á vinnustaðnum sjálfum og í gegnum rafrænan fræðsluvett- vang Samkaupa. Þá getur það farið í fagnám í verslun og þjónustu við Verzlunarskóla Íslands og fengið fagbréf í verslun og þjónustu, sem vegur vonandi þungt í kjarasamn- ingum verslunarfólks af því að það gerir viðkomandi að mennt- uðum einstaklingi í þjónustu, framlínu og verslunarfræðum. Fólk getur svo bætt við sig námi; klárað stúdentspróf, farið áfram í diplóma nám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun og tekið BS-nám í viðskiptafræði. Þá er hægt að bæta við sig leiðtogafræðum Sam- kaupa í samstarfi við Háskólann á Bifröst en Samkaup eru eina fyrir- tækið á Íslandi sem starfrækir leið- toganám á háskólastigi. Allt þetta myndar heildræna menntastefnu og heildræna nálgun á að starfs- fólk Samkaupa geti vaxið innan frá; allt frá framhaldsskóla og upp í háskóla og svo styrkjum við fólk reyndar áfram líka í meistaranám. Þannig að starfsfólk fær bæði sveigjanleika í vinnunni, það fær skólagjöldin greidd og með fram þessu blómstrar fólk í sinni starfs- þróun innan fyrirtækisins.“ Af um 1.500 starfsmönnum Samkaupa eru um 100 í námi á vegum fyrirtækisins og segir Gunnur að það fólk sé á öllum aldri eða á bilinu 20 til 65 ára. Frá því að þessu var komið á hefur starfs- mannavelta minnkað. „Ég held að það komi skýrt í ljós og sanni að í gegnum þau verðlaun sem við höfum unnið, bæði þegar við unnum Menntasprotann árið 2020 fyrir nýsköpun í menntun í atvinnulífinu og svo núna 2022 sem menntafyrirtæki ársins, að það er enginn að gera þetta eins vel og við; Samkaup eru það fyrir- tæki sem er leiðandi í mennta- og fræðslumálum. Við erum einu skrefi á undan af því að við vitum að störfin eru að breytast, samfélag okkar er að breytast og þarfir við- skiptavinanna eru að breytast og við erum skrefi á undan að mæta því; að þróa fólkið okkar innan frá og gefa því aukin tækifæri. Sam- keppnin um starfsfólk á innan- landsmarkaði mun aukast og við ætlum að halda áfram að vera í forskoti á grundvelli mannauðs og fyrirtækjamenningar. Við erum með forskot og virkilega hæfileika- ríkt fólk á bak við okkur.“ Jafnrétti fyrir alla Samkaup fóru í haust af stað með átak sem kallast „jafnrétti fyrir alla – Samkaup alla leið“. „Við fórum í samstarf við Samtökin ‘78, Þroskahjálp og Mirru, fræðslu- og rannsóknarsetur um málefni erlendra starfsmanna, í þá vegferð að opna umræðuna og lyfta betur upp fjölbreytileikanum. Í sam- félaginu okkar býr fjölbreyttur hópur af fólki og við eigum að lyfta því hærra. Við eigum að vera mjög meðvituð um að við erum ekki öll eins og hvað við ætlum að gera sem fyrirtæki til að stíga dansinn þar. Það á ekki að gera ráð fyrir að allir passi í sama kassann. Við erum með fræðslu, þá sérstaklega til stjórnenda, um fjölbreytileikann, um mismunandi þjóðerni, mis- munandi menningarheima og um það að vera með starfsfólk í vinnu sem er með skerta starfsgetu. Allt þetta skiptir máli fyrir samfélagið okkar. Þannig að við byrjuðum með fræðsluvettvang til að fræða stjórnendur og starfsfólk um fjöl- Í samfélag- inu okkar býr fjöl- breyttur hópur af fólki og við eigum að lyfta því hærra. Við eigum að vera mjög meðvituð um að við erum ekki öll eins. Gunnur Líf Gunnarsdóttir 42 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURmannauðsmáL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.