Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 108

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 108
SAGA Competence sérhæfir sig í heildstæðri árangurs- stjórnun fyrirtækja og ein- staklinga. Eigandi og þjálfari SÖGU Competence er Sigríður Indriðadóttir. Hún er menntuð í mannauðs- stjórnun og býr yfir margra ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Sigríður hefur starfað sem for- stöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslands- pósti. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Hún hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunarverkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreyti- legu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi. Sigríður vinnur markvisst með árangursstjórnun sem felur í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks. Áhersla er lögð á hnitmiðaða þjálfun sem miðar að því að tryggja rétta hegðun á vinnustað í samræmi við þarfir skipulagsheildarinnar hverju sinni, stefnu og framtíðarsýn og stuðla þannig að varanlegum árangri. Sigríður hefur einnig sérhæft sig í því að þjálfa fólk í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum. Annar vart eftirspurn „Ég er fædd og uppalin á Akranesi og sleit þar barnsskónum – en ekki takkaskóm þó. Ég ólst upp við að spila á píanó og skrifa alls konar sögur, svo það er vel við hæfi að fyrirtækið mitt í dag heiti SAGA Competence þar sem ég vinn við að styðja við fyrirtæki og einstakl- inga í að skrifa sínar eigin sögur, hvort sem það er frá upphafi eða byrjað á nýjum kafla.“ Sigríður stofnaði SAGA Compe- tence fyrir tæpu ári og óhætt er að segja að síðan þá hefur verið mjög mikið að gera og annar hún vart eftirspurn. „Ég hef verið mjög heppin frá því ég startaði rekstrinum síðasta sumar og í hverri viku hafa sam- band við mig dásamlegir við- skiptavinir sem óska eftir ráðgjöf, þjálfun eða námskeiðum. Á þessu fyrsta starfsári SAGA Competence hef ég unnið með á sjötta tug fyrir- tækja og stofnana sem eru hvert öðru flottara. Og eiga það sameig- inlegt að hafa öfluga og hugrakka stjórnendur sem leitast stöðugt við að gera gott betra. Ég starfaði sem framkvæmda- stjóri mannauðsmála í þremur ólíkum fyrirtækjum um margra ára skeið og í gegnum störf mín hef ég séð hvað atvinnulífið er í mikilli þörf fyrir fyrirtæki eins og SAGA Competence.“ Dýrmætasta auðlindin Sigríður segist brenna fyrir öflugri liðsheild ánægðra starfsmanna og hvetjandi vinnustaðarmenningu. „Málið er að starfsfólk sem líður vel í vinnunni sinni og upplifir traust og sálfræðilegt öryggi er svo margfalt ánægðara og hamingju- samara og skilar miklu betra starfi út í samfélagið en fólk sem líður ekki vel. Ánægt starfsfólk skapar einfaldlega meiri verðmæti og býr til meiri árangur og það er því til svo mikils að vinna að byggja upp öfluga liðsheild og góða vinnu- staðarmenningu.“ Að sögn Sigríðar er mann- auðurinn dýrmætasta auðlind fyrirtækja. „Það sem ég áttaði mig hins vegar fljótlega á þegar ég fór að starfa við mannauðsmál fyrir fimmtán árum er að það eru alls konar hindranir inni í fyrirtækjum sem geta stuðlað að því að traustið minnkar eða jafnvel hverfur og fólk upplifir vanlíðan, streitu og óánægju sem augljóst er að verður aldrei til góðs. Ein af þessum hindrunum felst í meðvirkni- mynstrum sem hafa skapast inni á vinnustöðunum, þar sem frammi- stöðuvandi eða hegðunarvandi, sem ekki er tekið á jafnvel svo árum skiptir, fer að hafa neikvæð áhrif á líðan fólks, vinnustaðar- menninguna og heildarárangur fyrirtækisins. Því miður er það oft þannig að stjórnendur upplifa að þeir hafi ekki verkfæri til að taka á slíku og mitt starf felst mikið til í að styðja við stjórnendur í að stíga inn í meðvirkar aðstæður og efla þá í að setja heilbrigð mörk og tækla málin á árangursríkan hátt. Slík vinna tekur tíma og krefst bæði hugrekkis og þrautseigju og ég hef séð stórkostlegar breytingar hjá stjórnendum sem eru tilbúnir að axla ábyrgð og vinna stöðugt í því að styrkja sig og efla til að tækla hvaða aðstæður sem er, byggja upp traust og vellíðan hjá fólkinu sínu. Ég vinn mikið með fram- kvæmdastjórnum og forstjórum, sem vilja auka meðvitund bæði sjálfra sín og annarra starfsmanna um mikilvægi hvers og eins. Það skiptir mjög miklu máli að framkvæmdastjórn sé um borð þegar stór þjálfunar- eða menn- ingartengd verkefni fara af stað í fyrirtækjum, því eftir höfðinu dansa limirnir og svo hríslast það út í gegnum allt fyrirtækið.“ Sigríður vinnur þannig mjög mikið með hegðun og frammi- stöðu og stöðuga þróun á starfs- hæfni. Þaðan kemur Competence heitið í nafni fyrirtækisins. „Ég lærði mannauðsstjórnun í háskól- anum í Lundi í Svíþjóð og vann mastersritgerðina mína hjá Sím- anum. Mig langaði mjög að rann- saka hvað árangursríkir starfs- menn gera til að efla færni sína í starfi og ritgerðin mín heitir: „How successful employees at Corporate Market in Síminn develop their competence at work“. Vinnan við ritgerðina hefur nýst mér mjög vel í störfum mínum sem forstöðumaður mannauðsmála í gegnum árin, og það má segja að starf mitt hjá SAGA Competence byggist að stórum hluta á niður- stöðum þeirrar rannsóknar.“ Lykill að samkeppnishæfni Að sögn Sigríðar byggir samkeppn- ishæfni fyrirtækja sífellt meira á færni starfsfólks og þess vegna skiptir framlag þess stöðugt meira máli, og þar með þær aðferðir sem árangursríkt starfsfólk notar til að efla hæfni sína og þróa sig í starfi. „Ég kom auga á hátt í þriðja tug aðferða sem nýtast vel í þessu sam- hengi og kynni þær og verkfæri þeim tengd fyrir bæði starfsfólki og stjórnendum í gegnum SÖGU Competence. Það eru forréttindi að hafa fundið efni sem ég brann svona fyrir að skrifa um og hefur nýst mér jafn vel og raun ber vitni, en ég varði ritgerðina mína árið 2007.“ SAGA Competence býður upp á klæðskerasniðna þjónustu í sam- ræmi við þarfir hvers viðskiptavin- ar hverju sinni. Slík þjónusta getur falið í sér greiningarvinnu, nám- skeiðahald, vinnustofur, starfs- daga, stjórnendamarkþjálfun, 360° mat og eftirfylgni. Eins býður SAGA Competence upp á ýmiss konar rafrænt fræðsluefni fyrir starfsfólk sem fyrirtæki geta keypt fyrir sína fræðsluvefi, ásamt því sem hluti af fræðsluefninu er til á hlaðvarpsformi þar sem starfsfólk getur hlustað á fræðslu samhliða störfum sínum hjá fyrirtækinu. „Ég hef séð aukna þörf hjá fyrir- tækjum fyrir rafrænt fræðslu- og þjálfunarefni í kjölfarið á Covid. Auðvitað þarf það að vera í bland að fólk geti komið saman og hist á námskeiðum, en gott getur verið að hafa rafræna fræðslu líka, bæði fyrir nýtt starfsfólk og eins sem eftirfylgni í kjölfar námskeiða eða vinnustofa. Einnig hentar það mjög vel fyrirtækjum sem eru með starfsemi úti um allt land, því það sparar dýrmætan tíma fólks við að koma sér á milli staða, sem og fjár- magn sem annars færi í ferðalög og uppihald.“ Sigríður hefur líka unnið mikið með sveitarfélögum að ýmsum verkefnum, meðal annars við mannauðsráðgjöf í aðdraganda sameiningar sveitarfélaga þar sem að mörgu er að hyggja. „Ég þekki starfsemi sveitarfélaga út og inn sem nýtist mér vel í þeirri vinnu. Ég er ótrúlega hamingjusöm með starfið mitt og það eru for- réttindi að fá að starfa við það alla daga að byggja upp enn betri vinnustaði þar sem fólki líður vel. Þeir stjórnendur sem ég vinn með hafa fyrir löngu áttað sig á mikil- vægi þess að starfsfólki líði vel og finni tilgang sinn í starfi, því það skilar sér ekki bara í betri árangri fyrirtækisins, heldur skilar það sér líka inn á heimili landsins í betri líðan og meiri hamingju. Það er því sannarlega samfélagslega ábyrgt af stjórnendum fyrirtækja að leggja áherslu á vellíðan starfsfólks,“ segir Sigríður Indriðadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri SAGA Compe- tence. n Vefsíða SAGA Competence er: www.sagac.is Heildstæð árangursstjórnun með SAGA Competence Sigríður Indriðadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri SAGA Competence. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ánægt starfsfólk skapar einfaldlega meiri verðmæti og býr til meiri árangur og það er því til svo mikils að vinna að byggja upp öfluga liðsheild og góða vinnustaðarmenningu. Sigríður Indriðadóttir Þeir stjórnendur sem ég vinn með hafa fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þess að starfsfólki líði vel og finni tilgang sinn í starfi, því það skilar sér ekki bara í betri árangri fyrirtækisins, heldur skilar það sér líka inn á heimili landsins í betri líðan og meiri hamingju. Sigríður Indriðadóttir 44 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMAnnAuðSMál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.