Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 121

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 121
Íslendingar hafa aug- ljóslega mikinn áhuga á danskri hönnun því ef við tökum mið af höfðatölu seljast VIPP-vörurnar einna best hér. Kasper Egelund Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 1því ég hafði lært það. Tunnan setti okkur af stað og við bættum svo við vörum og skref fyrir skref óx fyrir- tækið að því sem það er í dag.“ Sannkallað fjölskyldufyrirtæki Í dag er VIPP sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki en auk Kaspers starfa fyrir það eiginkona hans, móðir, systir og mágur og eru aðrir starfsmenn 54 talsins. „Ég hef unnið með þeim í 20 ár og því myndi ég segja að það gengi vel,“ segir Kasper, aðspurður um hið nána fjölskyldusamstarf. „Margir sem hafa spurt mig að þessu segjast vissir um að þeir gætu þetta ekki í þrjá daga,“ segir hann í léttum tón. „En þú þarft að vera góður í þessu. Þú þarft að vera raun- sær, finna þína hæfileika og einbeita þér að þeim. Þannig berum við virð- ingu fyrir því hvað hin eru að gera.“ Fyrir sjö árum síðan var tekin ákvörðun um að herja á Bandaríkja- markað og hefur systirin séð um þann hluta. „Hún býr ásamt eigin- manni sínum á Manhattan og bjóða þau mögulegum viðskiptavinum að panta tíma og koma heim til þeirra. Þannig getur fólk skoðað til að mynda eldhúsið á alvöru heimili,“ segir Kasper en Bandaríkin eru nú orðin stærsti markaður VIPP. „Mamma, sem er orðin 72 ára, vinnur enn í fyrirtækinu alla daga og heldur á ákveðinn hátt utan um starfsemina. Það er líka mikilvægt að nýir starfsmenn fái þannig að heyra söguna alla beint frá henni.“ Óvart í hótelrekstur Kasper er stórhuga og frá framleiðslu ruslatunnu er hann óvart kominn í hótelrekstur en það er áhugaverð saga á bak við VIPP-hótelin, sem eru algjörlega einstök. „Fyrir um átta árum varð „The shelter“ til. Mig langaði að hanna hús sem hægt væri að framleiða í verksmiðju og selja um allan heim. Húsið og hugmyndin fékk gríðarlega athygli – en enginn keypti það,“ segir hann með áherslu. „Málið er að þetta er svo ósveigj- anlegt og fólk vill fá að breyta aðeins, bæta við herbergi eða öðru og það er ekki hægt. Svo var flutningskostn- aðurinn líka mikill. Markaðslega var þetta frábært en enginn keypti húsið – nema einn bandarískur milljarða- mæringur. Hann pantaði húsið bara eins og hann myndi panta galla- buxur á netinu og ég veit ekki einu sinni hvort hann setti það saman,“ segir Kasper um misheppnuðu hug- myndina sem svo varð kveikjan að einhverju algjörlega nýju. „Húsið fékk þó mikla athygli, fólk vildi fá að búa þar, gista þar, verja hveitibrauðsdögunum þar og svo framvegis. En ég sagði alltaf nei enda að reyna að trekkja að kaup- endur.“ Langar að hönnun sé upplifun Eftir þó nokkurn tíma ákvað hann svo að hugsa þetta upp á nýtt og breyta húsinu einfaldlega í hótel. „Allt frá því við opnuðum hefur verið uppbókað. Þetta varð á end- anum góður bissness og þar getur fólk einnig prófað allar vörurnar okkar.“ Í dag eru VIPP-hótelin orðin nokkur, The Shelter stendur við vatn utan við Kristianstad í Sví- þjóð en eins hafa hönnuðir VIPP innréttað risíbúð í Kaupmanna- höfn, gamlan bóndabæ í Suður- Danmörku og einstaka húsnæði við Lysefjord í Noregi, svo eitthvað sé nefnt. „Mig langar að gera meira af þessu,“ segir Kasper spenntur. „Ekki í borgum, þar er nóg af hót- elum, heldur á einstökum stöðum,“ segir hann. „Mig langar að hönnunin sé upp- lifun, þú getur sest í sófa í búð en hvað með að prófa hann í alvöru samhengi? Þetta er nýtt í þessum geira en við erum að fara af stað með slík verkefni í Tasmaníu, Spáni, Ítalíu, Andorra og vonandi Íslandi.“ En hugmyndin á bak við VIPP nær enn aftur til ruslatunnunnar vinsælu og eru Kasper og félagar alltaf trúir upprunanum. „Mýkt- ina í línum tunnunnar má sjá í allri okkar hönnun og við viljum fram- leiða vörur sem eiga sér langan líf- tíma, vörur sem endast.“ nVIPP-hillurnar eru eins og annað frá merkinu, einfaldar og klassískar. Helgin 41LAUGARDAGUR 21. maí 2022 Fréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.