Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 122
Formaður Norræna félagsins segir mikilvægara en nokk­ urn tíma að efla samstarf og vináttu á milli Norðurlanda. Fólk taki norrænu samstarfi sem gefnum hlut og hafi það leitt til hnignunar. Nor r æna félag ið á Íslandi fagnar hund­ rað ára starfsafmæli sínu í ár. Hrannar Björn Arnarsson, sem tók við sem formaður félagsins 2019, segist lengi hafa haft brenn­ andi áhuga á norrænu samstarfi. „Ég hef alltaf litið á Norðurlöndin sem minn heimavöll, auðvitað Ísland fyrst og fremst. Foreldrar mínir voru í Danmörku og Norður­ löndin hafa alltaf verið heima, ekk­ ert síður heldur en Ísland.“ Í gegnum ferilinn hefur Hrannar kynnst fjölmörgum hliðum nor­ ræns samstarf. Hann hefur verið virkur meðlimur í Norræna félag­ inu frá unga aldri og kynntist nor­ rænu samstarfi vel í gegnum starf sitt fyrir Norðurlandaráð og sem aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðar­ dóttur, félagsmálaráðherra og síðar forsætisráðherra. „Við mörg hver tökum þessu eins og sjálfgefnum hlut. Við vitum að þetta er gott en vitum kannski ekki af hverju þetta er gott og af hverju þetta er mikilvægt. Eftir að hafa starfað í þessum bransa og séð hann frá svo mörgum vinklum þá er ég sannfærður um að þetta er það sem hefur f leytt okkur þangað sem við erum, í hópi bestu samfélaga heims,“ segir Hrannar. Hnignað á síðustu áratugum Þótt margt hafi áunnist í gegnum norrænt samstarf segir Hrannar enn mikla þörf á að minna á mikil­ vægi þess. „Vegna þess hversu sjálfgefið og óumdeilt þetta er þá hefur þessu beinlínis hnignað. Það eru fáir að berjast fyrir þessu og fylgjast með því hvernig þessu hefur hnignað á síðustu árum. Á síðustu þremur áratugum eftir að enskan var færð fram fyrir dönskuna í skólum hefur skandinavísku okkar hnignað mjög.“ Að sögn Hrannars er þó helsta ástæða hnignunarinnar sú að fólk á það til að taka norrænu samstarfi sem gefnu. „Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa komist upp með að setja ekki aukna fjármuni í norrænt samstarf. Á sama tíma og ríkin hafa þanist út og umfang þeirra vaxið gríðarlega, ekki síst vegna norræns samstarfs, hafa fjárveitingar til norrænna verkefna staðið í stað og jafnvel dregist saman. Núna er í rauninni umfang norræns samstarfs bara helmingur á við það sem var fyrir þrjátíu árum, miðað við þjóðar­ framleiðslu.“ Leita í alþjóðlegar stofnanir Hrannar segir hnignun norræns samstarfs hafa komið bersýnilega í ljós í þeim krísum sem Evrópa og gjörvallur heimurinn hefur gengið í gegnum á undanförnum á r u m; f lót t a ma n nava nd a n n, kórónaveiru faraldurinn og nú síð­ ast stríðið í Úkraínu. „Í staðinn fyrir að leita í norrænt samstarf í þessum málum hlaupa menn inn í stóru alþjóðlegu stofn­ anirnar eins og NATO og Evrópu­ sambandið sem hafa tól og tæki til að takast á við svona. En þetta eru hins vegar verkfæri sem norrænu löndin hafa svikist um að byggja upp á undanförnum árum og þess vegna hefur fókusinn færst inn í hinar stofnanirnar,“ segir hann. Norrænt samstarf fái ríkisvald Spurður um hvað gera þyrfti til að takast á við hnignun norræns sam­ Norðurlöndin hafa alltaf verið heima Hrannar ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi for- sætisráðherra, og Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi fjár- málaráðherra, á þingi Norður- landaráðs í Svíþjóð. Mynd/Aðsend Pallborð um norrænt sam- starf á Fundi fólksins 2021. Frá vinstri: Hrannar, Oddný G. Harðardóttir, Eiríkur Berg- mann, Aldís Mjöll Geirs- dóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Pia Hansson. Mynd/Aðsend Hrannar Björn segist hafa haft brennandi áhuga á norrænu samstarfi allt frá unga aldri. FréttAblAðið/sigtryggur Ari starfs og hefja það aftur til vegs og virðingar segir Hrannar: „Við þyrftum í fyrsta lagi að stórauka framlög okkar á ný til norrænna verkefna. Ég held að við ættum að gera það með því að byggja upp sameiginlegar nor­ rænar stofnanir sem gætu tekið á málum á norrænum basis í staðinn fyrir að vera bara sam­ ráðsvettvangur. Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að nor­ rænt samstarf fái ríkisvald, svipað og Evrópusambandið eða NATO hefur.“ Samnorrænn ríkisborgararéttur Að sögn Hrannars gæti fyrsta skrefið í átt að auknu norrænu samstarfi verið að byggja upp sam­ eiginlegan vettvang eða stofnun með framkvæmdavald sem tekið gæti á alþjóðlegum krísum á borð við loftslagsvandann eða næsta heimsfaraldur. „Ég held að það sé líka kominn tími til þess að við hugleiðum hvort við eigum ekki stíga það skref til fulls sem hefur verið stigið með sameiginlegum vinnumarkaði og reglum um sameiginleg réttindi á milli landa og búa til sameigin­ legan norrænan ríkisborgararétt. Þannig að við séum í rauninni ríkisborgarar í okkar eigin ríkjum hvar sem við kjósum að búa á Norðurlöndunum,“ segir hann. Ljóst er að um róttæka hugmynd er að ræða en Hrannar segir hana þó engu að síður framkvæmanlega. „Noregur var síðasta landið sem heimilaði tvöfaldan ríkisborgara­ rétt þannig að nú er það í raun framkvæmanlegt. Sameiginlegur norrænn ríkisborgararéttur myndi leysa mörg af þeim tæknilegu vandamálum sem Norðurlöndin hafa verið að glíma við þegar fólk f lytur á milli landa. Þetta eru allt skref sem ég sé fyrir mér að gætu skipt máli ef menn vilja halda áfram að byggja á norrænu sam­ starfi en ekki bara láta það f letj­ ast út og færa samstarfið meira í alþjóðlegar stofnanir.“ Stríðið þjappar heiminum saman Mikil ólga er í Evrópu um þessar mundir vegna stríðsins í Úkraínu sem birtist meðal annars í fyrir­ hugaðri inngöngu Finna og Svía í NATO. Hrannar segir þetta ástand þó vel til þess fallið að þjappa Norðurlöndunum saman. „Þetta er ekki bara að þjappa saman Norðurlöndunum heldur er þetta að þjappa saman heiminum. Við erum að upplifa mjög merki­ lega tíma í alþjóðastjórnmálum. Þetta mun að öllum líkindum þjappa Evrópusamstarfi saman líka,“ segir Hrannar. Hann telur að stríðið í Úkraínu muni gjörbreyta heimsmyndinni, alþjóðlegu samstarfi og alþjóða­ stofnunum. Þrátt fyrir að um mik­ inn harmleik sé að ræða gæti það leitt til þess að vinátta og samstarf aukist á meðal annarra ríkja. „Þetta skelfilega stríð getur auð­ vitað leitt í allar áttir. Það getur leitt yfir okkur enn meiri skelfingar og ógnir og komið okkur á verri stað en það getur líka verið að þau ánægjulegu merki sem við höfum séð, að vestræn ríki og nánast heimurinn allur standi saman gegn þessu, gefi fyrirheit um að betri tíð sé í vændum. Við skulum vona að úkraínska þjóðin þurfi ekki að líða enn meiri þjáningar til þess að sú betri veröld verði að veruleika,“ segir hann. Mikilvægt fyrir ungt fólk Eins og áður sagði fagnar Norræna félagið hundraðasta starfsári sínu 2022. Félagið hefur alla tíð staðið að líf legu starfi með því leiðarljósi að ef la samstarf og vináttutengsl Íslendinga við aðrar Norðurlanda­ þjóðir. Spurður um mikilvægi nor­ ræns samstarfs fyrir ungt fólk segir Hrannar: „Norrænt samstarf er að mörgu leyti mjög mikilvægt fyrir ungt fólk. Bæði hefur það opnað glugga fyrir ungt fólk inn á hin Norður­ löndin, annars vegar með Nor­ djobb og hins vegar með háskóla­ samstarfi.“ Hrannar segir það hafa sannast í gegnum árin hversu mikilvægt nor­ rænt samstarf er ungu fólki. Hins vegar áttar fólkið sjálft sig ef til vill ekki á gildi þess fyrr en síðar meir. „Við ölumst f lest upp við það að vera pínd í að læra dönsku og sænsku í skóla og hata það en það er ekki fyrr en eftir við erum búin að kynnast kostum norræns sam­ starfs og norrænna samfélaga að við áttum okkur á mikilvægi þess.“ Heift og átök fyrir hundrað árum Hrannar fer ekki í grafgötur með það að Norræna félagið, líkt og mörg önnur félagasamtök, hafi þurft að takast á við dvínandi félagsþátttöku á undanförnum árum. Hann segir félagið þó hafa fundið fyrir því undanfarin ár að fólk sé smám saman að vakna aftur til vitundar um mikilvægi þess að hlúa að norrænu samstarfi. „Það er auðvitað alveg ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir hundrað árum síðan, þegar þessar þjóðir voru hver í sínu horni að stofna norræn félög og berjast fyrir nor­ rænu samstarfi, þá var borgara­ stríð í Finnlandi og þjóðirnar voru að rífa sig lausar hver frá annarri í sjálfstæðisbaráttu. Heiftin og átökin á milli þjóðanna voru svo mikil að það var alveg furðulegt að einhverjum dytti það í hug að leggja upp með félagsskap til að berjast fyrir samstarfi, samvinnu og vinarþeli á milli þessara þjóða.“ Í dag eru átök á milli Norður­ landaþjóðanna algjörlega óhugs­ andi sem má að stærstum hluta þakka því hversu ötullega hefur verið unnið að norrænu samstarfi. Annað er þó uppi á teningnum víða í Evrópu. „Allt í kringum okkur í Evrópu eru þjóðir með svipaðan menn­ ingarbakgrunn, jafnvel svipaðan genagrunn og menningarsögu, sem hafa lent öfugum megin við landa­ mærin, komnar í stríð við minnsta tilefni. En því er ekki að heilsa hér því við höfum ræktað vináttuna og samstarfið sem við öll njótum,“ segir Hrannar. ■ Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 42 Helgin 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.