Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 132

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 132
Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mögnuð heilsárs aðstaða og 23 golfhermar. „Fólk kemur í öllum veðrum,“ segir Agnar Már Jónsson, framkvæmda­ stjóri GKG. kylfingur.is Þetta hefur gerst á tiltölulega stuttum tíma hjá Golfklúbbi Kópa­ vogs og Garðabæjar. Klúbburinn varð til við sameiningu Golfklúbbs Garðabæjar og Golfklúbbs Kópa­ vogs árið 1994 en svæði félagsins er innan bæjarmarka bæjanna beggja. Vallarstæðið er í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ annars vegar og í Leirdal ofan við Salahverfi í Kópavogi hins vegar. Til ársins 1996 voru aðeins 9 holur til afnota fyrir félagsmenn í Vetrar­ mýri en það ár var níu holu stækkun tekin í notkun á vellinum og strax í kjölfarið var hafist handa við bygg­ ingu seinni áfanga. Árið 2002 var Vífilsstaðavöllur fullkláraður og var hann leikinn í þeirri mynd til ársins 2007, þegar stækkun hans var tekin í notkun. Vífilsstaðavelli var þá skipt upp í tvo velli. Annars vegar sem hluta af 18 holu velli (Leir­ dalsvöllur), par 71, og hins vegar níu holu völl (Mýrin), par 34. Nýr golfskáli og glæsileg íþrótta­ miðstöð var vígð árið 2016 og svo stækkun tekin í notkun 2020 með inniaðstöðu sem á engan sinn líka hér á landi. Í vetur hýsti GKG svo úrslitakeppni fyrsta Landsmótsins í golfhermum á Íslandi og tókst það mjög vel. „Þegar Garðabær sóttist eftir að fá æfingasvæðið okkar undir bygg­ ingaframkvæmdir, sáum við okkur leik á borði að byggja upp heilsárs­ æfingasvæði og fara í frekari upp­ byggingu á svæðinu, sem hentar okkar íþróttastarfi vel. Það er auð­ vitað afleitt fyrir afreksstarfið að geta ekki slegið lengri högg en það er ekki langt í Odd, Keili eða GR ef því er að skipta.“ Agnar segir GKG hafa þá sérstöðu meðal golfklúbba á Íslandi að klúbburinn skilgreini sig fyrst og fremst sem íþróttafélag en ekki dæmigerðan golfklúbb. Straumhvörf Á 20 ára afmæli GKG var undirrituð viljayfirlýsing um stuðning sveitar­ félaganna tveggja við byggingu félags­ og íþróttaaðstöðu GKG og strax var hafist handa við undir­ búning og svo framkvæmdir. Agnar segir að undirbúningur hafi meðal­ annars falist í að hitta hina klúbb­ ana og að eins konar þarfagreining hafi verið unnin í kjölfarið. „Það gekk mjög vel allt frá því við fórum af stað og tveimur árum eftir undirritun viljayfirlýsingar vígðum við mannvirkið. Aðsóknin hefur verið mjög góð í íþróttamiðstöðina og hér er alltaf fullt frá morgni til kvölds, þrátt fyrir veðurviðvaranir í öllum regnbogans litum. Agnar segir aðstöðumuninn mikinn. „Breytingin er gríðarleg, maður sér hjá krökkunum að við­ horf þeirra til vetraræfinga er farið úr því að mæta af skyldurækni og yfir í mikla tilhlökkun eftir að hermarnir komu.“ Fjárfesting til framtíðar Í íþróttamiðstöð GKG eru hvorki f leiri né færri en 23 golfhermar frá TrackMan. Allur frágangur er hinn huggulegasti og heita svæðin eftir goðsagnakenndum golfmótum. „Við erum með 22 herma inni og svo eigum við eitt útitæki sem er eitt af þessum alvöru greiningartækjum sem golf klúbbar komu sér upp á sínum tíma.“ Agnar segir fjárfest­ inguna mikla í aðstöðunni. „Þegar allt er talið nemur fjárfesting í golf­ hermum hjá GKG á annað hundrað milljónum króna, en við lítum líka á þetta sem fjárfestingu. Við erum með samning um sjálfvirkar upp­ færslur hugbúnaðar frá TrackMan svo hermarnir eru alltaf með nýj­ ustu uppfærslu.“ n Ég slæ mun styttra en ég gerði en ég hef náð sveifluhraðanum aðeins upp og lengd- unum. Þegar allt er talið nemur fjárfesting í golfhermum hjá GKG á annað hundrað millj- ónum króna, en við lítum líka á þetta sem fjárfestingu. Agnar Már Jónsson, framkvæmda- stjóri GKG Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir nú aftur eftir langt hlé. Átjánda flötin á Leirdalsvelli. Kylfingar á flöt og aðrir fylgjast með af svölunum í glæsilegu klúbbhúsi. Í íþróttamiðstöð GKG eru hvorki fleiri né færri en 23 golfhermar frá TrackMan. Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, fór yfir helstu mótin. Fyrst og fremst íþróttafélag kylfingur.is Fyrsta stóra mót ársins hjá afreks­ kylfingum okkar verður haldið um helgina þegar GSÍ mótaröðin hefst á Akranesi. Á kynningarfundi Golfsambands Íslands um golfsumarið 2022, fór Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, yfir mótahald hér á landi í sumar. Ólafur sagði mótaröðina samanstanda af sex mótum en hápunktar hennar eru Íslandsmótið í holukeppni, sem að þessu sinni fer fram á Hlíðavelli Golfklúbbs Mos­ fellsbæjar og sjálft Íslandsmótið í golfi, sem fram fer í Vestmanna­ eyjum 4.­7. ágúst. Sú breyting hefur verið gerð að bæði núverandi og fyrrverandi Íslandsmeistarar fá öruggan keppnisrétt á Íslands­ mótinu í golfi, að því gefnu að þeir standist forgjafarkröfur. B59 hótel mótið fer fram á Garðavelli Golf­ klúbbsins Leynis dagana 20.­22. maí og Leiru mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru Golfklúbbs Suðurnesja dag­ ana 3.­5. júní. Hvaleyrarbikarinn fer fram á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis dagana 14.­16. júlí og þá verður mótaröðinni lokað þegar stiga­ meistari GSÍ verður krýndur eftir Korpubikarinn á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur, sem fram fer dagana 19.­20. ágúst. Þá fór Ólafur Björn yfir helstu mótin á bæði unglingamótaröðinni og áskorendamótaröðinni, þar sem kylfingar framtíðarinnar öðlast dýr­ mæta keppnisreynslu. n Kylfingur ræddi við Ólaf Björn um keppnishaldið og afreksmálin en sjá má myndskeið á kylfingur.is. Keppnisþyrstir kylfingar kylfingur.is „Ég er virkilega spennt að komast aftur á keppnisvöllinn. Ég er nú venjulega ekki stressuð fyrir mót en verð að viðurkenna að ég finn fyrir smá fiðringi núna,“ segir Ólafía Þór­ unn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, sem keppir aftur eftir langt hlé á Jabra Ladies Open í Frakklandi á Evrópumótaröðinni 19. ­ 21. maí. Ólafía er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, Thomas Bojanowski, og syninum Maron, sem verður eins árs í júní á þessu ári. Hún er orðin nokkuð reynslu­ mikil en hún vann sér inn keppnis­ rétt á LPGA­mótaröðinni þegar hún hafnaði í 2. sæti á úrtökumóti árið 2016. Ólafía keppti á 26 mótum á sínu fyrsta keppnistímabili meðal þeirra bestu, komst í gegnum niður­ skurðinn á 15 mótum og varð tvisvar sinnum meðal þeirra tuttugu efstu. „Ég ákvað að bíða aðeins með að reyna mig á ný í Bandaríkjunum – því ég er með takmarkað aðgengi að mótum á LPGA­mótaröðinni. Þar sem ég er einnig með takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni frá því ég lék á henni á sínum tíma fannst mér ákveðin skynsemi í að taka mótin sem eru í boði í Evrópu,“ segir Ólafía. Ég keppti síðast á Evrópumóta­ röðinni í Sviss í september 2020 og fór ekki að æfa aftur reglulega fyrr en í lok árs 2021. Ég er einnig komin inn í mótið í Belgíu í næstu viku og vonandi kemst ég inn í sem flest mót. Ég ætla mér að minnsta kosti að nýta tækifærin sem ég fæ eins vel og ég get.“ „Síðustu æfingadagar hafa verið mjög góðir. Ég er með TrackMan og allar tölur eru á góðri leið þar. Ég slæ mun styttra en ég gerði en ég hef náð sveifluhraðanum aðeins upp og lengdunum í leiðinni. Hreyfingarnar í sveiflunni eru enn til staðar. Ég þurfti að taka tveimur kylfum meira en venjulega fyrst en nú aðeins einni kylfu meira. Ég hef fulla trú á að ég nái að lokum sömu lengdum og ég sló á sínum tíma. Þegar ég slæ boltann er tilfinningin stundum aðeins öðruvísi en sú tilfinning sem ég þekki svo vel. Ég geri líka ákveðin TrackMan­test sem gefa til kynna hvað ég er u.þ.b. með í forgjöf. Þegar ég var að byrja að æfa aftur var ég skv. því að slá eins og kylfingur sem er með 4­6 í forgjöf, sem var pínu sjokk. En svo hefur þetta allt verið að koma og núna er ég að slá eins og kylfingur sem er með +3­5 í forgjöf,“ segir Ólafía Þórunn. n Sjá má ný tíðindi af gengi hennar og Guðrúnar B. Björgvinsdóttur á mótinu í Frakklandi á kylfingur.is. Ólafía Þórunn hefur leik að nýju í Frakklandi Golf kylfingur.is Fréttablaðið 21. maí 2022 lAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.