Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 134

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 134
Pákuleikarinn fór á kostum, hvílíkar barsmíðar, sem þó voru svo hnitmiðaðar! Með morsi er verið að kalla á hjálp og þegar hún berst kemur gleðin. TónlisT Sinfóníuhljómsveitar Íslands Verk eftir sjostakovitsj Stjórnandi: Eva Ollikainen Eldborg í Hörpu Miðvikudaginn 18. maí Jónas Sen Þegar Stalín stjórnaði Sovétríkj­ unum með harðri hendi voru oft hvíslaðir um hann brandarar. Ekki mátti segja þá opinberlega, því það hefði líklega alvarlegar afleiðingar. Einn brandarinn var svona: Stalín heldur ræðu fyrir mikinn fjölda í Kremlin. Allt í einu heyrist einhver hnerra. Stalín: „Hver hnerraði?“ Enginn þorir að játa og allir skjálfa á beinunum. Stalín: „Þið í fyrstu röð, standið upp og farið út. Þið verðið skotin“ (Fagnaðarlæti). Stalín: „Svo, hver hnerraði?“ Þögn. Stalín: „Þið í annarri röð. Standið á fætur og farið burt. Þið verðið líka skotin.“ Mikil fagnaðarlæti, áhorfendur standa á fætur og hrópa: „Heill sé þér, mikli Stalín!“ Stalín: „Ókei, hver hnerr­ aði?“ Maður í öftustu röð stendur skjálfandi á fætur. „Það var ég, fyr­ irgefðu.“ Stalín: „Ekkert mál. Guð hjálpi þér, félagi.“ Sjostakovitsj hnerraði Þessi fjarstæðukenndi brandari lýsir vel andrúmsloftinu í Sovét­ ríkjunum, og ekki síst á heimili tónskáldsins Dmitrí Sjostakovitsj. Fimmta sinfónían hans var á dag­ skrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á miðvikudagskvöldið. Sjostakovitsj hafði hnerrað illilega þegar hann samdi óperuna Lafði Macbeth af Mtsensk. Hún gekk vel lengi en svo kom Stalín og sá hana. Nokkru síðar birtist ritstjórnargrein í málgagninu Prövdu þar sem óperan var kölluð „óreiða í stað tónlistar.“ Hún þótti klámfengin og ósiðleg; kona sem heldur fram hjá og fremur morð er þar sýnd í jákvæðu ljósi. Við slíkum hnerra var ekki hægt að segja „ekk­ ert mál og Guð hjálpi þér, félagi.“ Hið opinbera í Sovétríkjunum stjórnaði listamönnum á bein­ skeyttan hátt; öll list var áróður. Listamönnum var sagt hvernig verk þeir áttu að skapa. Valdamenn Sovétríkjanna trúðu því almennt að listaverk gætu ekki verið hlutlaus, pólitískt séð. Listaverk var annað hvort með eða á móti gildum bylt­ ingarinnar. Möppudýr og kerfiskarl­ ar gátu því hafnað verkum fyrir að styðja ekki hugmyndafræðina sem lá að baki byltingunni. Þeir vildu til dæmis frekar tónlist fyrir kóra og kammerhópa en einleiksverk, því hin fyrrnefndu samsvöruðu betur hugmyndinni um rússneskan sam­ vinnuanda. Hafði alvarlegar afleiðingar Greinin í Prövdu hafði alvarlegar afleiðingar fyrir Sjostakovitsj. Verk hans voru tekin af dagskrá og hann beið eftir því að lögreglan myndi banka á dyrnar hjá honum ein­ hverja nóttina og hann sendur í útlegð eða skotinn. Í þessum kring­ umstæðum samdi hann fimmtu sinfóníuna sína. Þar reyndi hann að búa til tónlist í anda byltingarinnar, en þó án listrænna málamiðlana. Það heppnaðist og eftir frumflutn­ inginn ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Sjostakovitsj var borgið, að minnsta kosti um sinn. Verkið er mjög dramatískt, fullt af átökum og þar má greina ákveðna hæðni. Gleðin í tónlistinni er aldrei fölskvalaus. Engu að síður er hún mjög glæsileg og á tónleikunum, undir stjórn Evu Ollikainen, var túlkun hennar sérlega sannfær­ andi og ákaflega spennandi. Páku­ leikarinn fór á kostum, hvílíkar barsmíðar, sem þó voru svo hnit­ miðaðar! Hljómsveitin spilaði sem einn maður, strengirnir voru mjúkir en markvissir, blásararnir pott­ þéttir og slagverkið geggjað. Hvorki má heldur gleyma píanóleiknum, né selestunni, en frá henni kom áhrifa­ mikið sóló á einum tímapunkti. Það var bæði draumkennt og dularfullt. Þetta var magnaður f lutningur og frábær skemmtun. ■ niðursTaða: Snilldartónleikar með stórfenglegri tónlist. Stalín úti í tunglsljósi, Stalín út við skóg Vortónleikar Sinfóníuhljóm­ sveitar Norðurlands fara fram í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 29. maí. Þar verður flutt fimmta sinfónía Beethovens og frumflutt SOS sinfónían eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. SOS sinfónían er í fimm þáttum og einleikari á morssendi verður Arn­ grímur Jóhannsson, sá þekkti f lug­ maður. „Ég varð fyrir miklum áhrifum á Norðurslóðasetrinu á Akureyri þegar Arngrímur, eigandi safns­ ins, morsaði á gamalt morstæki setninguna Ljósið skín í myrkrinu og hjálparákallið SOS,“ segir Jón Hlöðver. „Þetta var árið 2017 og ég var að fikta við að semja sinfóníur fyrir sjálfan mig. Ég fann að þarna var efniviður enda er svo margt táknrænt við morsið. Með morsi er verið að kalla á hjálp og þegar hún berst kemur gleðin. Ég fór líka að hugsa um það að ef maður morsar í kolniðamyrkri þá kemur ljósið með Leiðin inn í björgunina Lífið er glíma við sjálfan sig, segir Jón Hlöðver. Fréttablaðið/ auðunn björguninni. Ég hafði sem barn lært þjóðvísuna Ljósið kemur langt og mjótt og sá fyrir mér að ef maður væri inni í göngum í gömlum bæ og sæi svo ljósið koma á móti sér, myndi maður fyllast gleði. Í Jóhann­ esarguðspjallinu er talað um að ljósið skíni í myrkrinu og myrkrið nái ekki að kæfa það. Ég vildi líka koma því að. Sinfónían fjallar um það að fara úr myrkrinu í ljósið og leiðina inn í björgunina – ekki veitir af á þessum tíma.“ Takk í morsi Ekki kemur á óvart að fyrsti þáttur sinfóníunnar hefst á neyðarópum, SOS. Arngrímur morsar orð Jóhann­ esarguðspjalls um ljós og myrkur í öðrum þætti og þriðji þátturinn er svar við því morsi. Í fjórða kaflanum birtast í tónum hugleiðingar um stríð og frið og í lok verksins segir hljómsveitin takk í morsi.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón Hlöðver og Arngrímur leggja saman. Árið 2008 samdi Jón Hlöð­ ver verkið Flugvalsinn. Verkinu var útvarpað og Arngrímur var með útvarp í f lugvél sinni og hreyfði vélina í loftinu í takti við tónlistina. Lífið er glíma Jón Hlöðver er lamaður og í hjóla­ stól eftir að hafa fengið æxli í höfuð og gengist undir aðgerð. Það var árið 1988 og hann var fjörutíu og fjög­ urra ára gamall. „Ég var skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og í alls konar stússi sem tengdist tónlist og öðru, var til dæmis leiðsögumaður. Ég hafði lítinn tíma til að semja, en hellti mér í það eftir veikindin.“ Blaðamaður spyr hann hvort áfallið hafi ekki verið gríðarlega mikið. Hann svarar: „Þegar maður lendir í svona held ég að það sé miklu meira áfall fyrir aðra en mann sjálfan. Lífið er glíma við sjálfan sig og ég reyndi að halda mér gangandi. Það er mitt verkefni.“ Þess skal getið að tónlistarmaður­ inn og félagsfræðingurinn Kjartan Ólafsson mun halda kynningu fyrir tónleikana um verkin og höf­ undana. Kynningin fer fram á veit­ ingastaðnum Garúnu í Hofi og hefst klukkustund fyrir tónleikana. ■ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Eva Ollikainen stjórnaði Sinfóníunni á glæsilegum tónleikum. Mynd/aðSEnd kolbrunb@frettabladid.is Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega styrki til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka. Í ár var úthlutað 28 milljónum króna í útgáfustyrki til 54 verka. Alls bárust 72 umsóknir og sótt var um að heildarupphæð 75 milljónir króna. Meðal verka sem hljóta útgáfu­ styrki eru: Forðabúrið – matarnytjar í íslenskri náttúru. Höf. Styrmir Guð­ laugsson. Textílfélagið í 50 ár. Höf. Jón Proppé. Vegabréf: Íslenskt – frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó. Höf. Sig­ ríður Víðis Jónsdóttir. Hildur Hákonardóttir. Höf: Sig­ rún Inga Hrólfsdóttir. Drífa Viðar, málari, rithöfundur, gagnrýnandi og baráttukona. Ritstj. Auður Aðalsteinsdóttir. Ár og sprænur, litlu sögurnar í hálfa samhenginu og Ranimosk. Höf. Einar Guðmundsson. Syng mín sál – 40 söngvar úr íslenskum handritum. Höf. Árni Heimir Ingólfsson. ■ Bækur um Hildi og Drífu Viðar Hildur Hákonardóttir. Fréttablaðið/Ernir 54 Menning 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréttaBLaðiðmenninG FréttaBLaðið 21. maí 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.