Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 136
Það er til mezcal handa
öllum. Líka á ísköldu
vetrarkvöldi á Íslandi.
KviKmyndir
Everything,
Every where, All at Once
Leikstjóri: Dan Kwan, Daniel
Scheinert
Aðalhlutverk: Michelle Yeoh,
Stephanie Hsu, Ke Huy Quan
Arnar Tómas Valgeirsson
Á bíótímum sem einkennast af
endalausum framhaldsmyndum og
misnotkun á nostalgíu, er sannar
lega upplífgandi að fara blindandi
inn á eitthvað gjörsamlega nýtt og
finna óvænt ferskan andblæ. Kitlan
fyrir Everything, Everywhere, All
at Once gaf lítið upp um innihald
myndarinnar sem síðan reyndist
heldur betur bera nafn með rentu.
Myndin segir frá Evelyn Wang
sem rekur þvottahús í Bandaríkjun
um ásamt fjölskyldu sinni. Evelyn á í
mesta basli í sambandi sínu við dótt
ur sína, eiginmann og föður og ofan
á allt saman er fjölskyldureksturinn
kominn á gapastokkinn hjá endur
skoðanda. Eins og fjölskyldulífið sé
ekki nógu flókið dregst Evelyn inn í
kosmískt stríð þar sem hún verður
að tengjast öðrum útgáfum af sjálfri
sér úr fjölvíddinni til að koma í veg
fyrir gereyðingu alheimsins. Það er
ekkert annað!
Þrátt fyrir að sögusviðið sé rugl
ingslegt og stórfurðulegt þá er
myndin stórskemmtilegur rússí
bani sem heldur áhorfandanum
við efnið allan tímann. Myndin er í
senn bráðgáfuleg og nautheimsku
leg og tekst að tvinna saman hjart
næmt fjölskyldudrama, kjánalegan
klósetthúmor, skírskotanir í popp
kúltúr og heimspekilegar vangavelt
ur um lífið og tilveruna, í sjúskaðan
en vel heppnaðan kokteil.
Leikararnir standa sig allir vel
í fjölþættum hlutverkum sínum
og það er svo ótrúleg staðreynd að
einungis fimm manna teymi vann
að megninu af tæknibrellunum í
myndinni, sem gefa stórmyndum
með smáþjóðir starfsfólks á bak við
sig ekkert eftir. Þótt það sé margt til
í kvabbi bölsýnismanna yfir stöðu
kvikmyndaheimsins í dag er Eve
rything, Everywhere, All at Once
skínandi ljós frumleikans í myrkr
inu. n
niðurstaða: Mynd ársins
hingað til. Stórskemmtilegur
rússíbani.
Allt í einu
Michelle Yeoh reynir að bjarga heim
inum í furðurlegri kosmískri fjölvídd.
Deano Moncrieffe, stjörnu
barþjónn og sendiherra Lost
Explorer, sem er vín Björgólfs
Thors Björgólfssonar, drakk
í sig orku Íslands þegar hann
kom hingað til þess að bjóða
íslenskum matarforkólfum að
bergja á framleiðslu Björgólfs.
benediktboas@frettabladid.is
„Ég er bara búinn að vera hérna
mjög stutt en ég elska Ísland. Fékk
alla orku landsins beint í æð og
þetta útsýni sem þið hafið. Vá! Hvert
sem ég lít, til hægri eða vinstri, er
ótrúlegt útsýni,“ segir Deano Mon
crieffe, sendiherra mezcalvínsins
Lost Explorer, sem Björgólfur Thor
Björgólfsson framleiðir.
Mezcalvín Björgólfs var mest
verðlaunaða mezcalið í heim
inum árið 2021, en þrjár tegundir
eru gerðar úr mismunandi agave
plöntum sem taka mislangan tíma
að vaxa og blómstra. Lost Explorer
kom á markað á Íslandi á síðasta ári,
en það var fjórða markaðssvæðið
sem fékk áfengið til sölu. Aðeins
Mexíkó, Bandaríkin og Bretland
hófu sölu á undan.
Umhverfissinninn David Roth
schild er með Björgólfi Thor í þessu
verkefni, en þeir félagar stofnuðu
fyrirtækið með það að markmiði
að búa til vöru sem hvetur fólk til að
kanna og meta umhverfi sitt og láta
gott af sér leiða.
Moncrieffe hélt
svokallað „mast
er class“ með
stjörnukokkum
l a n d s i n s á
Reykjavík Edi
tion hótelinu
þa r sem va r
áhersla lögð
á pörun
mez
cal með mat og mezcalkokteilum
með mat. Barþjónar fengu síðan
sömu trakteringar, en þá á Héðni
Kitchen & Bar.
„Það er til mezcal handa öllum.
Líka á ísköldu vetrarkvöldi á Íslandi
sem ég sé sem dásamlegt kvöld,“
segir hann. „Hvort sem það er tekíla
eða mezcal þá þarf að vera í réttum
félagsskap til að drekka það. Að fá
sér mezcal er ákveðin upplifun,“
bendir hann á.
Moncrieffe segir að það sé löngu
liðin tíð að fá sér tekíla með sítrónu
og salti. Slíkt sé fortíðaróður. Hann
tekur dæmi af barnum sínum
Hacha þar sem hann parar mezcal
sjónrænt fyrir viðskiptavini, meðal
annars með hnetu M&M. „Það
sem ég er að reyna að gera
með því er að f lestir við
skiptavinir eru ekki bragð
nördar. Þeir sjá bragðið fyrir
sér og skilja þannig bragðið
betur.“
Moncrieffe segist ekki
hafa neina Íslandsteng
ingu aðra en Björgólf en
segist alltaf vera að líta í
kringum sig eftir nýjum og spenn
andi hlutum. „Það er kosturinn við
að vera sendiherra Lost Explorer því
þá fæ ég að ferðast víða og kynnast
alls konar bragði. Ég get farið aftur á
barinn minn með nýjar hugmyndir.
Barinn minn er ekki fastmótaður,
allt er til endurskoðunar.“
Þá segist hann hlakka til að koma
aftur. „Ég verð að koma með konuna
mína hingað, þetta er eitthvað sem
hún verður að fá að sjá og upplifa.
Það verður reyndar smá erfitt að
segja syni okkar, sem er tveggja ára,
að hann fái ekki að koma með, en
hann fær að koma næst.“ n
Áfengissendiherra bar framleiðslu
Björgólfs Thors í íslenska kokka
Deano Mon
crieffe bak við
barinn á Reykja
vík Edition
þar sem hann
hitti flesta af
stjörnukokkum
landsins til
að para mat
með mezcal
víninu The Lost
Explorer.
FréttAbLAðið/
Sigtryggur Ari
Björgólfur Thor
toti@frettabladid.is
Út sk r if t a r nemendu r leik a r a
brautar LHÍ ráðast ekki á garð
inn þar sem hann er lægstur í
útskriftarverki sínu, þar sem þau
takast á við eitt krúnudjásna leik
bókmenntanna, hinn blóði drifna
harmleik Hamlet eftir William
Shakespeare.
Li st a há skól i Ísla nd s sý n i r
útskriftarverkið að þessu sinni
í samstarfi við Þjóðleikhúsið og
Leikfélag Akureyrar. Hópurinn
reið á vaðið fyrir norðan og frum
sýndi í Samkomuhúsinu á Akur
eyri á fimmtudagskvöld og fyllti
sali hússins með gleði og trega
Shakespeares. Þau endurtók u
síðan leikinn í gærkvöldi og aftur í
kvöld þannig að segja má að danski
prinsinn sé endurfæddur í dansk
asta bænum á landinu.
Sígilt verkið í nýrri þýðingu
Þórarins Eldjárn hefur fengið
feiknagóðar viðtökur bæjarbúa
og sveitunga allt í kring, en leiðin
liggur síðan suður þar sem hópur
inn frumsýnir aftur í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu 25. maí.
Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfs
son segir hópinn hafa mætt verk
inu af hugrekki en um leið mikilli
auðmýkt en leikgerðin er löguð
að hópnum. Raunar fer það orð
af útskriftarhópnum að hann sé á
meðal þeirra bestu sem eru í þann
mund að kveðja skóla sinn, svo
samhentur sem hann er og gæddur
óskiptum leikhæfileikum. n
Að vera eða ekki vera … á Akureyri
Eins og undanfarin árhundruð gengur mikið á á sviðinu þegar útskriftar
nemarinir ráðast til atlögu við sjálfan Hamlet eftir Shakespeare. Mynd/AðSend
56 Lífið 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréTTABlAðiðLífið FréTTABlAðið 21. maí 2022 LAUGARDAGUR