Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 140

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 140
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is toti@frettabladid.is Björn Birgisson, samfélagsrýnir og eldri borgari í Grindavík, segir fréttavikuna mikið hafa einkennst af Framsóknarflokknum sem virtist víðast hvar vinna á í kosningunum. „Vann stórsigur í Reykjavík bara út á það eitt að vera með uppgjafa­ fréttamann við stýrið og boða breyt­ ingar, en enginn vissi nákvæmlega hvaða breytingar og spurður nánar út í þær lítur fréttamaðurinn út eins og í miðri gúrkutíð – ekkert að frétta! Hér í Grindavík er það helst af Framsóknarflokknum að frétta að hann sveik oddvitann sinn til síð­ ustu fjögurra ára og ætlaði sér stóra hluti í kosningunum, en uppskeran varð eins og til var sáð – langt undir væntingum.“ Björn segist hafa gripið til örþrifaráða þegar síðasta jarð­ skjálftahrina gekk yfir Grindavík og var við það að ganga fram af honum og f leira fólki. „Þá gerði ég samkomulag við Kölska þess efnis að hann hleypti eldgosi upp, en tæki jarðskjálftana niður til sín. Hann stóð við sitt og eldgosið við Fagradalsfjall varð að veruleika og jörðin hætti að skjálfa. Nú veit ég ekki hvort Kölski er til í frekari samningagerð, en ég er það.“ Þá víkur Björn að stærstu póli tísku tíðindunum í bænum. „Þegar allir héldu að Miðflokkurinn væri kom­ inn á líknardeild á landsvísu gerðu liðsmenn hans í Grindavík sér lítið fyrir og gjörsigruðu andstæðinga flokksins með svo eftirminnilegum hætti að minnti helst á 14­2 sigur Dana um árið! Nú eru þeir sem lentu í tapliðinu að úthugsa leiðir til að sigurvegari kosninganna fái ekki að njóta sigursins í neinu. Þannig virkar íbúalýðræðið víst hjá sumu fólki!“ ■ Samningur við Kölska í fréttaviku Framsóknar Björn Birgisson, eldri borgari í Grindavík. MYND/AÐSEND ■ Fréttir vikunnar Björn Birgisson HOUSTON hornsófi Fallegt koníakslitað bonded leður. 275 x 210 x 85cm. Fullt verð: 249.900 kr. Nú 199.920 kr. SÓFADAGAR 12. - 30. maí AUSTIN sófi 3ja sæta stillanlegur sófi. Hægra og vinstra sæti eru hallanleg með skammel. Miðjusæti niðurfellanlegt og verður að borði. 198 x 95 x 98 cm. Fullt verð: 299.900 kr. Nú 239.920 kr. MEGA u-sófi Fallegur sófi með gráu áklæði. Hægri eða vinstri tunga 382 x 241 x 85 cm. Fullt verð: 299.900 kr. Nú 239.920 kr. Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Magnús Maríuson fer með hlutverk í kvikmyndinni The Vagabonds eftir Doroteyu Droumevu, sem frumsýnd er á Cannes í komandi viku. ninarichter@frettabladid.is Magnús er sonur Maríu Sólrúnar Sigurðardóttur leikstjóra og á því listina ekki langt að sækja. Hann fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Adam frá árinu 2018, sem frum­ sýnd var á Berlinale­hátíðinni. „Við mamma gerðum þessa kvikmynd saman,“ segir hann. Lék í þýskri risaframleiðslu Magnús er alinn upp í Berlín en talar góða íslensku. Hann hefur verið önnum kafinn í faginu frá árinu 2015 og segir óvænt að hafa verið boðið að fylgja The Vagabonds á Cannes. „Ég vissi að Doroteya Dro­ umeva, leikstjórinn sem gerði þessa mynd, vann Cinéfondation­verð­ launin fyrir Der Brief árið 2011. Þess vegna var henni boðið að frumsýna sína kvikmynd í Cannes á þessu ári,“ segir hann. Síðustu ár hefur Magnús starfað í London og í Finnlandi. „Nú er ég kominn til baka til Berlínar. Ég var að leika í þáttaröðinni Das Boot,“ segir hann og vísar til risastórrar þýskrar framleiðslu fyrir Sky One, sem er byggð á samnefndri bók Lot­ har­Günther Buchheim frá 1973, og er framhaldssaga af kvikmynd Wolfgang Petersen frá árinu 1981. „Þetta er eiginlega stærsta fram­ leiðsla frá Þýskalandi frá upphafi og það er mikill heiður að fá að vera með í því. Ég var samt í aukahlut­ verki,“ segir hann glettinn. Alinn upp í bransanum Aðspurður hvernig andrúmsloftið sé á Cannes, svarar Magnús að mik­ ill fjöldi sé á svæðinu. „Það er alveg tilfinningin að fólk sé búið að bíða í tvö ár eftir að geta komist hingað og sýnt sig og notið alls þessa nýja sem er í boði,“ segir hann. Magnús er alinn upp í bransanum og segist hafa fylgt foreldrum sínum á kvikmyndahátíðir síðan í æsku. „Ég fékk að fara með og hef farið á Berlinale, og hef tvisvar áður farið á Cannes. Þess vegna er þetta svolítið náttúrulegt umhverfi fyrir mig,“ segir hann. Hefur „deitað“ sér eldri konur Í The Vagabonds fer Magnús með hlutverk Lucky, elskhuga aðalper­ sónunnar, konu á miðjum aldri. Söguþráður myndarinnar hverfist í kringum fordóma og tabú sem fylgir aldursmun í samböndum þar sem konan er eldri. „Aðalper­ sónan mætir miklum fordómum og upplifir eitraða karlmennsku í kringum sig. Þessi saga er byggð á reynslu leikstjórans,“ segir Magnús. „Persónan heldur að karakterinn minn sé stóra ástin hennar, en svo kannski gerist eitthvað,“ segir hann og hlær. Aðspurður um undirbúninginn fyrir hlutverkið, segist Magnús hafa velt fyrir sér sinni eigin stefnu­ mótasögu, sérstak­ lega í tengslum við Tinder. Hann hafi einnig „deit að“ konur sem er u eld r i en ha nn og því hafi hug­ m y n d i n e k k i verið honum mjög framandi. „ Þ e s s ve g n a kom þetta svona náttúrulega og ég skil alveg karakt­ erinn og hvers vegna hann gerir h l u t i n a s e m hann gerir,“ segir Magnús. Hlutgerður vegna plakats Hann segir plak­ at myndarinnar hafa opnað fyrir honum sý n í heim k venna sem hann þekkti ekki áður, þegar fólk áreitti hann veg na nektar­ innar. „Ég er ber að ofan á plakatinu og er að upplifa svolítið svipaða hluti og konur hafa upplifað mjög lengi, þegar þær eru hlutgerðar. Fólk hefur verið að gagnrýna hvernig líkaminn birtist og svona,“ segir hann og bætir við að hann sé þó glaður yfir að hafa tekið þátt í verkefninu. Að sjálfsögðu sé leikstjórinn að hlutgera hann á plakatinu og geri það mjög með­ vitað. Konur hafi gengið í gegnum hið sama í gegnum tíðina og nú sé kominn tími á breytingar. „Mér finnst líka svo mikilvægt að skilja konur og skilja fordómana sem þær mæta.“ Aðspurður hvort hann telji að hlutverk á borð við þetta hafi áhrif á hlutverkin sem hann fái í fram­ tíðinni, svarar Magnús: „Þetta hefur örugglega áhrif. Ég er mjög oft val­ inn sem „love interest“ og á að leika einhvern sem er svona sætur. Ég fæ oft slíkar rullur,“ segir hann. ■ Hlutgerving ungra karla Magnús Maríu- son er staddur í Cannes að fylgja eftir kvik- myndinni The Vagabonds. MYND/ NILS SCHWARZ Magnús er ber að ofan á plakati The Vagabonds og segir nektinni fylgja athugasemdir og hlutgerving sem hann átti ekki von á. MYND/AÐSEND 60 Lífið 21. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.