Fréttablaðið - 11.06.2022, Page 4

Fréttablaðið - 11.06.2022, Page 4
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR JEEP.IS EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! PLUG-IN HYBRID Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Ólga meðal eigenda sem vilja hluthafafund. Edda Falak segir ekki jafnréttis­ legt áhyggjuefni þótt einum hvítum karlmanni hafi verið vikið úr stöðu forstjóra. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI Þrýstingur er meðal eig­ enda í Festi um að knýja fram hlut­ hafafund vegna starfsloka Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra. Við­ mælendur Fréttablaðsins segja óvar­ legt að álykta um tengsl milli starfs­ lokanna og Vítalíumálsins. Kauphöllin er með Festi til skoð­ unar eftir starfslok Eggerts. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri líf­ eyrissjóðsins Birtu, sem á stóran hlut í Festi, segir mörgum spurningum ósvarað. „Við erum að ræða þetta mál, við formaður og varaformaður Birtu. Ég á bráðlega von á niður­ stöðu,“ segir Ólafur, spurður hvort farið verði fram á aukahluthafafund. „Okkur finnnst að það verði að passa upp á jafnræði hluthafa. Halda hluthöfum upplýstum svo ekki bara sumir heldur allir sitji við sama borð,“ bætir Ólafur við. Ein spurningin snýr að því að á sama tíma og Eggert skil­ aði rekstrarlegu góðu búi fær hann reisupassann. Festi hefur gefið út að ágætt sé að skipta um forstjóra á sjö ára fresti. Margir forstöðumenn fyrirtækja í Kauphöllinni hafa setið mun lengur í forstjórastöðu. Þá er ósamræmi milli tilkynn­ ingar til Kauphallarinnar, þar sem sagði að Eggert hefði sjálfur sagt upp og þess sem síðar hefur komið á daginn. Kauphöllin hefur því til skoðunar hvort um villandi upp­ lýsingar hafi verið að ræða. Hilmar Harðarson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, baðst undan viðtali, þar sem hann hefði ekki kynnt sér málið nægilega vel. Hann sagðist vera að afla upplýsinga. Fjölmiðlar hafa fjallað um að Vítalía Lazareva hafi sagt opinber­ lega að Eggert hafi átt fund með henni og aðgreint sig frá öðrum fyrirtækjum viðskiptalífsins með góðum viðbrögðum, þegar fjór­ menningarnir sem sakaðir voru um að hafa farið yfir mörk stigu til hliðar. Þórður Már Jóhannesson, sem var formaður stjórnar hjá Festi, áður en Vítalíumálið kom upp, er stærsti hluthafi félagsins, ef undan eru skildir lífeyrissjóðir. Edda Falak, fjölmiðlakona og þáttastjórnandi Eigin kvenna, segir of snemmt að álykta hvort tengsl séu milli Vítalíumálsins og afdrifa Egg­ erts. „Þórður og félagar, ég held að þeir séu ekkert mættir aftur við völd. Ég sé ekki að þetta sé bakslag í #MeToo þótt einum hvítum karlmanni hafi verið vikið úr forstjórasæti, það er ekki sérstakt áhyggjuefni,“ segir Edda Falak.n Þrýst á hluthafafund hjá Festi vegna nýlegrar brottvikningar forstjórans Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs, fyrrum forstjóra hjá Festi, til skoðunar, sem og upplýsinga- gjöf. Hluti eigenda vill hluthafafund. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ég sé ekki að þetta sé bakslag í #MeToo þótt einum hvítum karl- manni hafi verið vikið úr forstjórasæti. Edda Falak hlað- varpsstjórnandi gar@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Mikill viðbúnaður er nú hjá Vinstri grænum vegna f lokks­ ráðsfundar í lok ágúst og leynilegrar sumarferðar í kjölfar hans. „Undirbúningur ferðarinnar er í öruggum höndum Siggu Gísla, for­ manns VG á Ísafirði. Hún býst við fjölmenni og er búin að taka frá mestallt laust gistirými í bænum og á nærliggjandi svæðum þessa helgi,“ segir í Föstudagsfréttum VG. „Nán­ ari upplýsingar um sumarferðina og skemmtiatriði verða leyndarmál enn um sinn,“ er bætt við. n Gisting tekin frá fyrir VG á Ísafirði Tveir af þremur ráðherrum VG. thorgrimur@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Byggðastofnun birti í gær skýrslu um ástand sauðfjár­ rækar á Íslandi, sem dregur fram „dökka mynd.“ Í skýrslunni segir að rekstrar­ af koma sauðfjárbúa fyrir f jár­ magnsliði og afskriftir hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki sé útlit fyrir að rekstur batni á næstu árum. „Það er ekkert í þessari skýrslu sem er nýtt fyrir mér eða sauðfjár­ bændum,“ sagði Trausti Hjálm­ arsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. „Þetta hefur verið hörmungarástand rekstrarlega séð. Það sem þarf að gerast er að afurða­ verðið þarf að hækka. Ef það er ekki hægt að hækka það sem við þurfum, verður ríkið að koma af meiri krafti inn í þessa grein.“ Í skýrslunni er ástandið meðal annars útskýrt með því að ekki hafi orðið næg kynslóðaskipti í sauðfjár­ rækt síðastliðin fimm ár. Stór hluti sauðfjárbænda sé yfir sextugu og margir í þann mund að hætta Trausti segir þetta þó afleiðingu, en ekki orsök vandans. „Ég sýni því fullan skilning að ungt fólk vilji ekki fara inn í atvinnugrein sem ekki skilar rekstrarafgangi.“ n Forsendur fyrir sauðfjárrækt á Íslandi að bresta Trausti Hjálmarsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Stjórnin hafnar tengslum uppsagnar við hneykslismál „Stjórnin stendur við ákvörðun sína og byggir hana á því mati að félag- ið standi nú á tímamótum eftir mörg ár uppbyggingar og mótunar,“ segir í yfirlýsingu sem stjórn Festar sendi frá sér í gær. „Hluthafar geta að sjálfsögðu haft aðra skoðun á þessu máli og komið þeirri skoðun á framfæri við stjórn eftir viðeigandi boðleiðum. Erfitt er hins vegar að taka það samtal í smáatriðum á hluthafafundi, þar sem til staðar eru, auk hluthafa, fjölmiðlar og fulltrúar samkeppn- isaðila,“ segir stjórnin, sem hafnar því að starfslok forstjórans, sem stjórnin hafi haft forgöngu um þótt hann hafi sagt upp sjálfur að eigin ósk, tengist máli Þórðar Más Jóhannessonar, sem sagði af sér stjórnar- formennsku í félaginu eftir ásakanir Vítalíu Lazarevu um misnotkun. „Tenging þessa máls við mál fyrrverandi stjórnarformanns, að- draganda afsagnar hans, og fleiri vangaveltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum og er vísað algjörlega á bug,“ segir stjórnin. thorgrimur@frettabladid.is gar@frettabladid.is SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar náði ferðamanni, sem alda hrifsaði í Reynisfjöru um miðjan dag í gær úr sjónum, rétt fyrir klukkan sex. Maðurinn var í skipulagðri ferð ásamt eiginkonu sinni. Mörg banaslys hafa orðið í Reynis fjöru á fárra ára tímabili. „Ég er ekki búinn að sjá leiðir til að koma í veg fyrir þetta af því að fólk fer hreinlega ekki nógu var­ lega,“ segir Ingi Már Björnsson, for­ maður björgunarsveitarinnar Vík­ verja í Vík, aðspurður hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir þessi slys. „Eftir síðasta slys í fyrrahaust fórum við að skoða aðstæður. Við fylgdumst með hverjum einasta ferðamanni og þeir gengu fram hjá hverju skiltinu á fætur öðru og litu ekki á þau,“ lýsir Ingi Már. „Það er því miður þannig að ég býst ekki við að þetta verði síðasta skiptið.“n Maður í sjóinn við Reynisfjöru Ekki er litið við viðvörunarskiltum. 4 Fréttir 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.