Fréttablaðið - 11.06.2022, Síða 16
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Skattkerfi
þjóða
þurfa og
eiga að
vera hnit
miðuð. Í
eðli sínu
eiga þau að
hleypa lífi
í hagkerfi
fremur en
að drepa
þau í
dróma.
Leyfum
við áfram
haldandi
blóðmera
hald ger
umst við
sek „hinni
seinni
sök“.
Skiptir þá
engu hvort
„reglu
ramma“ sé
fylgt eða
ekki.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Karina Urbach, þýskur sagnfræðingur, kann
ekki að elda. Hún telur það ástæðu þess hve
seint hún tók eftir því að í bókahillunni á
heimili hennar voru tvö eintök af sömu mat
reiðslubókinni. Eitt skildi þó bækurnar að.
Á kápu annarrar bókarinnar var höfundur
sagður Alice Urbach, amma Karinu. Á hinni
var höfundurinn karlmaður að nafni Rudolf
Rösch.
Alice Urbach fæddist í Vínarborg árið 1886.
Þegar Alice var tuttugu og sex ára lét hún
undan kröfu föður síns og giftist lækninum
Max Urbach. Max reyndist kvensamur fjár
hættuspilari og þurfti Alice að selja skartgripi
sína til að borga skuldir hans.
Max lést árið 1920. Aðeins þrjátíu og fjög
urra ára var Alice orðin ekkja. Til að sjá sér
og tveimur sonum sínum farborða stofnaði
Alice matreiðsluskóla og árið 1935 gaf hún út
matreiðslubókina „So kocht man in Wien!“
(Svona er eldað í Vín!). Alice til ánægju varð
bókin metsölubók.
Í febrúar árið 1938 var Austurríki innlimað
í Þýskaland Hitlers. Stuttu síðar var Alice, sem
var gyðingur, kölluð til fundar við útgefanda
sinn. Henni var gert að afsala sér útgáfurétti
bókar sinnar. Nafn Alice var fjarlægt af bókar
kápu og nýtt nafn sett í staðinn: Rudolf Rösch.
Barnabarn Alice, fyrrnefnd Karina Urbach,
sérhæfir sig í sögu Þriðja ríkisins. Í nýlegri
bók fjallar Karina um afdrif matreiðslubókar
ömmu sinnar. Karina segist geta sýnt gjörð
um útgefandans ákveðinn skilning. Nasistar
bönnuðu bækur eftir gyðinga. Útgefandinn
átti ekki annarra kosta völ en að gefa bókinni
„aríska yfirhalningu“ eða hætta að selja hana.
Það sem gerðist næst segir Karina hins vegar
ófyrirgefanlegt.
Alice flúði Austurríki og settist að endingu
að í Bandaríkjunum. Stór hluti fjölskyldu
hennar lést í helförinni. Helsta tenging
hennar við heimalandið var matreiðslubók
in. Árið 1948 skrifaði Alice forleggjaranum og
grátbað hann um að skila höfundarréttinum.
Útgefandinn lét sér fátt um finnast og minnti
hana á að hún hefði afsalað sér réttinum.
Alice hélt áfram að reyna. „Áttu nokkuð
eintök af bókinni með nafninu mínu á? Ég get
borgað fyrir þau.“ En allt kom fyrir ekki.
Karina segir framgöngu forleggjarans
klassískt dæmi um „hina seinni sök“, hugtak
sem gjarnan er notað til að lýsa framferði
fyrirtækja og einstaklinga sem héldu áfram
að hagnast á gyðingaofsóknum nasista löngu
eftir að helförinni lauk.
Siðferðið og regluramminn
Rúmt hálft ár er frá því að íslenskum
almenningi varð ljóst að hér á landi er stund
að svokallað blóðmerahald. Blóðmeri er
hryssa sem hefur þann eina tilgang að ganga
með folöld svo hægt sé að taka úr henni blóð
á meðan hún er fylfull. Úr blóðinu er unnið
hormón í lyf til að sæða gyltur svínabúa.
Folöldum hryssanna er slátrað.
Þegar fréttist af starfseminni misbauð
meirihluta landsmanna. Af því tilefni
skipaði matvælaráðherra starfshóp sem
skoða átti málið. Í síðustu viku var tilkynnt
að blóðmerahald yrði leyft áfram.
Alice Urbach lést árið 1986. Það var ekki
fyrr en barnabarn hennar skrifaði bók um
framferði útgefandans sem forlagið baðst
treglega afsökunar: „Þótt ferlinu hafi ekki
verið lagalega ábótavant teljum við hegðun
útgáfunnar á sínum tíma siðferðilega ótæka.“
Meirihluti landsmanna telur blóðmera
hald siðferðilega ótækt. Svandís Svavars
dóttir matvælaráðherra segir blóðmerahald
verða að „lúta eðlilegum og stífum reglu
ramma og hann verður settur á“.
Sýna má blóðmerahaldi okkar Íslendinga
síðustu ár ákveðinn skilning; við vissum
ekki af því. Það sem gerist nú er hins vegar
ófyrirgefanlegt. Leyfum við áframhaldandi
blóðmerahald gerumst við sek „hinni seinni
sök“. Skiptir þá engu hvort „regluramma“ sé
fylgt eða ekki. n
Hin seinni sök
Þegar til kastanna kemur er Sjálfstæðis
flokkurinn ekki flokkur skattalækkana,
nema ef vera kynni á allra ríkustu
landsmenn, en hvað almenning snertir
er hann skattaglaður og fer ekki leynt
með það.
Þessi flokkur sem farið hefur fyrir fjármála
ráðuneyti landsmanna oftar en aðrir flokkar er
sérlega laginn við að leggja álögur á alþýðu manna
sem einmitt hafa hvað mestu áhrifin á allt hag
kerfi þjóðarinnar – og er stundum nefndar dauða
höndin sem leggst yfir samfélagið á kæfandi máta.
Skattkerfi þjóða þurfa að vera hnitmiðuð. Í eðli
sínu eiga þau að hleypa lífi í hagkerfi fremur en að
drepa þau í dróma. Þess vegna verða þau að beina
kröftum sínum í tilurð fjárins, en ekki andlag
þess.
En helsta hægriflokki landsins er fyrirmunað
að skilja þetta. Hann hlífir þeim allra ríkustu,
einkum fjármagnstekjufólki sem er á sérsamningi
við Skattinn, og stórútgerðinni sem fær að
ryksuga upp helstu þjóðarauðlindina á meiri
afslætti en sauðsvartur almúginn fær skilið.
Nýlegt dæmi af þessu tagi er yfirmáta skattgleði
flokksins hvað eldsneyti varðar, en þar er kominn
einn stærsti kostnaðarliður í lífi almennings og
hefur meiriháttar áhrif á verðlagningu á vörum
sem þarf að flytja um landið.
Sjálfstæðisflokknum er fyrirmunað að lækka
álögur á þessu sviði. Þar skal ríkið fá sitt og gildir
einu þótt efnahagslegar hamfarir ríði yfir, öllum
almenningi til alvarlegrar kjararýrnunar.
Ísland er í hópi tíu skattaglöðustu Evrópulanda
hvað eldsneytisverð varðar. Þannig hefur það
verið um árabil og þannig mun það verða áfram
á meðan skattagleðin ríkir í fjármálaráðuneyti
landsmanna.
Og það er borin von að flokkurinn, sem hlakkar
yfir skattabyrði almennings, bregðist með ein
hverju móti við þeim sögulegu tíðindum sem nú
eru að gerast á eldsneytismarkaði, með fordæma
lausum verðhækkunum af völdum ytri aðstæðna
sem almenningur er berskjaldaður fyrir.
Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa stjórnvöld
afráðið að lækka álögur á eldsneyti svo um
munar, vegna áhrifa þessara efnahagsófara, en
þess utan fá Þjóðverjar verulegan afslátt af öllum
opinberum farartækjum fram á haust.
Þetta gerist ekki á Íslandi. Ekki í boði Sjálf
stæðisflokksins.
Og það er svo í anda íslenskrar pólitíkur
að engir aðrir stjórnmálaflokkar í landinu
hreyfa andmælum við þessari skattagleði
Sjálfstæðismanna. Þeir eru meðvirkir, enda ósköp
vanir því að Sjálfstæðisflokkurinn ráði. n
Skattagleði
HVAÐ ER
AÐ FRÉTTA?
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2022 LAUGARDAGUR