Fréttablaðið - 11.06.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 11.06.2022, Síða 18
Kvennalandsliðið fær aðeins einn æfingaleik fyrir Evrópumótið. 18 Íþróttir 11. júní 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2022 LAUGARDAGUR 29 fyrsta leik Íslands á EM DAGAR Í Algjört fúsk virðist einkenna undir- búning KSÍ fyrir Evrópumót kvenna í sumar. Íslenska kvennalands- liðið er flaggskip sambandsins í dag, karlalandsliðið getur aðeins unnið slökustu landslið í heimi á meðan stelpurnar eru á stærsta sviði Evr- ópufótboltans í sumar. Undirbúningurinn fyrir mótið virðist hins vegar einkennast af fúski, þar sem allt virðist illa skipu- lagt. Það þarf kannski ekki að koma á óvart enda hefur sambandið misst flesta sína reynslumestu starfsmenn í kringum stórmót á undanförnum mánuðum og árum. Það var aðeins í síðustu viku, rétt rúmum mánuði fyrir mót, sem ljóst var að liðið myndi spila æfingaleik fyrir Evrópumótið. Þorsteinn Hall- dórsson fær einn æfingaleik við fremur slakt landslið Póllands til að undirbúa liðið. Talað hafði verið um að leikirnir yrðu tveir, liðið fær því ekkert sérstakan undirbúning fyrir mótið. Fjölmiðlar fengu svo í vikunni tölvupóst um að hópurinn sem færi á mótið yrði kynntur á föstu- dag, frábær tímasetning til að til- kynna hvaða leikmenn fá það traust að koma fram fyrir Íslands hönd á stærsta sviði fótboltans. Skipulagið var ekki betra en það hjá KSÍ að örfáum klukkustundum síðar kom póstur þess efnis að búið væri að færa fundinn og opinberun hópsins til laugardags. Opinberun hóps um miðjan dag á laugardag mun vekja litla sem enga athygli, um kaffileyti á laugardegi eru flestir að spá í allt annað en að hanga fyrir framan síma, tölvu eða sjónvarp til að fylgj- ast með opinberun hópsins. Kon- urnar sem fá þann heiður að vera í hópi Íslands eiga meiri og betri athygli skilið en að hópurinn sé kynntur á miðjum laugardegi í júní. Fari illa á EM er vafalítið hægt að horfa í undirbúninginn. ■ Fúsk fyrir EM kvenna ■ Utan vallar Hörður Snævar Jónsson hordur@ frettabladid.is Landsliðshópur kvenna fyrir Evrópumótið í sumar er til- kynntur í dag og Fréttablaðið fékk Eið Ben., annan þjálfara Íslandsmeistaraliðs Vals í fyrra, til að rýna í stöðuna. Stærstur hluti hópsins virðist vera nokkuð öruggur um sæti sitt. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Þegar mánuður er í fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna og tíu dagar í að liðið komi saman, kynnir Þorsteinn Halldórsson, þjálf- ari kvennalandsliðsins, hópinn fyrir EM í dag. Þetta er fjórða skiptið í röð sem Ísland er meðal þátttökuþjóða og er líklegt að þrír einstaklingar fari á sitt fjórða stórmót. Þorsteinn hefur möguleikann á að boða stærri hóp líkt og andstæðingar okkar í riðlakeppninni hafa gert og getur gert breytingar til 26. júní komi upp meiðsli. Þorsteinn getur þakkað fyrir þann jákvæða hausverk að hafa úr breið- um hópi að velja enda varla nein alvarleg meiðsli að hrjá hópinn. Það þarf ekki að fara lengra en fimm ár aftur í tímann til að rifja upp þegar fjórir leikmenn slitu krossband í aðdraganda EM, ásamt öðrum meiðslum sem settu strik í reikning liðsins. Líklegt er að þjálfarateymið haldi sig við sömu leikmenn og hafa verið að fá hlutverk hjá Þorsteini í undan- keppni HM undanfarið ár, en þá eru ekki mörg sæti sem standa til boða fyrir þá sem hafa beðið eftir tæki- færi. „Ég á ekki von á einhverju óvæntu frá Þorsteini í dag. Það eru um 30 Stór hluti hópsins með öruggt sæti Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum í vor. Þessar ellefu ættu allar að vera í stóru hlutverki á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bótagreiðslurnar búbót fyrir íslensk félög Það eru ekki aðeins leikmennirnir sem bíða spenntir eftir því hvort þeir verði í leikmanna- hópnum á Evrópumótinu í sumar, því gjaldkerar liðanna ættu að bíða spenntir. Bótagreiðslur evrópska knattspyrnusambandsins til félaga sem eiga leikmenn á mótinu gætu aðstoðað gjaldkerana við að rétta af ársreikningana. Í fyrsta sinn í sögunni á Evrópumóti kvenna eiga félög rétt á sérstökum bótagreiðslum fyrir hvern leikmann sem er fjarverandi frá því að landsleikjahléið hefst þann 20. júní næst- komandi. Það telur fimm hundruð evrur á dag og þrjár vikur hið minnsta og fá félög því tíu þúsund evrur að minnsta kosti, um 1,4 milljónir íslenskra króna, fyrir hvern leikmann sem er í hópnum. Í síðasta landsliðshóp kvennalandsliðsins fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi var að finna þrjá leikmenn Vals, tvo leikmenn Breiða- bliks og einn leikmann Selfoss. Öruggar með farseðil til Englands: ■ Sandra Sigurðardóttir ■ Cecilía Rán Rúnarsdóttir ■ Sif Atladóttir ■ Guðrún Arnardóttir ■ Ingibjörg Sigurðardóttir ■ Glódís Perla Viggósdóttir ■ Hallbera Guðný Gísladóttir ■ Sara Björk Gunnarsdóttir ■ Dagný Brynjarsdóttir ■ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ■ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ■ Alexandra Jóhannsdóttir ■ Agla María Albertsdóttir ■ Amanda Andradóttir ■ Sveindís Jane Jónsdóttir ■ Berglind Björg Þorvaldsdóttir Nokkuð öruggar með sæti: ■ Telma Ívarsdóttir ■ Elísa Viðarsdóttir ■ Selma Sól Magnúsdóttir ■ Svava Rós Guðmundsdóttir ■ Elín Metta Jensen Spurningarmerkin: ■ Guðný Árnadóttir ■ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ■ Natasha Anasi ■ Ásta Eir Árnadóttir ■ Hlín Eiríksdóttir leikmenn sem hann hefur tekið inn á þessu rúma ári sínu í starfi og ég á ekki von á því að hann fari að taka neinn nýjan leikmann inn. Hvort hann boði stærri hóp í dag og skeri síðan niður, eins og önnur lið hafa gert, það er síðan eitthvað sem gæti verið sniðugt. Það yrði vont að velja 23 leikmenn og þurfa svo að bæta í ef það eru einhver spurningarmerki sem hann er með,“ segir Eiður Ben. Eiríksson, sem var í þjálfarateymi Íslandsmeistaraliðs Vals í fyrra, aðspurður hvort von væri á ein- hverju óvæntu nafni í hópnum. „Manni finnst að með tilkomu Þorsteins hafi komið ákveðin íhalds- semi, bæði þegar kemur að leikað- ferð og leikmönnum. Maður sá oft undir stjórn síðustu þjálfara að það var misjöfn áhersla eftir andstæð- ingum, á meðan Þorsteinn reynir að halda í sömu gildi óháð mótherjum.“ Allir burðarásar liðsins eru heilir og þarf Þorsteinn því ekki að ráðast í róttækar breytingar. „Það verður áhugavert að sjá hvar nokkrir leikmenn standa, þótt hlut- irnir séu farnir að líta betur út. Sara er farin að spila en það er ekki langt síðan hún eignaðist barn, Cecilía er nýkomin af stað eftir meiðsli, Alexandra spilaði lítið í vetur og Elín Metta og Berglind áttu erfitt í vetur. Þarna eru lykilleikmenn en þær virðast allar vera að koma til á réttum tíma.“ Eiður segir að það sé raunhæft að stefna á að komast áfram í riðlinum en um leið að það megi lítið bregða út af hjá íslenska liðinu. „Það er ástæða til bjartsýni, en það þarf allt að ganga upp til þess. Ef það væru allir í toppstandi væri maður bjartsýnn á að stefna á að minnsta kosti átta liða úrslit,“ segir Eiður og heldur áfram: „Þegar þú kemur inn á stórmót ertu með ákveðinn kjarna sem er að fara að spila flestar mínútur . Ef einhver lykilmaður dettur út verður þetta strax mun erfiðara. Þótt það sé ágætis breidd í hópnum erum við ekki með 23 leikmenn á heims- mælikvarða, þannig að við þurfum að hafa heppnina með okkur. Síðast varð liðið fyrir miklum skakka- föllum rétt fyrir mót, þegar lykil- leikmenn duttu út rétt fyrir mót eftir óaðfinnanlega undankeppni.“ ■ Rekstrarstuðningur til einkarekinna fjölmiðla Auglýst er eftir umsóknum einkarekinna fjölmiðla um rekstrarstuðning sem veittur verður á árinu 2022. Umsóknir skulu sendar Fjölmiðlanefnd og er umsóknarfrestur til og með 2. ágúst 2022. Með breytingu á lögum um fjölmiðla nr. 38/2011, sem samþykkt var á Alþingi 25. maí 2021, var Úthlutunarnefnd veitt heimild til að ákvarða sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Úthlutunarnefnd skipa Árni Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Stefán Svavarsson endurskoðandi og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Í X. kafla B laga um fjölmiðla, sbr. frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla sem samþykkt var á Alþingi 25. maí 2021, og reglugerð nr. 770/2021 um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla, eru tilgreind skilyrði fyrir rekstrarstuðningi til einkarekinna fjölmiðla og einnig getið sérstakra atriða sem þurfa að koma fram í umsókn. Er umsækjendum bent á að kynna sér þau og einnig hvaða kröfur eru gerðar um gögn sem eiga að fylgja umsókn. Samkvæmt lögunum sér Fjölmiðlanefnd um umsýslu umsókna og veitir Úthlutunar- nefnd sérfræðiaðstoð eftir nánara samkomulagi. Til úthlutunar árið 2022 verða 384,3 millj. kr. að frádreginni þóknun fyrir störf Úthlutunarnefndar og öðrum kostnaði við umsýslu. Í 62. gr. i. laga um fjölmiðla kemur fram að rekstrarstuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjanda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna. Umsóknargögn og leiðbeiningar eru á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, www.fjolmidlanefnd.is. Þar eru tvö skjöl sem umsækjendur sækja og fylla út. Mikilvægt er að öll fylgiskjöl fylgi með umsókn. Umsóknir skulu berast á netfangið postur@fjolmidlanefnd.is, fyrir miðnætti 2. ágúst nk. Ef spurningar vakna um hvernig eigi að fylla umsóknina út er hægt að senda fyrirspurn á framangreint netfang.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.