Fréttablaðið - 11.06.2022, Side 26

Fréttablaðið - 11.06.2022, Side 26
Þegar hún lést átti hún von á fyrsta barna- barni sínu sem kom í heiminn í mars og hefur verið algjör gleðigjafi fyrir fjöl- skylduna í þessari miklu sorg. Ég ætlaði alltaf í mynd- listar- skóla en það var aldrei neinn tími til þess og á Höfn var enginn mynd- listar- skóli. Segja má að listagyðjan hafi valið Ingunni Jensdóttur fremur en að hún sjálf hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að feta braut hennar, en ferillinn spannar nú sjö ára- tugi og fjölmörg listform. Á þjóðhátíðardaginn í næstu viku opnar Ingunn sýningu á vatnslitaverkum. Þetta er ekki fyrsta sýningin sem dansarinn, leikkonan og leik- stjórinn heldur á myndlist sinni, en hún er einstök að því leyti að allar eru myndirnar tileinkaðar dóttur hennar, Perlu, sem lést skyndilega í upphafi árs. Yfirskrift sýningarinnar er Blómin hennar Perlu, en hugmyndina að verk- unum fékk Ingunn þegar heimili fjölskyldunnar fylltust af blómum í kjölfar andlátsins. Ingunn hefur spjall okkar á að fletta tilkomumiklu ljósmynda- og úrklippualbúmi frá árum hennar í Þjóðleikhúsinu. „Upphafið var í Listdansskóla Þjóðleikhússins þegar ég var ellefu ára gömul. Þar fékk ég leikhúsbakteríuna og dansaði í 15 ár í öllum óperettum og söngleikjum hússins. Hérna er ég í Kysstu mig Kata árið 1958 og hér með Helga Tómassyni, þessari elsku,“ segir Ingunn um leið og hún bendir á ljósmyndir af sjálfri sér og fyrrum stjórnanda San Fransisco-ballett- sins. Hann var á þeim tíma eini karl- maðurinn í hópi ballettdansara við skólann og var honum Ingunni aug- ljóslega vel til vina. Ingunn staldrar við úrklippu úr blaðaviðtali við Erik Bidsted, fyrsta ballettmeistara Þjóðleikhússins og aðalkennara skólans. „Hann var ráðinn hingað ásamt eiginkonu sinni, Lisu Kæregaard, en þau voru fastráðin við Pantomime-leik- húsið í Tívolíinu í Kaupmanna- höfn.“ Minningarnar eru augljós- lega góðar og Ingunn grínast með að þær stelpurnar hafi orðið sleipar í dönsku af því að hlýða skipunum Bidsted. „Við æfðum í sama sal og leiklistarskóli Þjóðleikhússins og þetta var allt í einni köku. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegur tími og við tókum þátt í f lestum óperettum og söngleikjum, enda vantaði alltaf dansara.“ Ætlaði aldrei að gerast leikari Ingunn er nýorðin áttræð og því tæp sjötíu ár síðan hún hóf nám í List- dansskólanum en hún segir þann hluta hópsins sem enn er eftir, allt- af halda saman. „Við köllum okkur „Cabaret-girls,“ enda kynntumst við í sýningunni Cabaret," segir hún og glottir. „Við erum ægilega miklar vinkonur.“ „Ég lendi alltaf óvart inni í öllu og geri þá bara gott úr því,“ segir Ingunn í léttum tón þegar hún er spurð út í bakgrunninn. „Ég var 21 árs gömul og komin mánuð á leið með frumburðinn þegar mér var boðið að vera með í uppsetningu á My Fair Lady,“ segir Ingunn og veðrast öll upp við tilhugsunina um þá sýningu. „Ég ræddi við Bidsted og spurði hann hvort hann treysti mér til að vera með. Hann sagðist gera það ef ég treysti mér sjálf, sem ég gerði. Ég var því með og dansaði þar til ég var komin fjóra og hálfan mánuð á leið. Þá gifti ég mig.“ Það var alltaf verið að láta okkur segja setningar í sýningum og ég átti að segja „Blóm til sölu“. Baldvin Halldórs, leikari og leikstjóri, tók þá eftir að ég sagði „Blóm til þölu“, ég var svo smámælt,“ segir hún og hlær en hún ákvað að reyna að laga þetta og skráði sig á leiklistarnámskeið hjá Ævari Kvaran. „Hann gat ekkert hjálpað mér við þetta en spurði mig hvers vegna ég sækti ekki um í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, þangað vanti Málar blómin hennar Perlu Ingunn fékk hugmyndina að sýningunni Blómin hennar Perlu þegar heimili fjöl- skyldunnar fylltust af blómum eftir skyndilegt frá- fall dóttur hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Ingunn byrjaði í Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins ellefu ára gömul og lauk síðar námi frá leiklistarskóla hússins. MYND/ AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is manneskju eins og mig. Mér hafði aldrei dottið í hug að gerast leikari en hann hvatti mig áfram.“ Ingunn komst inn og nú er ljóst við hvað hún átti þegar hún sagðist óvart lenda inni í öllu. Þarna réðist ævi- starfið af hendingu, en sjálf hafði Ingunn aðeins ætlað að fá aðstoð við smámælgina sem leystist svo auðveldlega síðar. „Við áttum að útskrifast 30. apríl en ég gekk þá með þriðja barnið mitt, Perlu heitna, og ákvað því að fresta útskrift og klára með bekknum á eftir,“ segir Ingunn sem útskrifaðist árið 1970. Ingunn eignaðist þrjú börn með fyrri eiginmanni sínum, Svani Þór Vilhjálmssyni, þau Guðrúnu Helgu Svansdóttur og Jens Þór Svansson með árs millibili og svo kom Auður Perla Svansdóttir. Ingunn og Svanur Þór skildu og giftist hún árið 1979 Friðjóni Guð- röðarsyni, þá sýslumanni í Austur- Skaftafellssýslu, og f lutti ásamt börnum sínum þremur til hans á Höfn í Hornafirði. „Friðjón átti fjögur börn fyrir og ég þrjú en síðan eignuðumst við saman dótturina Ingileif Hrönn.“ Setti upp fimmtíu leikverk Ingunn lék mikið í Þjóðleikhúsinu meðan á námi stóð og eftir útskrift en hætti þar þegar hún flutti á Höfn en sagði þó alls ekki skilið við leik- listina. „Ég var ekkert endilega í stórum hlutverkum sem leikkona en hef sett upp 50 leikverk sem leik- stjóri í áhugaleikhúsum víðs vegar um landið. Eins hef ég leikið og leik- stýrt hjá Leikfélagi Akureyrar. Ég setti til dæmis upp barnaleikritið Ferðin til Panama sem var frum- sýnt úti í Grímsey,“ segir Ingunn og hugurinn reikar aftur. „Við leikhóp- urinn flugum út í eyjuna í lítilli rellu í blíðskaparverði, með leikmyndina nánast ofan á hausnum. Morguninn eftir var allt tilbúið fyrir sýningu og kvenfélagið búið að baka býsn af kökum. Þá kom grenjandi rigning og þoka svo enginn komst frá Akur- eyri til að sjá sýninguna en allir í eyjunni mættu þó,“ rifjar hún upp og hlær. Friðjón tók síðar við sýslumanns- embætti í Rangárvallasýslu og bjuggu þau í 16 ár á Hvolsvelli og hélt Ingunn áfram í áhugaleikhús- unum sunnan heiða. Örlagatalan sjö Ingunn segir sjö vera örlagatölu í sínu lífi. „Ég bjó í sjö ár á Höfn og svo síðar í 16 ár á Hvolsvelli en sex og einn eru sjö. Síðar keyptum við Friðjón okkur hús á Fjólugötu 25 árið 2002 – ég keypti það bara því tveir og fimm eru sjö,“ segir hún og hlær. „Þegar Friðjón svo dó árið 2003 seldi ég húsið enda erfitt fyrir mig að reka það ein. Hann var aðeins 66 ára gamall þegar hann lést.“ Ingunn er augljóslega ung í anda og virk í félagslífi enda segist hún glöð myndi taka að sér uppsetningu á leikverki í dag. „Ég er í kór Fella- og Hólakirkju, við vorum að koma frá Akureyri þar sem við vorum með tónleika og erum á leið til Skot- lands í haust. Það er bara svo gaman að lifa. Ég segi alltaf að ég sé glettin, spaugsöm og spræk,“ segir hún og raular lagið Laugardagskveld þar sem tilvitnunin kemur fram í text- anum. Málandi í farþegasætinu „Ég ætlaði alltaf í myndlistarskóla en það var aldrei neinn tími til þess og á Höfn var enginn myndlistar- skóli. Ég keypti mér því fjölmargar bækur og er sjálflærð í vatnslitum, bara málaði og málaði.“ Í nokkur ár hefur Ingunn mætt þrisvar í viku í Myndlistarskóla Kópavogs ásamt hópi fólks sem málar saman olíuverk. „Þetta heldur manni algjörlega gangandi og við erum svo góður hópur að við tímum ekki að hætta.“ Árin fyrir austan málaði Ingunn mikið jöklana í kring og segist hafa málað bæði úti í náttúrunni og í bílnum á ferð með eiginmanninum. „Friðjón var á þeysireið á milli bæja og ég í farþegasætinu með renn- inga í kjöltu mér og litina í hanska- hólfinu að biðja hann að stoppa eða hægja á sér. Hann átti þá til að segja: „Ef ég á að stoppa enn einu sinni þá missi ég af fundinum.“ Blóm í minningu dóttur En að sýningunni sem Ingunn er nú í óðaönn að undirbúa, sýningunni til minningar um Perlu, dóttur hennar. „Við fengum rosalega mikið af blómum send eftir fráfall hennar. Einn morguninn vaknaði ég svo og hugsaði: Ég ætla að halda sý ningu á blómunum hennar Perlu.“ Þegar talið berst að fráfalli Perlu getur Ingunn ekki haldið aftur af tárunum. „Eftir áramótin kom ég við hjá henni eitt kvöldið. Það var allt í góðu en hún sagðist þó vera með mikinn höfuðverk.“ Morgun- inn eftir fékk Perla heilablóðfall og lést. „Hún var 52 ára, þriggja barna móðir og starfaði hjá Nox Medi- cal. Þegar hún lést átti hún von á fyrsta barnabarni sínu sem kom í heiminn í mars og hefur verið algjör gleðigjafi fyrir fjölskylduna í þess- ari miklu sorg. Perla var formaður Mótettukórsins og dugleg í félags- starfi og afar vinsæl manneskja svo ég óttast helst að vera ekki með nóg af myndum fyrir sýninguna,“ segir Ingunn sem býst við fjölda gesta á sýningu sína sem verður á Hótel Natura og stendur frá 17. júní til 19. júní. n Frá uppsetn- ingu Þjóð- leikhússins á Dimmalimm árið 1954 sem Ingunn tók þátt í en Helgi Tómasson og Anna Brands- dóttir dönsuðu aðalhlutverkin. MYND/AÐSEND 26 Helgin 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.