Fréttablaðið - 11.06.2022, Síða 44
Verkefnastjóri
Kennslu og
þróunar
Háskólinn á Bifröst leitar að verkefnastjóra í kennslufræðum í fullt starf.
Háskólinn á Bifröst leitar að verkefnastjóra í kennslufræðum í fullt starf. Um er að ræða tvíþætt starf, sem felur annars vegar í sér
kennslufræðilega aðstoð og þróun gæða háskólanáms í stafrænni miðlun og hinsvegar utanumhald og verkefnastýringu staðlota
grunnnáms. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að vinna með góðum hópi í stuðningi við kennara og þróun starfræns náms.
Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar í kennslu og er leiðandi hér á landi í stafrænni miðlun náms
á háskólastigi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
•Námskeiðahald og kennslufræðileg ráðgjöf í samráði við framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu og deildarforseta.
•Þróun á kennslufræði starfræns náms og lausna í stafrænni kennslu
•Aðstoð við nám- og kennsluskrárvinnu í samvinnu við verkefnastjóra, kennslustjóra og deildarforseta
•Kennslumat og úrvinnsla gagna
•Umsjón með vinnuhelgum grunnnáms, verkefnastjórnun og gerð stundatöflu
•Samskipti við bóksölu vegna pantana á námsbókum
Menntunar- og hæfniskröfur:
•Framhaldsnám á sviði menntunarfræða eða á öðru sviði sem nýtist í starfi
•Reynsla af þróun kennsluhátta er kostur
•Góð almenn tölvuþekking og þekking á stafrænum kennsluháttum
•Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
•Góð hæfni í stýringu verkefna og skipulagshæfni
•Góð Þekking á stafrænum kennsluháttum
•Góð samskiptahæfni og hæfni í að vinna með fjölbreyttum hópum
•Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
•Kennslureynsla kostur
•Þekking á háskólasamfélagi kostur
Umsókn: Með umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu sem nýtist í starfi.
Starfsstöð verkefnisstjóra í kennslufræðum er á Bifröst með ákveðna viðverudaga í Reykjavík
Nánari upplýsingar Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu kennslustjori@bifrost.is sími 433-3000
eða Hulda Dóra Styrmisdóttir mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is. Umsóknir skilist inn á umsóknarvefnum Alfred.is.
Umsóknarfrestur er til og með 13. Júní 2022 bifrost.is
bifrost.is
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og
Dagbjört Una Helgadóttir (dagbjort@intellecta.is) í síma 511 1225.
Bjarg íbúðafélag er íbúðaleigufélag rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og
fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið er með um 700 íbúðir í útleigu og
vinnur að byggingu 1000 íbúða víðs vegar um land. Nánari upplýsingar má finna á: www.bjargibudafelag.is.
Fjármálastjóri
Bjarg íbúðafélag leitar að öflugum einstaklingi í krefjandi stjórnunarstarf þar sem frumkvæði, samskiptafærni
og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín. Í boði er áhugavert starf á skemmtilegum vinnustað.
• Dagleg umsjón með fjármálum fyrirtækisins
• Fjármögnun verkefna
• Sjóðsstýring og ávöxtun fjármuna
• Líkana-, áætlana- og skýrslugerðir
• Vinna við uppgjör í samvinnu við stjórnendur og
endurskoðendur
• Samskipti við fjármálastofnanir og samstarfsaðila
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af fjármálastjórnun
• Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði
og árangri
• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæði í starfi
• Mjög góð færni í íslensku í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist
í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og
umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.