Fréttablaðið - 11.06.2022, Qupperneq 48
Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við
ógnum vegna netárása. Sveitin greinir atvik, takmarkar útbreiðslu og tjón af
völdum netárása og er virkur þátttakandi í umræðu um netöryggismál og fyrir-
byggjandi aðgerðum fyrir íslenska innviði.
Fagstjóri í netöryggissveit - CERT-ÍS
Netöryggissveitin CERT-ÍS leitar að fagstjóra atvikameðhöndlunar. CERT-ÍS starfar sem sér skipulagseining innan Fjarskiptastofu.
Fagstjóri atvikameðhöndlunar gegnir lykilhlutverki í að móta og styrkja stöðu CERT-ÍS til komandi ára. Einnig býðst frábært tækifæri til náinnar þátttöku í sívaxandi og öflugu samstarfi
erlendra CERT/CSIRT teyma.
Við bjóðum gott tækifæri til starfsþróunar í kviku umhverfi netöryggismála.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vinna náið með stjórnendum við stefnumótun og uppbyggingu CERT-ÍS
• Leiða hóp atvikameðhöndlunar og viðbragðsteymis CERT-ÍS
• Meginábyrgð á þróun og framkvæmd viðbragðshlutverks CERT-ÍS
• Leiða eftirvinnslu atvikameðhöndlunar og úrvinnslu og miðlun upplýsinga
• Virk þátttaka í sviðshópum mikilvægra innviða
• Undirbúa og framkvæma reglubundnar æfingar sviðshópa
• Náin þátttaka í samstarfi alþjóðlegra CERT og CSIRT sveita
• Greining á mismunandi netárásum og ráðgjöf til þjónustuaðila
Hæfniskröfur
• Hæfni í mannlegum samskiptum og góð leiðtogahæfni
• Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða haldgóða reynslu á sviði netöryggismála
• Minnst 2 ára starfsreynsla í netöryggismálum
• Reynsla af hugbúnaðargerð, net- eða kerfisrekstri
• Reynsla af viðbragðs- og aðgerðarstjórnun
• Mikil greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð
• Djúp þekking á helstu samskiptastöðlum í upplýsingatækni
• Hæfileiki til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi
• Þekking á fjarskiptalögum og NIS löggjöfinni æskileg
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Krafist er sakavottorðs. Umsækjandi sem er ráðinn þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk. Sækja þarf um á www.starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arnar Sigmundsson - gudmundur@cert.is
CERT-ÍS hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið. Litið er svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.
Viltu starfa
hjá stærsta
bílaumboði
landsins?
Í boði er björt og glæsileg vinnuaðstaða og
endurmenntun til að viðhalda þekkingu og
tileinka sér nýjustu tækni. Verkstæðið er
tæknilega vel útbúið samkvæmt stöðlum
framleiðanda.
Sótt er um á www.bl.is/atvinna
Umsóknarfrestur er til 19. júní
Nánari upplýsingar veitir
Trausti Björn, deildarstjóri þjónustu:
trausti.ri@jaguarlandrover.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
› Bilanagreiningar
› Fylgja verkferlum framleiðanda í
bilanagreiningum, viðgerðum og skýrslugerð
› Ákvarðanataka um pöntun varahluta eftir
niðurstöðu greiningar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
-
0
1
1
3
2
9
G
re
in
a
n
d
i
6
x
2
0
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Við óskum eftir bifvélavirkja til þess að sinna stöðu bilanagreinis. Bilanagreinir
vinnur náið með verk- og tæknistjórum, aðstoðar bifvélavirkja eftir þörfum,
sinnir skýrslugerð og sækir námskeið erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
› Bifvélavirkjamenntun
› Nokkurra ára starfsreynsla nauðsynleg
› Góð færni í ensku, töluðu og rituðu máli
› Gott tölvulæsi, unnið er með rafrænar verkbeiðnir
og hluti af þjálfun er rafræn
› Bílpróf
› Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg
Bilanagreinir á verkstæði
Jaguar Land Rover
2022 - 2025
Hjá BL vinnur fólk sem hefur metnað til þess að skara fram úr og veita framúrskarandi og faglega þjónustu í
samvinnu við samheldinn og sterkan starfsmannahóp. Öflug námskeiðs- og fræðsluáætlun viðheldur þekkingu
og eflir starfsmenn í nýjustu tækni vörumerkjanna. Starfsmenn fá vottaðar staðfestingar eða gráður, skv. stöðlum
vörumerkjanna. Hjá BL er mjög virkt starfsmannafélag og einstök fyrirtækjamenning sem við erum afar stolt af.
Vinnutími:
Mán.–fim. .................... kl. 8.00–17.00
Fös. ................................. kl. 8.00–15.15
10 ATVINNUBLAÐIÐ 11. júní 2022 LAUGARDAGUR