Fréttablaðið - 11.06.2022, Side 85

Fréttablaðið - 11.06.2022, Side 85
Okkar elskulegi Jósef Auðunn Friðriksson varð bráðkvaddur í vinnuferð í Bretlandi 17. maí. Hann verður jarðsunginn frá Stöðvarfjarðarkirkju 18. júní kl. 12.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Streymt verður frá athöfninni á viðburðinum „Útför Jósefs á Stöðvarfirði“ á Facebook. Solveig Friðriksdóttir Halla Björk Jósefsdóttir Árni Þór Sigtryggsson Friðrik Júlíus Jósefsson Dýrunn Elín Jósefsdóttir Helena Emma, Sara Marín og Árni Berg Árnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu hluttekningu og hlýhug við andlát Jóns Hjörleifs Jónssonar skólastjóra, prests og söngstjóra. Kirkjugestum, presti, tónlistarfólki, útfararþjónustu og öðrum þeim sem komu að athöfninni, ásamt þeim sem sendu blóm og kveðjur, færum við hugheilar þakkir. Starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði sem annaðist Jón af miklu kærleiksþeli undanfarin ár er þakkað sérstaklega. Sólveig Hjördís Jónsdóttir Stefán Stefánsson Kristín Guðrún Jónsdóttir Jón Thoroddsen Jón Árni Jónsson Linda Dís Guðbergsdóttir Kolbrún Sif Muchiutti Ricardo Muchiutti barnabörn, makar og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma Dreki og langamma, Bylgja Eybjörg Stefánsdóttir yndislegasta móðir í heimi og lífskúnstner, Lokastíg 28a, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 7. júní. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 13. Sigtryggur Albertsson Ragnheiður Sóley Stefánsdóttir Arnar Albertsson Inga Björg Stefánsdóttir Atli Þór Albertsson Anna Ósk Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, Alda Hanna Grímólfsdóttir lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 8. júní. Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans. Jónína Ingólfsdóttir Grímólfur Sævar Valdimarsson Hugrún Valgarðsdóttir Anna Laufey Árnadóttir Halldór Vilberg Torfason Alda Hanna Grímólfsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ágústa Jóhannsdóttir Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ, sunnudaginn 22. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk hjúkrunarheimilisins Hamra, fyrir hlýhug og kærleiksríka umönnun. Guðmundur B. Guðjónsson Magnea I. Þórarinsdóttir Þyrí Guðjónsdóttir Kristján Kristmundsson Tryggvi Þór, Katrín, Guðjón Arnar, Thelma Rós, Guðgeir Búi, Ágústa Katrín og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Kristín Árnadóttir Kristjánshaga 8, Akureyri, lést 22. maí á sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haukur Jónsson Sóley Guðjónsdóttir Finnur Dagsson Halldór Guðjónsson Birkir Björn Hauksson Pornpun Krumkratok Ívan Poulsen ömmu- og langömmubörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug sem okkur hefur verið sýndur vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Inga Einars Jóhannessonar frá Dynjanda. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði. Alda S. Gísladóttir Elvar G. Ingason Dagný S. Geirsdóttir Brynjar Ingason Guðbjörg R. Jónsdóttir afabörn og langafabörn. Kær bróðir okkar, Sigurður Óskarsson lést þriðjudaginn 31. maí á dvalarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 15. júní kl. 15.00. Kristján Norman Óskarsson Lárus Örn Óskarsson Anna Hulda Óskarsdóttir Guðfinna Óskarsdóttir Ásdís Óskarsdóttir Ólafur Óskar Óskarsson Ingibjörg Óskarsdóttir Halldóra Óskarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Þóra Björnsdóttir Faxabraut 13, Hlévangi, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 29. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Svala Sveinsdóttir Hilmar Hafsteinsson Anna Þórunn Sveinsdóttir Albert Guðmundsson Björn Sveinsson Guðfinna Emma Sveinsdóttir Henrik Sten Schjønning ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elsku hjartans eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Sigrid Anna Felzmann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar þann 1. júní síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. júní kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Yngvi Örn Guðmundsson Ingibjörg Lydia Yngvadóttir Aldís Yngvadóttir Jón Þór Þorgrímsson Yngvi Jósef Yngvason Þórdís Ósk Rúnarsdóttir Eyjólfur, Daði, Andri, Hugrún, Gígja, Signý og Kristófer Rúnar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eyþór Sigmundsson matsveinn, Kársnesbraut 93, Kópavogi, lést á hvítasunnudag, 5. júní síðastliðinn. Útförin fer fram mánudaginn 13. júní í Kópavogskirkju, klukkan 13. Guðrún Helga Eyþórsdóttir Lilja Eyþórsdóttir Sigmundur Eyþórsson Brynja Eyþórsdóttir og fjölskyldur. ERUM FLUTT Eyrartröð 16, 220 Hafnarrði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarrði Opið kl. 11-16 virka daga FALLEGIR LEGSTEINAR Þann 11. júní 1935 lauk fyrsta konan lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands. Sú hét Auður Auðuns. Auður varð svo síðar fyrst kvenna til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra á Íslandi. Auður var fædd á Ísafirði hinn 18. febrúar 1911 og lést 19. október 1999. Hún var dóttir Jóns Auðuns Jónssonar alþingismanns, fyrst fyrir Íhaldsflokkinn og svo seinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur. Auður tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík árið 1929 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935. Ári seinna giftist hún Hermanni Jónssyni hæstaréttarlögmanni og eignaðist með honum fjögur börn. Hún starfaði sem lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur á árunum 1940-1960, var bæjar- og síðar borgar- fulltrúi í Reykjavík á árunum 1946-1970, forseti bæjarstjórnar, síðar borgarstjórnar 1954-1959 og 1960-1970 og gegndi em- bætti borgarstjóra í Reykjavík, ásamt Geir Hallgrímssyni, frá 19. nóvember 1959 til 6. október 1960. Hún var alþingismaður Reyk- víkinga 1959-1974 fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Hún sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1967. Hún var skipuð dóms- og kirkjumála- ráðherra hinn 10. október 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún sat einnig í útvarpsráði 1975-1978. Auður var einnig virk í Kvenréttindafélagi Íslands og var gerð að heiðursfélaga þar 19. júní 1985 þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, minntist hennar á dánardeginum og sagði; „Með störfum sínum ávann Auður Auðuns sér traust og það var hlutskipti hennar að vera fyrsta kona sem var borgarstjóri höfuðborgarinnar og fyrsta kona sem tók sæti í ríkisstjórn Íslands. Hún hlaut á ungum aldri góða menntun og kynntist í störfum sínum högum almennings og kjörum, vann að málum stefnuföst og háttvís og brást í engu því trausti sem til hennar var borið.“ ÞETTA GERÐIST: 11. JÚNÍ 1935 Lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna á Íslandi Auður Auðuns varð fyrst kvenna til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 11. júní 2022 Tímamót 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.