Fréttablaðið - 11.06.2022, Qupperneq 92
Við sjáum það á öllum
golfvöllum að kon-
urnar eru heldur betur
mættar til leiks.
Kylfingar 50 ára og eldri eru
stærsti einstaki hópurinn í
golfi á Íslandi. Öflugt starf
er unnið innan LEK og
fjölmargir vel sóttir við-
burðir fara fram á hverju ári
á vegum samtakanna.
kylfingur.is
Annað mótið á Icewear-móta-
röðinni fór fram á Hvaleyrarvelli
Golf klúbbsins Keilis sl. sunnu-
dag. Gauti segir vel hafa tekist til
og mikil almenn ánægja verið
meðal þátttakenda. Næsta mót á
mótaröðinni, Opna 66°Norður,
fer fram á Þorláksvelli Golfklúbbs
Þorlákshafnar á morgun. „Við hjá
LEK erum einkar lánsöm með sam-
starfsaðila en átta samstarfsaðilar
koma að mótunum. Icewear eigum
við auðvitað mikið að þakka sem
aðal samstarfsaðila mótaraðar-
innar.
Það hefur gengið mjög vel að
fá aðila til samstarfs og fyrir það
erum við þakklát. Við höfum gert
samning við Icewear til tveggja
ára sem gerir okkur meðal ann-
ars kleift að auglýsa mótin okkar
betur. Þá getum við veitt verðlaun
í öllum f lokkum ásamt nándar-
verðlaunum. Mig langar að nota
tækifærið og þakka einnig þeim
fyrirtækjum sem hafa og munu
útvega verðlaun í sumar. Þau eru
66° Norður, Ping, Örninn, Kaffi-
tár, Nespresso og Bláa Lónið og þá
útvegar fyrirtækið Sóley organics
verðlaun á par 3 holur í sjö mótum
sumarsins. Við viljum þakka þess-
um fyrirtækjum fyrir stuðninginn
– án þeirra væri starfið erfiðara,“
segir Gauti Grétarsson, formaður
LEK – Landssamtaka eldri kylfinga.
Ganga með tilgangi eflir andann
„Við í stjórninni f innum fyrir
auknum áhuga á golfi eldri kylf-
inga. Við leggjum áherslu á það
við stjórnvöld að það að iðka golf
sé öflug forvörn fyrir sjúkdóma og
kvilla síðar á lífsleiðinni og hægi á
öldrunareinkennum. Rannsóknir
sýna að þeir sem stunda golf eru í
betra formi en þeir sem gera það
ekki. Spila þar margir þættir inn í,
bæði líkamlegir, andlegir og félags-
legir. Það að ganga 9 eða 18 holur
nokkrum sinnum í viku með til-
gangi í góðum félagsskap, hefur
áhrif á eflingu andans og lýðheilsu-
áhrifin eru mikil.“
Síðasta sumar var liðakeppni í
öldungamótaröðinni sett á lagg-
irnar þar sem einstaklingar gátu
skráð sig í lið og keppt þannig
samhliða einstaklingskeppninni.
„Liðakeppni er ný upplifun fyrir
suma kylfinga sem eru oft meira
uppteknir af eigin frammistöðu en
frammistöðu einhverra annarra. Í
fyrra byrjuðum við með liðakeppni
karla 65 ára og eldri og í sumar
ætlum við að gera sama með konur
65 ára og eldri. Það er ánægjulegt
að áhugi íslenskra kvenna á golfi
er að aukast. Við sjáum það á öllum
golfvöllum að konurnar eru heldur
betur mættar til leiks. Það finnst
mér mikilvægt þar sem kvenna-
golf er á uppleið í heiminum og
samhliða auknum áhuga kvenna
fjölgar stelpum í golfi sem er mjög
mikilvægt,“ segir Gauti.
Eldri landslið á ferð og flugi
„Við erum að senda landslið til
keppni erlendis. Kvennalandsliðið
keppir á Marisa Sgaravatti Trophy í
júlí og karlalandslið 65 ára og eldri
keppir á Ítalíu. Að lokum keppir 55
ára landslið karla í París í byrjun
ágúst.
Mig langar að nota tækifærið og
þakka þeim fjölmörgu sjálf boða-
liðum sem lagt hafa okkur lið og
þeim sem almennt gefa vinnu sína
í þágu golfíþróttarinnar á Íslandi.
Það krefst mikils utanumhalds að
halda 8 mót á einu sumri og margar
hendur þarf til. Sjálf boðaliðar eru
dýrmætur fjársjóður í íslenskum
íþróttum og án öf lugra bakhjarla
væri erfitt að halda samtökum eins
og LEK gangandi.“ n
Golf er öflug forvörn fyrir sjúkdóma og kvilla
kylfingur.is
Haraldur Franklín Magnús úr GR
var grátlega nálægt því að komast
inn á Opna bandaríska meistara-
mótið í gegnum lokastig úrtöku-
móts í New York sem fram fór á
mánudaginn var. Haraldur Frank-
lín segist hafa skráð sig í mótið þar
sem hann gat farið beint á loka-
stigið vegna stöðu sinnar á heims-
listanum. Úrtökumótin fyrir Opna
bandaríska meistaramótið eru
leikin á tveimur stigum en 500
efstu kylfingarnir á heimslistanum
komast beint á lokastigið.
„Ég hugsa að það taki fátt meira á
taugarnar en að týja boltann upp á
1. teig á US Open þar sem völlurinn
er settur upp eins erfiður og kostur
er og allir þeir bestu í heiminum
taka þátt. Ég vil spila í akkúrat svo-
leiðis aðstæðum – á risamótum,“
segir Haraldur Franklín.
Lokaðir klúbbar
„Leiknir voru tveir hringir á tveimur
völlum á annars vegar Old Oaks
Country Club og hins vegar Cent-
ury Country Club á sama deginum.
Um er að ræða mjög lokaða klúbba
og sem dæmi mátti eingöngu æfa í
15 mínútur á æfingasvæðinu, ekki
spila æfingahring daginn fyrir mót
og að sjálfsögðu var stranglega
bannað að fara inn í klúbbhúsið.
Ég náði því ekki góðri æfingu fyrir
mótið en það fylgir þessu stundum.
Vellirnir voru báðir settir upp krefj-
andi, flatirnar voru hraðar og mikill
halli á þeim – það var bannað að
skilja eftir pútt niður í móti. Dagur-
inn fór frekar brösuglega af stað og
eftir fimm holur var ég kominn 2
högg yfir par Old Oaks vallarins. Ég
vann mig þó til baka á hringnum
og endaði á 1 höggi undir pari.
Century völlurinn var aðeins þægi-
legri og þar var auðveldara að setja
upp leikskipulag. Mér gekk mjög
vel að spila hann og ég var heilt yfir
ánægðastur með þolinmæðina og
hugarfarið. Niðurstaðan var 2 högg
undir par og við tók löng bið.“
Átta manna umspil um þátttöku
Haraldur f lakkaði fram og til baka,
yfir og undir niðurskurðarlínuna
en þegar allir kylfingar höfðu skil-
að sér í hús var ljóst að grípa þurfti
til bráðabana milli átta kylfinga
um þrjú sæti á þessu þriðja risa-
móti ársins. „Myndaðir voru tveir
ráshópar. Ég dró töluna 8 úr hatti
og sló síðastur úr seinni ráshópn-
um. Fyrsta hola bráðabanans var 1.
braut á Old Oaks vellinum. Brautin
liggur í hundslöpp til hægri og
vindurinn blés frá hægri til vinstri.
Ég fór aðeins of langt út í hunds-
löppina og endaði í karganum. Þar
lá köngull upp við boltann. Ég var
með dómara með mér og var að
velta fyrir mér að færa köngulinn.
Dómarinn var f ljótur að tjá mér
að ef boltinn hreyfðist fengi ég tvö
högg í víti. Ég var of skjálfhentur í
svoleiðis Míkadó-leik svo ég ákvað
að reyna að slá lágt og rúlla bolt-
anum inn á f löt. Það gekk nokkuð
vel eftir en köngullinn reif í og ég
dró ekki inn á f lötina. Ég átti svo
gott högg inn á f löt og setti þriggja
metra pútt í. Boltinn tók reyndar
heilhring á holubarminum en hann
endaði í. Við fengum allir par á
holuna. Næst fórum við á 18. braut
vallarins, sem er löng par 5 hola
og liggur upp í móti. Við heyrðum
einhver fagnaðarlæti á f lötinni
í hollinu á undan okkur. Ég átti
u.þ.b. fjögurra til fimm metra pútt
eftir fyrir fugli og ætlaði að negla
það niður. Ég vildi alls ekki vera of
stuttur. Ég missti púttið rétt hægra
megin og boltinn staðnæmdist tvo
metra fram fyrir holu. Þarna voru
þrír kylfingar búnir að fá fugl svo
því miður gekk þetta ekki upp að
þessu sinni.“
„Ég verð bara með seinna“
„Það verður erfitt að horfa á US
Open í næstu viku og hugsa um
eitt högg hér og eitt högg þar – högg
sem hefðu getað komið mér á The
Country Club meðal þeirra allra
bestu, en ég má ekki pirra mig á
þessu.
Ég get tekið margt jákvætt með
mér frá New York. Það var hell-
ingur af frábærum kylfingum með
í mótinu og Ross Davis, félagi minn
úr bandaríska háskólagolfinu, kom
frá Boston og var kylfuberi. Það var
frábært að hafa gamlan vin á pok-
anum en við Ross hittumst ekki
oft. Þetta var skemmtilegur dagur.
Hann var erfiður og stressandi en
frábær áskorun og sem betur fer
er US Open árlegur viðburður – ég
verð bara með seinna.“n
Haraldur Franklín grátlega nálægt US Open
kylfingur.is
Þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr GFB
og Halldór Birgisson úr GHH leika
á Evrópumóti eldri kylfinga í Eist-
landi dagana 9.-11. júní. Mótið fer
fram á strandvellinum á Pärnu Bay.
Sigurbjörn og Halldór keppa í flokki
50 ára og eldri en einnig er keppt í
f lokki 60 ára og eldri. Keppendur
eru 105 talsins frá 25 þjóðríkjum.
Á mótinu eru leiknir þrír 18 holu
hringir á jafn mörgum keppnis-
dögum. Þeir félagar léku á Opna
spænska meistaramótinu í febrúar
á þessu ári og náðu góðum árangri.
Nánari umfjöllun um Evrópumótið
er að finna á kylfingur.is. n
Tveir fulltrúar
frá Íslandi á EM
eldri kylfinga
Gauti Grétars-
son, formaður
LEK.
MYND/GSÍ
SIGURÐUR ELVAR
ÞÓRÓLFSSON
Ross Davis, félagi Haralds Franklíns úr háskólagolfinu, var kylfusveinn hans.
MYND/AÐSEND
Halldór Birgisson og Sigurbjörn Þor-
geirsson á Opna spænska meistara-
mótinu í febrúar. MYND/AÐSEND
GOLF kylfingur.is FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2022 LAUGARDAGUR