Bændablaðið - 25.05.2022, Síða 8

Bændablaðið - 25.05.2022, Síða 8
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 20228 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 439.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Tveir gallagripir sæðingastöðvanna: Gul fita og áhættu arfgerð Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land búnaðar ins (RML) hefur verið upplýst að tveir sæðinga­ stöðvahrútar sem hafa verið í notkun á undanförnum árum hafi reynst gallagripir. Annar þeirra heitir Glæpon 17-809, en grunur vaknaði um að hann hafi gefið af sér afkvæmi með gula fitu eftir að tveir synir hans gáfu lömb síðasta haust sem metin voru gul í sláturhúsi. Hinn heitir Galli 20-875, sem kom nýr inn á sæðingastöð í desember, en hann reynist með áhættuarfgerð fyrir riðusmiti. Vegna mannlegra mistaka virðist sem sá hrútur hafi verið tekinn inn á sæðingastöð á fölskum forsendum. Glæpon var felldur eftir þriggja ára notkun á sæðingastöðvunum en hann hafði verið í notkun árin 2018 til 2020. Bændur eru hvattir til að hafa samband við RML eða Matís ef grunur vaknar um að þessi galli sé til staðar í tiltekinni ræktunarhjörð. Sama á við um ef fæðast vansköpuð lömb sem rekja ættir til sæðingahrútanna að þá er mikilvægt að koma upplýsingum um það til RML. Um helmingur afkvæma Galla sem nú fæðast um allt land mun bera áhættuarfgerðina og er mælst til þess að afkvæmi hans sem koma til álita næsta haust sem ásetningslömb, séu arfgerðargreind svo áhættuarfgerðin sé ekki framræktuð. Gallinn verður ljós þegar búið er að lóga Eyþór Einarsson, sauðfjárræktar- ráðunautur hjá RML, segir að gul fita sé fyrst og fremst útlitsgalli, en sé meinlaus og hafi ekki áhrif á bragð. Mjög slæmt sé að dreifa slíkum galla en hingað til hafi verið erfitt að sjá þetta fyrir. „Þessi galli kemur ekki fram fyrr en búið er að lóga gripnum og sýnir sig eingöngu hjá gripum sem eru arfhreinir fyrir gallanum. Þannig að ef fram koma lambsskrokkar sem eru gulir, er ljóst að bæði faðir og móðir bera þennan erfðagalla. Góðu fréttirnar eru þær að nú eygir loks í að hægt sé að prófa gripi fyrir þessum erfðagalla með DNA prófi. Við höfum verið að vinna með Matís í því að þróa próf fyrir þessu, en það er ekki langt síðan að erlendir vísindamenn fundu gen sem virðast stjórna þessari arfgerð. Prófað hefur verið að greina sýni úr Glæpon og virðist hann arfblendinn fyrir gulri fitu. Grunur vaknaði þegar í ljós kom að tveir synir hans gáfu gula skrokka. Þannig að það eru býsna sterkar líkur á því að Glæpon sé sekur,“ segir Eyþór. Tekinn inn á stöð á röngum forsendum Eyþór segir að mál Galla 20- 875 frá Hesti sé líklega vegna mannlegra mistaka. „Upphaflega er tekið sýni úr Galla ásamt öðrum tilvonandi ásetningshrútum á Hesti haustið 2020. Þá voru greind þessi tvö hefðbundnu sæti, 136 og 154, á príongeninu. Reyndist Galli hlutlaus í þeim sætum og tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum. Síðan tókum við sýni úr honum nú í vetur, til að greina hin fjögur sætin á príongeninu sem nú eru til skoðunar. Þá kemur önnur niðurstaða, það er að segja að hann reynist með áhættuarfgerð í sæti 136. Ákváðum við að tilkynna þetta strax þar sem menn hafa verið að taka sýni í vor vegna arfgerðargreininga á príonpróteininu. Hins vegar eigum við eftir að fara aðeins betur ofan í saumana á því hvar þessi skekkja liggur. Ábyrgð og skaðabætur Áður en hrúturinn verður felldur verður hann bæði greindur einu sinni enn með tilliti til þess hvort þetta sé nú ekki 100 prósent rétt að hann sé með þessa áhættuarfgerð og hins vegar ætterni staðfest með DNA greiningu. Þegar búið er að skoða þetta betur er a.m.k. hægt að átta sig á því hvað hefur farið úrskeiðis,“ segir Eyþór. Spurður um hvar ábyrgð liggi og mögulegar skaðabætur, segir Eyþór að fyrst sé rétt að átta sig á því hvar villurnar liggja. „Fjárhagslegt tjón bænda vegna þessa máls felst aðallega í greiningum á sýnum úr lömbum undan Galla, þannig að tryggt sé að áhættuarfgerðin sé ekki framræktuð en helmingur afkvæmanna ætti að vera í lagi. Væntanlega munu margir stefna að því hvort sem er að greina alla þá hrúta sem koma til álita sem ásetningshrútar á komandi hausti.“ Varðandi gulu fituna og aðra erfðagalla þá held ég að sé langsótt að gera einhvern skaðabótaskyldan fyrir slíkum uppákomum. Sæðið yrði þá bara að vera dýrara ef ætti að vera einhver skaðabótasjóður til hjá sæðingastöðvunum. Þetta er bara áhætta sem fylgir ræktunarstarfinu og menn eru að sjálfsögðu að gera sitt besta til að forðast. Við erum þó að vinna í því að öðlast vopn til að geta greint þessa erfðagalla. Í gegnum sæðingarnar höfum við framræktað stofninn í heild með ákaflega góðum árangri. Við eigum hér einstaklega harðgeran stofn sem jafnframt er vel gerður með tilliti til holdfyllingar og skilar miklum afurðum. Sæðingastarfsemin hefur verið einn af lykilþáttunum í því að ná þessum framförum í stofninum – við skulum ekki gleyma því,“ segir Eyþór. /smh Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands: Nemendafjöldi tvöfaldaðist Nemendafjöldi Landbúnaðar­ háskóla Íslands hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Það kom fram í máli Ragnheiðar Þórarinsdóttur, rektors LbhÍ, á ársfundi skólans þann 20. maí sl. Landbúnaðarháskóli Íslands heldur úti þremur fagdeildum sem bjóða upp á starfsmenntanám á framhaldsskólastigi, grunnnám, meistaranám og nám til doktors- gráðu. Nemendum hefur fjölgað þvert á námsstig og deildir og eru nemendur nú um 600 talsins. Í ræðu Ragnheiðar kom enn fremur fram að tekjur úr samkeppnis- sjóðum hafi nær þrefaldast frá árinu 2018 og námu um 330 milljónum króna árið 2021. „Auknar tekjur til rannsókna hefur gert Landbúnaðarháskólanum kleift að fjölga starfsfólki og framhaldsnemendum. Þar með styrkist öll starfsemin, þ.m.t. kennslan á öllum námsstigum þar sem doktorsnemendur taka virkan þátt í kennslunni og þróun námsins. Styrkir til rannsókna hafa einnig stutt beint við innviðauppbyggingu og tækjakaup. Með vaxandi rannsóknastarfsemi eflist alþjóða- starf, fjöldi ritrýndra greina hefur aukist marktækt milli ára og gert starfið sýnilegra á alþjóðavettvangi. Í dag starfa 24 sérfræðingar við skólann frá 15 löndum og þá eru ekki meðtaldir meistaranemendur og nemendur sem eru hér sem skiptinemar,“ sagði Ragnheiður á ársfundinum. Í stefnu skólans fyrir tímabillið 2019–2024 kemur fram að efla eigi nýsköpun, rannsóknir og kennslu, tryggja skilvirka nýtingu innviða, efla liðsheildina og kynna starfið fyrir almenningi og hagaðilum. /ghp Gífurlegur áhugi er fyrir landbúnaðartengdu námi og hefur nemendafjöldi í Landbúnaðarháskóla Íslands aukist þvert á námsleiðir. Mynd / LbhÍ Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Mynd / ghp Styrkur fyrir bændur: Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags­ og vinnumarkaðsráðherra hefur veitt Bændasamtökunum styrk sem ætlað er að nota til sértækra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning við viðkvæma hópa í kjölfar Covid­ 19 faraldursins. Ráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, undirrituðu samning þess efnis 12. maí síðastliðinn. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands ályktaði um nauðsyn þess að til kæmi aukinn félagslegur stuðningur við bændur með það að markmiði að tryggja bændum aðgang að fræðslu og leiðbeiningum er varða forvarnir gegn andlegum sjúkdómum og viðbrögð við áföllum. „Nauðsynlegt er að bændur og aðstandendur hafi og þekki greiðar leiðir til sjálfsbjargar. Þá er einnig mikilvægt að vitundarvakning um þessi mál eigi sér stað meðal bænda. Rannsóknir hafa sýnt fram á að bændur um heim allan eru útsettari fyrir atvinnutengdum sjúkdómum, bæði líkamlegum og andlegum, en aðrar starfsstéttir. Fjölmargir þættir hafa áhrif á heilsu fólks og full þörf er á að auka fræðslu og forvarnir um andlega og líkamlega heilsu þeirra sem starfa í landbúnaði. Langvarandi streita, heimsfaraldur og versnandi afkoma hafa reynt mjög á bændur undanfarin ár en það getur leitt til kulnunar og andlegra veikinda,“ segir í tilkynningu frá Bændasamtökunum. Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, að það sé mikið áhyggjuefni að bændur leita síður hjálpar vegna geðheilsu sinnar. „Vinnuumhverfi bænda er erfitt og krefjandi og það er afar brýnt að efla forvarnir og auka þekkingu á því hvernig megi bæta vinnuumhverfi þeirra. Bændur þekkja ekki styttingu vinnuvikunnar eða helgarfrí. Lífsstíll og heimilislíf bænda er samtvinnað vinnu þeirra með löngum og óreglulegum vinnustundum. Margir bændur búa líka lengra frá heilsugæslustöðvum og annarri sérfræðiþjónustu en aðrir. Þetta er lýðheilsumál sem við verðum að fara að ræða því kulnun og andleg vanlíðan á sér einnig stað innan þessarar starfsgreinar eins og annarra,“ segir Gunnar. „Við höfum frá upphafi far- aldursins lagt sérstaka áherslu á stuðning við viðkvæma hópa og við vitum að það hefur reynt mikið á bændur síðustu árin, en þeir eru mjög útsettir fyrir atvinnutengdum kvillum. Það er því einstakt ánægjuefni að geta stutt við þetta mikilvæga verkefni Bændasamtakanna,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumálaráðherra. /ghp Frá undirritun samningsins.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.