Bændablaðið - 25.05.2022, Síða 39

Bændablaðið - 25.05.2022, Síða 39
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 39 LOFTSLAGSVÆNN LANDBÚNAÐUR Auglýst er eftir nýjum þátttakendum í nautgriparækt Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í -asúhruðórg nusol rú agard ða re snisinfekrev ðimkraM .mulám sgalstfol lofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir mm ára, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum. Verkefnastjórn áskilur sér rétt til að velja þátttakendur, verði umsækjendur haldskröfur sbr. 4. gr. reglugerðar um stuðning við nautgriparækt. Þátttakendur fá heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Land- græðslunni og Skógræktinni. Auk þessa þátttökustyrk, styrk til efnagrein- inga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur. Verkefnið hefst í ágúst/sept 2022 og er umsóknarfrestur til 20. júní n.k. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu RML, www.rml.is. Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefnastjóri, berglind@rml.is og í síma 516-5000. HECHT jarðvegsþjöppur Frá 63 kg til 117 kg. HECHT 59399 Rafmagnsfjórhjólin komin aftur! SARIS PA 42 flutningskerra Burðargeta 2.758 kg. Verð 890.þ + vsk. Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is LÍF&STARF Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð, en hún hlaut Samfélagsverðlaun Skagafjarðar fyrir árið 2022. Hér er hún í hópi fjölskyldu sinnar. Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð: Hlaut Samfélagsverðlaun Skagafjarðar Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð hlaut Samfélagsverðlaun Skaga­ fjarðar fyrir árið 2022, en þau voru veitt á dögunum í sjöunda sinn. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði sem hafa með störfum sínum lagt mikið til þess að efla skagfirskt samfélag. Að þessu sinni bárust alls 33 tilnefningar og voru 14 aðilar tilnefndir. „Á langri ævi hefur Helga auðgað skagfirskt samfélag með margvíslegu móti þótt það hafi ekki alltaf farið hátt, enda Helga lítið fyrir að hreykja sér af verkum sínum,“ segir í umsögn um Helgu og samfélagsverðlaunin. Hún á að baki farsælan feril sem barnakennari og skólastjóri og hafði einstaklega góð og mótandi áhrif á nemendur sína. Margir þeirra halda mikilli tryggð við hana æ síðan. Hún hefur verið og er enn virk í starfi kvenfélaganna í Skagafirði, og sat meðal annars um árabil í stjórn Kvenfélagssambands Skagafjarðar. Helga hefur komið að bókaútgáfu og um árabil hefur hún haft forgöngu um vinsælt félagsstarf aldraðra Skagfirðinga að Löngumýri og enn heldur hún því starfi uppi af miklum krafti með vinkonum sínum. „Helga Bjarnadóttir er fulltrúi þeirrar kynslóðar sem ekki telur mikla þörf á að láta bera á þeim óeigingjörnu sjálfboðaliðastörfum sem raunverulega skipta svo miklu máli í að skapa það góða samfélag sem við Skagfirðingar búum í,“ segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.