Bændablaðið - 25.05.2022, Side 51

Bændablaðið - 25.05.2022, Side 51
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 51 LÍF&STARF Landbúnaðartæki, björgunartæki og búnaður. Svansson ehf Sími : 697-4900 ● sala@svansson.is ● www.svansson.is Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 9. júní María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, fékk Landstólpann María Pálsdóttir, eigandi Hælis­ ins, seturs um sögu berkl anna, sem staðsett er að Krist nesi í Eyjafjarðarsveit, hlaut Land­ stólpann á ársfundi Byggða­ stofnunar á dögunum. Viður­ kenningin er veitt einstaklingum, fyrirtækjum eða hópum sem þykja hafa skarað fram úr í sínum verkefnum eða störfum. Landstólpinn var nú veittur í ellefta sinn. Alls bárust átta tilnefningar víðs vegar að af landinu og var niðurstaða dómnefndar sú að Maríu var veitt viðurkenningin. Hún er auk þess að reka Hælið skólastjóri Leiklistar­ skóla Leikfélags Akureyrar. María var tilnefnd til samfélags­ verðlaunanna vegna atorku sinnar og dugnaðar við að koma á fót Hælinu. Með því hefur hún bjargað menningarminjum og sögum frá glötun. Hælið geymir sögu þeirra sem upplifðu á sínum tíma raunir vegna berklanna. Safnið er gríðarlega áhrifamikið, einkum í ljósi þess að það er staðsett þar sem sagan átti sér stað. Berklahælið á Kristnesi var reist árið 1927 en þar dvöldu fjölmargir einstaklingar sem smituðust af berklum. María setti upp leikverkið „Tæring“ í samstarfi við Leikfélag Akureyrar en það var sýnt á Hælinu og var afar áhrifarík leiksýning. Sýningin var innblásin af sögum berklasjúklinga sem dvöldu á Kristneshæli á árunum 1930­1960 en notast var við dagbækur og frásagnir sjúklinga við gerð sýningarinnar. „Það eru mikil verðmæti fólgin í því að sögunni hafi verið komið til skila með þeim myndarskap sem sjá má og upplifa á Hælinu. María á miklar þakkir skildar fyrir það frumkvæði, drifkraft og eljusemi sem hún hefur sýnt með því að koma þessu tímabili í sögu Íslendinga í þann búning sem upplifa má á sögusetrinu,“ segir á vef Byggðastofnunar þar sem greint er frá málinu. María hefur unnið mikið með ungu fólki og tekur m.a. á móti skólahópum á sögusetrinu, sem er eins og góð vin í Eyjafirði og í göngu­ og hjólafæri við þéttbýliskjarna. Hún hefur jafnframt verið hvatamaður að því að bjóða skólabörnum í leikhús í samstarfi við ýmis fyrirtæki á svæðinu. Þess má einnig geta að María er sú sem stendur að baki Fiðringi á Norðurlandi en það er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Akureyrar og nágrennis. Fiðringur er að fyrirmynd Skrekks sem haldinn hefur verið í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. /MÞÞ Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Maríu Pálsdóttur. Með henni á myndinni eru Helga Harðardóttir og Andri Þór Árnason. María Pálsdóttir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.