Bændablaðið - 25.05.2022, Síða 51
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 51
LÍF&STARF
Landbúnaðartæki, björgunartæki og búnaður.
Svansson ehf
Sími : 697-4900 ● sala@svansson.is ● www.svansson.is
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 9. júní
María Pálsdóttir, eigandi Hælisins,
fékk Landstólpann
María Pálsdóttir, eigandi Hælis
ins, seturs um sögu berkl anna,
sem staðsett er að Krist nesi í
Eyjafjarðarsveit, hlaut Land
stólpann á ársfundi Byggða
stofnunar á dögunum. Viður
kenningin er veitt einstaklingum,
fyrirtækjum eða hópum sem
þykja hafa skarað fram úr í
sínum verkefnum eða störfum.
Landstólpinn var nú veittur í
ellefta sinn.
Alls bárust átta tilnefningar víðs
vegar að af landinu og var niðurstaða
dómnefndar sú að Maríu var veitt
viðurkenningin. Hún er auk þess að
reka Hælið skólastjóri Leiklistar
skóla Leikfélags Akureyrar.
María var tilnefnd til samfélags
verðlaunanna vegna atorku sinnar
og dugnaðar við að koma á fót
Hælinu. Með því hefur hún bjargað
menningarminjum og sögum
frá glötun. Hælið geymir sögu
þeirra sem upplifðu á sínum tíma
raunir vegna berklanna. Safnið er
gríðarlega áhrifamikið, einkum í
ljósi þess að það er staðsett þar sem
sagan átti sér stað. Berklahælið á
Kristnesi var reist árið 1927 en þar
dvöldu fjölmargir einstaklingar sem
smituðust af berklum.
María setti upp leikverkið
„Tæring“ í samstarfi við Leikfélag
Akureyrar en það var sýnt á Hælinu
og var afar áhrifarík leiksýning.
Sýningin var innblásin af sögum
berklasjúklinga sem dvöldu á
Kristneshæli á árunum 19301960 en
notast var við dagbækur og frásagnir
sjúklinga við gerð sýningarinnar.
„Það eru mikil verðmæti fólgin
í því að sögunni hafi verið komið
til skila með þeim myndarskap
sem sjá má og upplifa á Hælinu.
María á miklar þakkir skildar
fyrir það frumkvæði, drifkraft og
eljusemi sem hún hefur sýnt með
því að koma þessu tímabili í sögu
Íslendinga í þann búning sem
upplifa má á sögusetrinu,“ segir á
vef Byggðastofnunar þar sem greint
er frá málinu.
María hefur unnið mikið með ungu
fólki og tekur m.a. á móti skólahópum
á sögusetrinu, sem er eins og góð vin í
Eyjafirði og í göngu og hjólafæri við
þéttbýliskjarna. Hún hefur jafnframt
verið hvatamaður að því að bjóða
skólabörnum í leikhús í samstarfi
við ýmis fyrirtæki á svæðinu. Þess
má einnig geta að María er sú sem
stendur að baki Fiðringi á Norðurlandi
en það er hæfileikakeppni ungmenna í
grunnskólum Akureyrar og nágrennis.
Fiðringur er að fyrirmynd Skrekks
sem haldinn hefur verið í Reykjavík
og Skjálftans á Suðurlandi. /MÞÞ
Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Maríu
Pálsdóttur. Með henni á myndinni eru Helga Harðardóttir og Andri Þór Árnason.
María Pálsdóttir.