Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 1
11. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 9. júní ▯ Blað nr. 612 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Kúabændur leyfðu landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf sín á alþjóðlega mjólkurdeginum í byrjun mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að myndir og myndbönd frá búum kringum landið hafi slegið í gegn. Ein af fyrirsætum dagsins var garðkálfurinn frá Hátúni í Skagafirði, sem undi sér vel innan um garðabrúðu og blágresi. – Sjá nánar á bls. 7 Mynd / Helga Sjöfn Helgadóttir Samtök fyrirtækja í landbúnaði: Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu hafa stofnað Samtök fyrirtækja í landbúnaði. „Markmið samtakanna er meðal annars að stuðla að því að íslenskum landbúnaði og fyrirtækjum í landbúnaði verði búin svipuð starfsaðstaða og gerist í Evrópusambandinu og Noregi,“ segir Sigurjón Rafnsson, formaður nýju samtakanna. „Við erum enn að fullmóta stefnu og formleg markmið samtakanna og hvernig þau munu koma til með að starfa en við vitum hverjar lykiláherslurnar eru.“ Sigurjón segir að í dag halli verulega á íslenska bændur og fyrirtæki í landbúnaði í aðstöðu og samanburði við þá umgjörð sem landbúnaður í Evrópu býr við. „Á síðustu tveimur áratugum hefur umhverfi íslenskra bænda og íslenskra landbúnaðarfyrirtækja versnað mjög mikið í samanburði við þá aðstöðu og umgjörð sem sambærilegum aðilum er búin annars staðar í Evrópu. Þetta er líklega þvert á þá almennu skoðun sem ríkir í þjóðfélaginu. Þegar lagðar eru saman víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, aðlögun reglugerða að aðstæðum hvers ríkis, beinn stuðningur tengdur framleiðslu, tollvernd, tollaeftirlit, stuðningur sem tengist ekki framleiðslu, svo sem vegna byggðamála og grænna lausna í landbúnaði, tollasamningar við önnur ríki og markaðsinngrip, svo eitthvað sé nefnt, þá er óhætt að fullyrða að Ísland rekur lestina þegar kemur að því að skapa landbúnaðinum sambærilega umgjörð og þau ríki sem við viljum bera okkur saman við. Reiknaður stuðningur, eins og tollvernd, hefur hrapað á síðustu árum vegna samninga sem gerðir hafa verið við önnur ríki og eru okkur óhagstæðir. Ef skoðuð er framkvæmd tolla­ eftirlits á Íslandi og undanþágur frá samkeppnislögum, sem eru mjög víðtækar í Evrópusambandinu og í Noregi, þá kemur upp sorgleg mynd sem sýnir að aðstaða íslenskra bænda og landbúnaðarfyrirtækja er mun verri en í öðrum ríkjum í Evrópu. Þessi mismunur og staðreyndir um hann hefur að okkar mati aldrei náð upp á yfirborðið hér á landi og því gætir iðulega mikils misskilnings í umræðunni um landbúnað og greininni alls ekki sinnt sem skyldi.“ Að sögn Sigurjóns eru ástæðurnar fjölmargar breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu og að einnig hafi samtök bænda og fyrirtæki í landbúnaði og stjórnvöld sofnað á verðinum undanfarin ár. Úr þessu þarf að bæta og færa rekstrarskilyrði íslensks landbúnaðar til samræmis við rekstrarskilyrði í Noregi og í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Öll helstu fyrirtæki í landbúnaði Samkvæmt upplýsingum Bænda­ blaðsins er fyrirmynd samtakanna dönsk samtök sem kallast Landbrug & Fødevarer, auk þess sem horft er til Bondelaget í Noregi. Hér er um að ræða samtök sem koma fram fyrir hönd virðiskeðja í landbúnaði, nánar tiltekið frá „jörð til borðs“, eins og það er orðað í Danmörku, eða frá „bónda til borðs“ eins og það er orðað í Evrópusambandinu. Meðal fyrirtækja sem koma að stofnun nýju samtakanna eru Auðhumla, Mjólkursamsalan, Mjólkursamlag KS, Sölufélag garðyrkjumanna, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skag­ firðinga, Kjarnafæði/Norðlenska, SAH afurðir, Ísfugl, Norðlenska matborðið, Matfugl, Síld og fiskur, Sláturhús KVH, Kjöt­ afurðastöð KS, Stjörnugrís og Fóðurblandan, auk annarra sem átt er í samræðum við. Samhliða stofnun nýju samtak­ anna munu mörg fyrirtækjanna ganga úr Samtökum iðnaðarins. /VH Framhald á næstu síðu. Ógnarástand Vegna ógnarástands á erlendum mörkuðum virðist hráefni til fóðurframleiðslu á Íslandi að vissu leyti vera ótryggt. Fóður­ framleiðandi segist enga tryggingu hafa fyrir því að fá næg hráefni til fóðurframleiðslunnar út þetta ár. Einhverjir hnökrar hafa þegar komið upp varðandi afgreiðslu á pöntunum fóðurframleiðenda. Almenningur finnur nú vel fyrir matvælaverðshækkunum og bændur ekki síður fyrir verðhækkunum á aðföngum – ekki síst innfluttu fóðri sem hefur í ákveðnum tilvikum hækkað um nálægt 50 prósent frá síðasta hausti. Dvínandi framleiðsluvilji Íslenskar búgreinar í eggja­ og kjötframleiðslu eru allar háðar innfluttu fóðri, þó mismikið sé. Bændur hafa þurft að takast á við miklar verðhækkanir á aðföngum frá því í lok síðasta árs, einkum sögulegar áburðarverðshækkanir í byrjun árs. Þótt fæðuöryggi Íslendinga sé líklega ekki ógnað alveg í bráð virðist framleiðsluvilji bænda hafa dvínað mjög að undanförnu og er staðan víða orðin grafalvarleg. Bændur þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að borga með framleiðslunni með tekjum utan bús. Nautakjötsframleiðendur eru margir hættir að setja gripi á og sauðfjárbændur munu draga verulega saman í ásetningi í haust. /smh Sjá nánari á blaðsíðum 20–21. „Hef lagt mest upp úr að vera gagnrýninn, heiðarlegur og að segja fólki sannleikann“ 32–33 Eitt stærsta safn Massey Ferguson-dráttarvéla á landinu 26 28 Óumdeild arfleifð Álfadísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.