Bændablaðið - 09.06.2022, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
FRÉTTIR
Samstarf Bændasamtaka Íslands og Matís:
Stofnræktun á
útsæðiskartöflum
Bændasamtök Íslands og Matís
hafa gert með sér samkomulag
um vefjaræktun á stofnútsæði
kartaflna. Í samkomulaginu felst
að Matís framkvæmi verkþætti
sem snúa að vefjaræktun kartaflna,
meðal annars að taka vaxtarsprota,
vefjaræktun, spírun þeirra og
veiruprófun.
Axel Snæland, formaður deildar
garðyrkjubænda innan Bændasamtaka
Íslands, segir að samkomulagið feli
í sér að Matís taki að sér að sjá um
vefjaræktun á stofnútsæðiskartöflu.
„Deild garðyrkjubænda innan
Bændasamtakanna stóð fyrir gerð
samningsins við Matís, sem felur í
sér vefjaræktunarhluta stofnræktunar
útsæðiskartaflna. Verkefni Matís felur
í sér að skila af sér vefjaræktuðum
útsæðiskartöflum, Premier, Gullauga,
Helga og Rauðar íslenskar, sem eru
lausar við veirur og sjúkdóma, eins
og til dæmis kláða og hringrot. Auk
þess sem kartöflurnar eru valdar með
tilliti til útlits.“
Tilgangurinn með vefjaræktun
á kartöflum er að tryggja að við
eigum áfram hér á landi sjúkdóms-
fríar kartöflur.
„Því miður er það svo að víða
um heim eru sjúkdómar í kartöflum
landlægir og margir þeirra sjúkdóma
geta borist hingað til lands og valdi
miklum skaða ef við gætum þess
ekki að hafa vaðið fyrir neðan
okkur,“ segir Axel.
Yrki í almennri ræktun
Guðrún Birna Brynjarsdóttir,
sérfræðingur hjá Bændasamtökum
Íslands, segir að fjögur yrkin sem
um ræðir séu þau yrki sem hafa verið
í stofnútsæðisræktun og almennri
ræktun hér á landi.
„Stofnútsæðisræktendur hér á
landi eru þrír, Birgir Hauksson í
Sigluvík og Einar Grétar Jóhannsson,
Eyrarlandi við Eyjafjörð og Bjarni
Hákonarson í Dilksnesi við
Hornafjörð. Vinna við verkefnið
er hafið þrátt fyrir að seinkanir
hafi orðið, til dæmis á afhendingu
ræktunarklefa.“
Stofnútsæðisbændur velja
gæðakartöflu
Í heild tekur stofnræktunarferlið
þrjú ár og fer þannig fram að
stofnútsæðisbændurnir velja bestu
kartöflurnar úr sinni stofnrækt og
afhenda sérfræðingum Matís, sem
síðan sjá um að taka vefjasýni til
áframræktunar í húsnæði Matís.
„Næsta vor taka fyrrnefndir
stofnræktunarbændur við um það
bil 2.300 vefjaræktuðum hnýðum
frá Matís til framhaldsræktunar
og er miðað við að hnýðin séu að
meðaltali 15 grömm. Það er síðan í
þeirra höndum að fjölga þeim næstu
árin og reiknað er með að þær verði
í boði fyrr almenna kartöflubændur
árið 2026,“ segir Axel.
Vefjaræktun á æti
Sæmundur Sveinsson, sérfræðingur
hjá Matís, sér um verkefnið fyrir hönd
Matís.
„Eftir að kartöflurnar, sem vonandi
eru smitfríar, komu í mínar hendur,
lét ég þær spíra og tók svo spírurnar
og sótthreinsaði þær og drap allar
örverur sem voru utan á þeim. Því
næst voru spírurnar skornar í nokkra
bita með brumi og bitarnir settir á
æti í glerflöskum sem inniheldur
plöntuvaxtarhormón eins og auxin,
giberalín og kínetín. Á þessu skeiði
eru plöntuvísarnir aldir í glerskáp með
lýsingu og þannig er verkefnið statt
í dag. Næsta skref verður síðan að
skipta plöntunum upp og athuga hvort
þær séu ekki örugglega lausar við
veirusmit og fjölga þeim í þann fjölda
sem samningurinn gerir ráð fyrir.
Ég skila svo af mér litlum plöntum
í næringarhlaupi í áframræktun
til stofnkartöfluræktenda til
gróðurhúsaræktunar í mold næsta vor
ef allt gengur eftir,“ segir Sæmundur.
/ VH
Frá undirskrift samningsins um stofnræktun á útsæðiskartöflum. Guðrún
Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, Axel Sæland,
formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, Oddur M.
Gunnarsson, forstjóri Matís og Sæmundur Sveinsson, sérfræðingur hjá
Matís. Mynd / Ísey Dísa Hávarsdóttir.
Vefjaræktunarklefi Matís. Mynd / Sæmundur Sveinsson. Spírur á æti. Mynd / Sæmundur Sveinsson.
Geislar Gautavík:
Iðnaðarhampur
verðlaunaður
Ábúendur í Gautavík við
Berufjörð í Múlaþingi hljóta
viðurkenningu Verðlaunasjóðs
iðnaðarins að þessu sinni fyrir
tilraunaræktun á iðnaðarhampi.
Verðlaunin verða afhent 15. júní
næstkomandi.
Hjónin Pálmi Einarsson og
Oddný Anna Björnsdóttir, bændur
í Gautavík í Berufirði, hófu ræktun
á iðnaðarhampi fyrir þremur árum
og hafa unnið af krafti síðan þá að
ræktuninni og kynningu á henni. Auk
þess sem þau hafa unnið ýmiss konar
vörur úr hampi og selja nú hampte
í öllum helstu matvöruverslunum
landsins.
Tilgangurinn með ræktuninni,
sem er bæði utan- og innandyra,
er fyrst og fremst að koma á
vitundarvakningu um notagildi
hamps og möguleikum hans til að
stórauka sjálfbærni á fjölmörgum
sviðum. Annars vegar í gegnum
ræktunina sjálfa og hins vegar
með því að gera tilraunir með að
framleiða ólíkar vörur úr honum, eins
og trefjaplötur sem efnivið í vörur
sem þau framleiða, steypu, pappír,
smyrsl, te og krydd. Í fyrrasumar
sóttu hátt í þúsund manns þau heim
til að fá fræðslu um hamp í gegnum
leiðsögn þeirra um ræktunarsvæðin
og fræðslusetur um iðnaðarhamp og
samrækt.
Oddný Anna segir um verðlaunin
að þau séu mikil viðurkenning
á þeirra starfi sem og allra þeirra
sem hafa barist fyrir viðurkenningu
hampsins í samfélaginu á undan-
förnum árum.
„Áhrifin eru þau að svokölluð
hampbylting hefur orðið í samfélag-
inu þar sem fólk keppist við að hampa
hampi og hefur komið auga á þau
fjölmörgu tækifæri sem ræktun og
nýting hans getur haft fyrir íslenskt
samfélag. Það er því sérstaklega
ánægjulegt að verðlaunin komi frá
sjálfum iðnaðinum sem með þeim
staðfesti að þau séu sannarlega til
staðar.
Stærstu skrefin voru stigin
þegar reglugerð var breytt vorið
2020 og svo lögum 2021, sem varð
til þess að hampur var ræktaður á
um 150 hekturum sumarið 2021
hringinn í kringum landið og fjöldi
tilraunaverkefna fór af stað. Útlit
er fyrir áframhaldandi aukningu í
ræktun og úrvinnslu vara úr hampi
í ár.“ /VH
Pálmi Einarsson með hluta af hampuppskeru Geisla Gautavík. Mynd / Aðsend
REKI EHF ER STOLTUR UMBOÐSAÐILI DONALDSON
Á ÍSLANDI. EIGUM MIKIÐ ÚRVAL AF SÍUM Á LAGER.
Skemmuvegur 46
Sími: 562 2950 www.reki.is
200 KópavogurReki ehf
Netfang: elfar@reki.is, kris tinn@reki.is, tryggvi@reki.is
Spretthópur skipaður til að
bregðast við afkomuvanda bænda
Síðastliðinn föstudag var tilkynnt
um það í matvælaráðuneytinu
að Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra hefði skipað
„spretthóp“ til að bregðast við
afkomuvanda bænda.
Hópurinn á að skila tillögum til að
bregðast við slæmu ástandi varðandi
síhækkandi verðlag á aðföngum til
íslenskra bænda sem geti haft þær
afleiðingar að matvælaframleiðsla
dragist saman.
Hópurinn á að skila af sér tillögum
13. júní og verður niðurstaða vinn-
unnar kynnt fyrir ríkisstjórn 14. júní.
„Verð á helstu aðföngum hefur
hækkað gríðarlega í kjölfar innrásar
Rússa í Úkraínu og litlar líkur eru á að
þær hækkanir gangi til baka á næstu
mánuðum eða jafnvel misserum.
Þessi þróun mun, að öllu óbreyttu,
kippa stoðum undan rekstri bænda,
m.a. flestra sauðfjár- og nautgripabúa.
Þannig kunni framboð á innlendri
vöru að dragast verulega saman
næstu misseri með tilheyrandi
áhrifum á fæðuöryggi,“ segir í
tilkynningu ráðuneytisins.
Greina valkosti í stöðunni
Í tilkynningunni segir að það liggi
fyrir að áhrif innrásarinnar í Úkraínu
verði langvinn og því ljóst að taka
verði stöðuna alvarlega. Formaður
hópsins verður Steingrímur J.
Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, en
auk hans sitja í hópnum Vigdís Häsler,
framkvæmdastjóri Bændasamtaka
Íslands, og Saga Guðmundsdóttir,
sérfræðingur í fjár mála- og efna-
hags ráðuneytinu. Matvæla ráðu neytið
verður hópnum
til aðstoðar.
Hóp urinn skal
greina ein-
staka valkosti í
stöðunni. Huga
þarf sér staklega
að fæðu öryggi,
verðlagi og
hagsmunum
neytenda og
bænda í þessu
samhengi.
„Fram tíð mat-
v æ l a f r a m -
leiðslu á Íslandi
er björt, þrátt fyrir að nú þurfum við
að yfirstíga tímabundnar áskoranir
sem leiða af stríðsrekstri Rússa í
Úkraínu“, er haft eftir Svandísi
af þessu tilefni. /smh
Vigdís Häsler,
fram kvæmda stjóri
Bænda samtaka
Íslands, situr í
spretthópnum.