Bændablaðið - 09.06.2022, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
FRÉTTIR
Iðnaðarhampur:
Samdráttur í sölu á fræi
Samkvæmt lauslegri könnun
Bændablaðsins er búið að flytja
inn rúm tvö tonn af fræi iðnaðar-
hamps það sem af er þessu ári.
Auk þess sem eitthvað er enn
til af fræjum frá því á síðasta ári.
Langmest er flutt inn af yrkinu
Finola.
Stærri innflytjendur segja söluna
minni en á síðasta ári og vísa til þess
að mesta nýjabrumið við ræktunina
sé liðið og að samdrátturinn komi
ekki á óvart.
Sigurður Hólmar Jóhannesson,
hjá Hemp Living, segir að hann hafi
átt 250 kíló á lager frá í fyrra en að
það hafi selst upp í vor. Sigurður
segir að samkvæmt upplýsingum frá
Mast hafi ellefu fyrirtæki og nokkrir
einstaklingar fengið leyfi til að flytja
inn fræ af iðnaðarhampi á þessu ári.
Landstólpi flutti inn 700 kíló
Rúnar Skarphéðinsson sölumaður
segir að Landstólpi hafi flutt inn 700
kíló af hampfræi í vor miðað við 1,2
tonn á síðasta ári og fræin séu svo
gott sem uppseld hjá þeim
„Satt best að segja áttum við
von á samdrætti í ár frá síðasta ári
en þá var nýjungagirnin mikil og
margir keyptu tvö og þrjú kíló af fræi
bara til að prófa ræktunina og eiga
enn þá fræ.“
Yrkið Finola, sem er finnskt,
hefur reynst vel hjá okkur og við
fluttum inn 350 kíló af því. Finola
er fremur fljótsprottið og það tekur
100 til 120 daga að ná fullum þroska.
Það er frekar lágvaxið, eða um 1,6
til 1,8 metrar að hæð, og þolir því
haustveður nokkuð vel.
Að sögn Rúnars er Finola með
gott CBD innihald og hentar vel til
teframleiðslu, en þar sem yrkið er
lágvaxið hentar það yrki síður til
trefja- eða hálmframleiðslu.
„Svo erum við að prófa yrki
sem kallast Férimon og við fluttum
líka inn 350 kíló af því. Férimon er
hávaxnara en Finola og hentar því
betur til trefja- og hálmframleiðslu.“
Eitt og hálft tonn á lager
Fóðurblanda flutti inn 1,5 tonn af
Finola-fræjum í vor og er það sama
magn og á síðasta ári. Halldór
Gunnarsson innkaupastjóri segir
að megnið af fræjunum sem flutt
voru inn á þessu ári sé enn óseld.
„Viðtökurnar í fyrra voru mjög
góðar og ræktunin gekk vel og satt
best að segja er ég hissa á því hversu
dræm salan hefur verið fram til
þessa í ár.“
Sala undir væntingum
Lífland vildi ekki gefa upp hversu
mikið af fræi fyrirtækið hefði flutt
inn á þessu ári. Jóhannes Baldvin
Jónsson vöruþróunarstjóri sagði að
magnið hafi verið „slatti“ af Finola
og að búið væri að selja tæp 140 kíló
og að það væri minna en væntingar
hafi staðið til miðað við að 200 kíló
hafi selst á síðasta ári. /VH
Iðnaðarhampsyrkið Finola er langvinsælasta yrkið í ræktun hér á landi.
Mynd / Fóðurblandan
Landbúnaðartæki, björgunartæki og búnaður
Svansson ehf
Sími : 697-4900 ● sala@svansson.is ● www.svansson.is
ZipWake er bylting í stöðugleikabúnaði fyrir báta.
Búnaðurinn sjálfvirkur og virkar 5 til 10 sinnum hraðar en
hefðbundnir flapsar og er með innbyggðum gíró og GPS.
Kjarnafæði Norðlenska:
Lambakjötsvörur
upprunamerktar
Kjarnafæði Norðlenska hefur
nú, fyrst kjötafurðastöðva,
markaðssett lambakjötsvörur
með upprunamerki markaðs-
stofunnar Icelandic Lamb,
„Íslenskt lambakjöt“.
Fram til þessa hafa einungis
veitingastaðir og sérverslanir
skartað slíku merki, en hefð hefur
verið að Icelandic Lamb heiðri
árlega þá staði sem þykja hafa
sýnt íslenskum lambakjötsafurðum
tilhlýðilegan sóma sem hráefni á
sínum matseðlum.
Merkja hluta framleiðslunnar
til að byrja með
Kjarnafæði Norðlenska samstæðan
varð til við sameiningu Kjarnafæði,
Norðlenska og SAH afurða sumarið
2021. Andrés Vilhjálmsson, markaðs-
stjóri Kjarnafæði Norðlenska,
segir vel hafi tekist að kynna
upprunamerkið, bæði fyrir innlendum
viðskiptavinum sem og erlendum
ferðamönnum og öðrum.
„Við teljum afar mikilvægt að
upplýsa viðskiptavini eins vel og
okkur er kostur um uppruna og
eðli þeirrar vöru sem við setjum á
markað. Allt það lambakjöt sem
við seljum er íslenskt, framleitt
af íslenskum bændum, afurð í
heimsklassa, þannig hefur það verið
og þannig verður það áfram.
Varðandi notkun uppruna-
merkisins þá á það í raun heima á
öllum lambakjötsvörum félagsins
en við byrjum rólega, meðal annars
vegna umbúðamála, og merkjum til
að byrja með hluta framleiðslunnar
en munum svo í nánustu framtíð
merkja fleiri og fleiri vörur með
þessu upprunamerki.“
Íslenska verndaða
afurðaheitið lítið þekkt
Í byrjun árs 2018 skráði Matvæla-
stofnun afurðaheitið Íslenskt
lamba kjöt, fyrst íslenskra afurða,
sem verndað afurðaheiti á Íslandi
– með vísan til uppruna. Tveimur
árum síðar fékk íslenska lopapeysan
sama sess.
Umsókn um þekkt upprunamerki
í umsóknarferli
Hafliði Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Icelandic Lamb,
segir að upprunamerkið „Íslenskt
lambakjöt“ sé búið að sanna sig á
fyrstu fimm árum sínum. „Það leitar í
reynslu sannreyndra erlenda fordæma
þar sem upprunamerki standa fyrir
tryggan uppruna afurða og úrvinnslu
þeirra frumframleiðendum og
neytendum til heilla.“
Hann segir að kjötafurðastöðvar,
sem sannarlega selji upprunamerkt
íslenskt lambakjöt, geti einnig
notað merkið „Verndað afurðaheiti
á Íslandi“ á sínar vörur.
„Það merki er hins vegar lítið
þekkt af almenningi og við höfum
ekki notað það mikið. Heldur horfum
til þess að þessi áfangi gefur okkur
heimild til umsóknar á evrópskri,
afar vel þekktri upprunamerkingu,
„Protected Designation Of Origin“
(PDO).
Umsókn okkar um PDO er í
afgreiðsluferli.“ /smh
Upprunamerktar lambalærissneiðar.
Kynbótasýningar hrossa:
Heimsmet slegin
Viðar frá Skör hlaut 9,12 fyrir hæfileika og 8,89 fyrir sköpulag. Knapi er Helga Una Björnsdóttir. Myndir / Nicki Pfau
Kynbótasýningar hrossa
eru hafnar víða um heim en
hér á landi verða haldnar
ellefu vorsýningar fyrir
Landsmót.
Fjórar sýningar fara fram
nú í vikunni og í næstu viku.
Mikið hefur komið fram af
nýjum og efnilegum hrossum
og er flokkur fjögurra vetra
stóðhesta gríðarlega sterkur.
Tvö heimsmet hafa verið
slegin og tvö hross hafa hlotið
yfir 9,00 fyrir hæfileika og
nokkur eru því nærri.
Helga Una Björnsdóttir
og Viðar frá Skör áttu
stjörnusýningu á þriðjudaginn 7.
júní á Hellu. Þau slógu fjögurra
ára gamalt heimsmet Þráins frá
Flagbjarnarholti þegar Viðar hlaut
9,04 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag
hlaut hann 8,89 og fyrir hæfileika
9,12. Viðar er átta vetra undan
Hrannari frá Flugumýri II og Vár
frá Auðsholtshjáleigu en ræktandi
Viðars er Karl Áki Sigurðsson
og eigendur eru þau Gitte og
Flemming Fast. Viðar er nú hæst
dæmda íslenska hrossið en yfirlit
er á föstudaginn og á hann enn
möguleika á að hækka einkunn sína.
Fyrr í vor mældist stóðhesturinn
Gandi frá Rauðalæk 157 cm
á herðakamb og er það hæsta
kynbótahross sem hefur komið
fram á sýningu.
Hæst dæmda hryssa ársins er
Álfamær frá Prestsbæ. Álfamær
hlaut 9,02 fyrir hæfileika þar
af 10 fyrir skeið. Hún á ekki
langt að sækja skeiðhæfileikana
en báðir foreldrar hennar hafa
hlotið 10 fyrir skeið en hún er
undan Spuna frá Vesturkoti og
Þóru frá Prestsbæ. Álfamær
hlaut fyrir sköpulag 8,59 og í
aðaleinkunn 8,87. Árni Björn
Pálsson sýndi hryssuna.
Tían sem hún hlaut fyrir skeið
var fyrsta tía ársins sem gefin
var fyrir eiginleika í hæfileikum
en þrjú hross hafa hlotið 10 fyrir
eiginleika í sköpulagi, þrjú fyrir
prúðleika; Grettir frá Ásbrú,
Sindri frá Lækjamóti og Blesi frá
Heysholti og ein fyrir höfuð, Valdís
frá Auðsholtshjáleigu. /HF
Álfamær frá Prestsbæ hlaut einkunnina 10 fyrir
skeið. Knapi er Árni Björn Pálsson.