Bændablaðið - 09.06.2022, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
FRÉTTASKÝRING
Ógnarástand er á erlendum mörk
uðum með kornvörur og hráefni
til fóðurgerðar. Verðhækkanir
höfðu orðið nokkrar í lok síðasta
árs – meðal annars samhliða
hækkunum á jarðgasi og öðru
jarðefnaeldsneyti – og eftir að
stríðsátök brutust út í Úkraínu
í lok febrúar hafa hækkanir nar
stigmagnast.
Mat vælaverð hefur sömuleiðis
hækkað mikið í mörgum löndum
sem ógnar lífsafkomu hinna fátæku
þjóða – þeirra sem treysta mjög á
innflutning á matvælum – og fátæku
fólki hinna velmegandi þjóða.
Framboð á hráefni til
fóðurframleiðslu virðist að vissu leyti
vera ótryggt og einhverjir hnökrar
hafa komið upp hjá íslenskum
fóðursölum við afgreiðslu á þeirra
pöntunum. Að sögn Hólmgeirs
Karlssonar, framkvæmdastjóri
Bústólpa, hefur komið upp sú staða
hjá þeim nú þegar að ekki hafi
fengist það hráefni sem ætlunin var
að kaupa. Hann segir að bygg hafi til
dæmis alveg verið ófáanlegt um tíma
en það hafi verið hægt að leysa með
breytingum á fóðuruppskriftum.
Meira hafi hlutfallslega verið notað
af hveiti til að spara byggið, sem
var til á lager hjá þeim. Hann segir
að þetta sé mögulegt upp að vissu
marki, en hefur aukinn kostnað í för
með sér þar sem hveiti er að jafnaði
dýrara en bygg.
Óvissa með fóðurframboð
næstu mánuði
Hólmgeir segir að fóðurfram
leiðendur hafi enga tryggingu
fyrir að fá næg hráefni til fóður
framleiðslunnar út þetta ár. Margir
óvissuþættir spili þar inn í, til dæmis
hvað varðar þær birgðir af korni
sem eru í Úkraínu núna. Eins hvort
eitthvað verði opnað á viðskipti með
nýja uppskeru í haust frá Úkraínu
og Rússlandi.
Ef það gerist ekki sé ljóst að
mikið vanti upp á það magn sem
Evrópa þarf af korni.
Söguleg hækkun áburðarverðs
komst í hámæli í byrjun árs þegar
íslenskir bændur þurftu að takast
á við allt að 120 prósenta hækkun
og nú virðist sem verðhækkun á
tilteknu fóðurhráefni sé farið að
nálgast 50 prósent í einhverjum
tilvikum frá því í haust. Mestar
eru hækkanirnar á einstöku hráefni
eins og byggi, hveiti, sojamjöli og
maís, en algengustu og mest seldu
kjarnfóðurblöndurnar hafa hækkað
heldur minna. Snefilefni hafa í
einhverjum tilvikum hækkað um
70 prósent í verði.
Styrking íslensku krónunnar
á þessu ári hefur hins vegar hægt
aðeins á verðhækkunum gagnvart
íslenskum bændum.
Svigrúm er lítið til að hagræða
hlutföllum og innihaldi í fóður
blöndum, þar sem verið er að sækjast
eftir ákveðnum eiginleikum fyrir
hvert og eitt hráefni.
Allar greinarnar háðar
innfluttu fóðri
Helstu hráefnin sem notuð eru
almennt í fóðurframleiðslu er
bygg, hveiti, sojamjöl og maís
ásamt innlendu fiskimjöli. Önnur
lykilhráefni eru sykurrófuhrat,
repjumjöl, melassi og ýmis snefilefni
og vítamín.
Fóðursalar og framleiðendur
selja kjarn fóður blöndur fyrir
mjólkur bændur, nautgripabændur,
sauðfjárbændur, eggjaframleiðendur
og alifuglabændur. Svínabændum
er seld hrávara sem þeir blanda á
staðnum sem fóður í svínaeldinu.
Bygg, hveiti og sojamjöl er
uppistaðan í þessu fóðri.
Mjólkur og nautgripabændur eru
einnig háðir innfluttu kjarnfóðrinu til
að halda uppi afurðamagni þó svo
að gróffóður sé aðalfóðrið í þeim
greinum.
Áætlað hefur verið að kjarn
fóðurgjöfin í mjólkurframleiðslunni
skili á bilinu 3040 prósent af því
mjólkurmagni sem framleitt er í
dag. Mjólkurframleiðslan er nú um
150 milljónir lítra á ári og gerir ekki
meira en að anna eftirspurn. Talið er
að mikill skaði hlytist fyrir greinina
ef þar yrði samdráttur.
Sauðfjárbændur nota hlutfallslega
minnst af kjarnfóðri, en fóðrið er
þeim þó mikilvægt á fengitíma og
fyrst eftir burð ánna.
Fyrirboði um verri þróun
Telja má að þær hækkanir sem eru
sýnilegar í dag séu aðeins fyrirboði
um enn verri þróun, ef stríðsátökin
halda áfram í Úkraínu – þar sem
eitt stærsta ræktarland Evrópu er
að finna. Vegna stríðsástandsins
í landinu er nú þegar ljóst að
framboð af korni frá Úkraínu á
alþjóðlega markaði í haust verður
lítið sem ekkert í samanburði við
venjulegt ræktunarsumar, hvernig
svo sem átökin þróast, en það er
eitt allra helsta útflutningsland
heims á kornvörum. Þá eru í gildi
viðskiptaþvinganir á Rússland,
annað stórveldi í kornrækt, sem
torveldar þeim að markaðssetja sínar
vörur í Evrópu.
Talið er að nálægt 25 milljónir
tonna af korni frá uppskeru
síðasta árs komist ekki á markaði
frá Úkraínu. En fari ræktunin –
uppskera og geymsla – forgörðum
þetta árið bætast mögulega 50
milljónir tonna við.
Bandamenn Úkraínumanna vinna
hins vegar að því nú sem mest þeir
mega að finna lausnir til að koma
korninu út úr landinu.
Þrengt að afkomu
almennings og bænda
Matvæla og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna og
Alþjóðabankinn hafa áætlað að
ástandið muni stigmagnast á
næstu mánuðum og jafnvel árum.
Uppskerubrestur hefur aukinheldur
víða orðið í vanþróuðum löndum – til
að mynda í Afríku – sem eykur enn
á hættuna á alvarlegum fæðuskorti
í heiminum og hungursneyð.
Á Íslandi finnur almenn ingur
verulega fyrir matvöruverðs
hækkunum um þessar mundir,
en frumframleiðendur matvæla
ekki síður fyrir verðhækkunum
á aðföngum – ekki síst kjöt
og eggjaframleiðendur fyrir
verðhækkunum á innfluttu fóðri.
Í nýlegu minnisblaði matvæla
ráðherra var staðan metin þannig,
að ekki væri talin hætta á matvæla
eða vöruskorti á Íslandi á næstunni
en vöntun á tilteknu hráefni til
matvælaframleiðslu gæti orðið til
lengri tíma.
Það er betra að vera
skjó r en skjóur
Skoðun dagsins:
Sími 570 9090 • www.frumherji.is
Nældu þér í óumdeildari skoðun, komdu
með hestakerruna á næs skoðunarstöð
og hafðu hana klára rir vorið og sumarið.
Miklar hækkanir á alþjóðlegum mörkuðum með fóðurvörur:
Framboð hráefna til fóður
framleiðslu á Íslandi ótryggt
– Ástandið er mikil ógn við íslenskar matvælaframleiðslugreinar
Sigurður Már
Harðarson
smh@bondi.is
Úkraínskur hveitiakur. Mynd / Eugene - Unsplash