Bændablaðið - 09.06.2022, Qupperneq 28

Bændablaðið - 09.06.2022, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 HROSS&HESTAMENNSKA Svipmynd af einu farsælasta kynbótahrossi landsins: Óumdeild arfleifð Álfadísar – Geðslagsprýði og hreyfingargleði einkennir afkomendahópinn sem telur nú 18.630 hross Sjö af tuttugu afkvæmum Álfadísar frá Selfossi eru nú á húsi á Syðri-Gegnishólum í tamningu eða þjálfun. Frá vinstri: Brynja Amble Gísladóttir heldur í Arðsson. Þá kemur Svartálfur sem Anna Christmanson stendur með, Álfaborg og Olil, Álfatrú og Johanna Kunz, Ljósálfur og Elin Holst, Álfgrímur og Indira Scherrer og að lokum Álfaklettur sem Bergur stendur með. Ljósmynd af móður þeirra hangir fyrir aftan hópinn en með henni hleypur Álfhildur sem folald. Mynd / ghp Fáar, ef einhverjar, kynbótahryssur hafa haft jafn mikil áhrif á íslenska hrossarækt og Álfadís frá Selfossi. Afkomendur hennar skipta þúsundum einstaklinga. Að sögn eiganda hennar og ræktanda framræktist aðalkaraktereinkenni Álfadísar, geðslagsprýðin, ansi vel í þeim stóra ættboga sem hún skilur eftir sig. „Álfadís var einstakur karakter og það var okkur mikil gæfa og forréttindi að hafa hana í okkar umsjá í öll þessi ár. Einnig að hafa fengið að upplifa, sjá og skilja að slíkur persónuleiki og geðslag sé til og að hann ræktist fram svo ríkulega,“ segir Olil Amble, hrossaræktandi og eigandi Álfadísar frá Selfossi, sem bar þær fréttir í maíbyrjun að fella hefði þurft hryssuna, 26 vetra gamla. Álfadís er fædd árið 1996 og var undan Adam frá Meðalfelli og Grýlu frá Stangarholti. Sem folald sýndi hún strax tilburði í folaldastóðinu. „Hún var einstaklega hreyfingafalleg og ég gerði mér grein fyrir að ég væri með óvenjulegt hestefni. Ég tók því ákvörðun um að temja hana á fjórða vetur, sem ég gerði alla jafna ekki í þá daga.“ Hryssan sýndi sterk karakter- einkenni strax á fyrstu dögum í húsinu. „Það tók hana svona þrjá daga að aðlagast manninum. Þá var hún komin fremst í stíuna, til að fylgjast með öllu, og það sem meira var – tilbúin til alls. Sá eiginleiki fylgdi henni alla tíð.“ Geðslagsprýði hryssunnar var í reynd eiginleiki sem Olil hafði ekki orðið vör við áður hjá íslenskum hesti. „Ég hafði unnið í reiðskóla í Noregi og kynntist þar þónokkrum hestategundum. Ég man að hestar af breskum kynjum voru áberandi öðruvísi í geðslagi. Þeir voru of- boðslega vinnusamir og jákvæðir og tilbúnir að gera allt sem þú baðst þá um. Þeir höfðu þennan brennandi áhuga og vilja til að leggja sig fram. Þegar ég kynntist Álfadísi þá var það í fyrsta sinn sem ég kynntist sambærilegu geðslagi í íslenskum hesti. Hún hafði þennan ofboðslega áhuga, án þess að vera frek, hún var alltaf tilbúin, setti höfuð í beisli þegar ég kom og vildi fyrir alla muni gera eitthvað.“ Olil segir Álfadísi erfa geðslagið ríkulega frá sér. „Hún hefur átt tuttugu afkvæmi og af þeim sautján sem eru tamin þá eru það nær undantekningalaust viljugir og geðgóðir einstaklingar. Eigendur hrossa af hennar kyni kappkosta að segja mér frá frábæru geðslagi,“ segir hún, en samkvæmt tölum WorldFengs er meðaleinkunn fyrir vilja og geðslag, hjá þeim afkomendum Álfadísar sem hafa hlotið fullnaðardóm, 8,39. Hraðtamning þess tíma Saga Álfadísar er nokkuð samofin eftirminnilegum heimsmeistaratitli sem Olil vann árið 1999, í fjórgangi. Í kjölfar mótsins var eftirspurn hesteigenda eftir kröftum Olilar svo gríðarleg að henni þótti nær nóg um. „Allir vandræðaklárhestar lands- ins virtust vera í hesthúsinu mínu, því allir vildu að ég myndi þjálfa þá. Ég átti að vera svoddan snillingur við að þjálfa klárhesta því hesturinn sem ég vann á, Kjarkur frá Horni, hafði orð á sér að vera ruglaður. Ég átti einhvern veginn að hafa galdrað hann þarna upp í fyrsta sætið. Hann var auðvitað ekki ruglaður. Maður verður ekki heimsmeistari í fjórgangi á rugluðum hesti.“ Á sama móti keppti vinkona hennar, Christina Lund, fyrir heimalandið Noreg og ákváðu þær að eyða næsta vetri saman á Íslandi við þjálfun hrossa. „Þegar kom að því að fara að þjálfa alla þessa klárhesta þá vildi enginn láta Christinu þjálfa sinn hest, því þau þekktu hana ekki. Alveg sama þótt ég segði þeim frá reynslu hennar og árangri. Ég átti að þjálfa þessi hross, ekki hún. Á endanum sagði ég við hana að ef hún væri ekki nógu góð fyrir þau þá væri hún nógu góð fyrir mig og þess vegna tamdi hún og þjálfaði mín hross þennan vetur. Það féll því í hennar hlut að sjá um tamningu á Álfadísi.“ Merin var tekin á hús í janúar árið 2000 og vinkonurnar járnuðu hana saman nær samdægurs. „Þetta er eins og lygasaga, en samt satt. Eftir járninguna fer ég utan til að kenna á námskeiði. Þegar ég kem fjórum dögum síðar þá er Christina farin að ríða á henni. Þá var merin strax að vinna ótrúlega rétt, hringuð og brokkaði ofsalega fallega. Okkur fannst hún náttúrlega algjörlega æðisleg – þetta var svona hraðtamning þess tíma,“ segir Olil og hlær. Þegar líða tók á veturinn bar ráðunaut að garði. Hafði eigandi stóðhests, sem var í þjálfun hjá Olil, beðið hann að líta við og meta byggingu hans. „Þegar ráðunauturinn kom notuðum við tækifærið og sýndum honum Álfadísi, sem við vorum svo stoltar af. Nema hvað, að ráðunautnum leist ekkert á hana, sagði að hún væri óþroskuð og það þýddi lítið að sýna hana á þessu ári. Við urðum svo rosalega móðgaðar,“ segir Olil og skellir upp úr. Þessi netta aðfinnsla varð þó til þess að opna augu vinkvennanna og tóku þær til sinna ráða við að fóðra hryssuna svo hún næði fram betri þroska. „Álfadís fékk að valsa um hesthúsið, fara í fóðurbætinn í hey og út í gras að vild. Hún skammtaði sér bara sjálf og við það náði hún fram góðum þroska.“ Var því tekin ákvörðun um að sýna hana fyrir dómi um vorið, þá fjögurra vetra gamla. Síðasta sýning, síðasta holl, síðasta hross Nema hvað, stuttu fyrir sýningar- tímabil heltist hryssan. „Ég kenni mér um það. Ég járnaði öll hrossin sjálf á þessum tíma og hef eflaust rétt hana aðeins of mikið og aðeins of hratt eða eitthvað slíkt. Hún verður í það minnsta hölt og við þurftum því að draga úr þjálfun. Sem gerir það að verkum að við biðum með að sýna hana þar til á síðustu kynbótasýningu fyrir Landsmót. Þar kom hún fram á síðasta sýningardegi, í síðasta holli og var síðasta hrossið.“ Þegar Álfadís og Christina komu svo fram í braut var varla sála á staðnum; eingöngu dómararnir, Olil og einn maður sem horfði á fótboltaleik inni í félagsheimilinu. Stundin sem Álfadís tölti í braut er Olil enn í fersku minni. „Í mínum huga var hún flottari en hún var svo síðar á Landsmótinu. Hún hafði verið nánast óþjálfuð í mánuð en þessar hreyfingar og sýningargleði var í minningunni eitthvað yfirnáttúrulegt. Ég man að maðurinn fældist út úr félagsheimilinu og hljóp til mín og spurði mig um hana. Það væri gaman að vita hver þetta var og hvort hann muni eftir þessu,“ segir Olil. Niðurstaða dómsins var 8,02 í aðaleinkunn, fyrstu verðlaun, sem var ofar væntingum vinkvennanna. Þær svifu um á hamingjuskýi, enda fyrstu verðlaun fáheyrð á fjögurra vetra tryppi. Þar sem árangurinn dugði til þátttöku á Landsmótinu tveimur vikum síðar ákváðu vinkonurnar að hlífa Álfadísi við að fara á yfirlitssýninguna Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Sýning Álfadísar á Landsmótinu árið 2000 er mörgum enn í fersku minni. Christina Lund tamdi Álfadísi og sýndi hana. Mynd / Eiríkur Jónsson Á góðri stund með sitt síðasta folald, Álfahamar. Mynd / Heidi Benson Álfadís og Olil voru einstakar vinkonur enda hryssan mannelsk með eindæmum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.