Bændablaðið - 09.06.2022, Qupperneq 29

Bændablaðið - 09.06.2022, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 HLIÐGRINDUR Grindur og fylgihlutir MARGAR STÆRÐIR Í BOÐI Á FLOTTU VERÐI! Sjáverðlista álandstolpi.is“Úti á túni” og kom hún því ekkert fram aftur fyrr en á Landsmótinu. Ógleymanleg á Landsmóti Landsmótið í Reykjavík árið 2000 er eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Fáir gleyma afkvæmasýningum heiðursverðlaunastóðhestanna. Sleipnisbikarhafinn Orri frá Þúfu kom þar fram knapalaus með glæstan niðjahóp, þar á meðal soninn Markús frá Langholtsparti sem vann B-flokkinn og ófáir hváðu við skeiðsprettum afkvæma Kolfinns frá Kjarnholtum. Ormur frá Dallandi og Atli Guðmundsson sigruðu A-flokk gæðinga með miklum brag. Einkunnarmet voru slegin í mörgum flokkum á kynbótasýningum, meðal annars var Gleði frá Prestsbakka hæst dæmda hrossið og Holtsmúlabúið átti efstu kynbótahrossin í báðum flokkum fjögurra vetra hrossa. Og svo var það ungstirnið Álfadís. Sýning hennar á mótinu er mörgum ógleymanleg. Þar hækkaði hún einkunnir sínar í vel flestum liðum í fordómi og það sem meira er, hún sýndi skeið. „Það var okkur deginum ljósara frá upphafi að hún var með galopið skeið, þó svo að um hana var talað sem létta klárhryssu. Það var auðvitað ekki búið að reyna á það þar sem síðasti mánuðurinn fyrir sýningu var eyddur á feti. Á mótinu sjálfu sagði Christina hins vegar við mig að hún hefði prófað að leggja hana og að hún teldi sig geta sýnt það á yfirlitssýningunni. Hún bar það undir mig og mér fannst sjálfsagt að láta reyna á það. Svo sýndi hún bara þennan laglega sprett og var síður en svo ofgefið fyrir hann,“ segir Olil en Álfadís varð næsthæst dæmda hryssa í flokknum. Fyrir skeiðið hlaut hún 7,0 og hæfileikadómur Álfadísar varð 8,66. Það reyndist vera hæsti dómur fyrir kosti sem fjögurra vetra hryssa hafði nokkuð tímann fengið og þetta dómamet hélt hún í þónokkur ár. Margföldunaráhrifin Eftir Landsmót var Álfadísi haldið við Keili frá Miðsitju og varð þá til Álfasteinn frá Selfossi. Næst kom Álfur, undan Orra frá Þúfu. Báðir þessir stóðhestar hafa náð heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi. Álfur hlaut Sleipnisbikarinn næst þegar Landmót var haldið í Reykjavík, tólf árum eftir sýningu Álfadísar, árið 2012 og þá aðeins tíu vetra gamall. „Álffinnur sonur hennar var fyrstur stóðhesta til að ná lágmörkum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi aðeins 8 vetra gamall. Álfhildur dóttir hennar varð efst í flokki 6 vetra hryssna á Landsmóti 2014 með 8,52 í aðaleinkunn, þar af 10 fyrir tölt og vilja. Álfaklettur sonur hennar er meðal hæst dæmdu hestum sögunnar, hann fékk 8,94 í aðaleinkunn, aðeins einni kommu frá heimsmeti,“ segir Olil. Álfadís hefur átt 20 afkvæmi, 19 komust á legg og hafa 14 þeirra hlotið kynbótadóm. Þrettán þeirra hafa fengið fyrstu verðlaun. Þrjú afkvæmi eru enn ósýnd, 4 vetra hryssa og veturgamall hestur undan Stála frá Kjarri og 3 vetra foli undan Arði frá Brautarholti. Undan afkvæmum Álfadísar hafa svo komið fram hundruð gæðinga og reiknast Olil til að um 25% þeirra kynbótahrossa sem fram hafa komið á síðustu tveimur Landsmótum séu út af þessari miklu stólpahryssu. Alls eru afkomendur Álfadísar nú 18.630 talsins samkvæmt tölum Worldfengs. Hún segir Álfadísi sína stærstu gæfu sem hrossaræktanda. „Þótt þú eigir góða hryssu með háan dóm þá er ekki þar með sagt að hún sé gott ræktunarhross. Hvað þá að hún gefi nánast hvert einasta afkvæmi framúrskarandi.“ Heima í húsi á Syðri-Gegnishólum, þar sem Olil býr ásamt manni sínum, Bergi Jónssyni, eru sjö afkvæmi Álfadísar nú í tamningu og þjálfun. Munu nokkur þeirra koma fram í kynbótasýningum og keppnum í ár og jafnvel slá í gegn á Landsmóti eins og móðir þeirra forðum. Álfadís í fallegu sólarlagi. Mynd / Heidi Benson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.