Bændablaðið - 09.06.2022, Qupperneq 34

Bændablaðið - 09.06.2022, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 „Trjáfellingar í görðum og við hús eða önnur mannvirki geta verið mjög vandasamar. Fyrirtækið hefur í tímans rás þróast í þá átt að sérhæfa sig í að fella tré við erfiðar aðstæður, þar sem aðgengi að trjám er örðugt eða flókið á einhvern hátt að fella tréð,“ segir Jón Heiðar Rúnarsson, sem á félagið Skógarmenn ehf., sem býður upp á margvíslega þjónustu í tengslum við trjávinnu. Jón Rúnar lærði rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri á sínum tíma og starfaði um nokkurt skeið við rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Ég var á milli starfa sumarið 2005 þegar félagi minn bað mig um að hjálpa sér við gróðursetningar yfir sumarið. Ég vissi ekki einu sinni þá að hægt væri að starfa við það, að yfirleitt væri verið að gróðursetja í stórum stíl hér og hvar. En þetta hentaði mér vel á þeim tíma og ég er sjálfsagt líka einn af þeim sem endist ekki lengi inni á skrifstofum. Í kjölfarið á þessu sumarstarfi sá ég tækifæri á að stofna eigið fyrirtæki um starfsemi af þessu tagi, því það var víða orðin mikil þörf á að grisja skóga og einnig var talsvert líka verið að gróðursetja,“ segir Jón Heiðar. Dustaði rykið af kennitölunni þegar fór að rofa til eftir hrun Hann stofnaði félagið og fékk fljótt fjölmörg verkefni, flest í kringum grisjun og gróðursetningar, en hann starfaði einkum á Norðurlandi. „Það var allt í ágætum gír og mikið að gera, en þá skall hrunið yfir okkur og það gjörbreytti öllu. Fótunum var kippt undan starfsemi af þessu tagi, það fór bara allt í rugl. Ástandið var erfitt, dregið var úr fjárframlögum og greinin hafði úr litlu sem engu að spila þannig að öll verkefni drógust verulega saman,“ segir Jón Heiðar. Hann reri á önnur mið, en sleit ekki félaginu, heldur lagði það í dvala. Þegar fór að rofa til á ný dustaði hann rykið af kennitölunni og byrjaði á að taka eitt og eitt tilfallandi verkefni. „Þetta byrjaði rólega, en smám saman náðist að keyra félagið á ný upp.“ Hin síðari ár hefur mikið verið að gera og eru allt upp í 5 starfsmenn hjá félaginu þegar mest er umleikis, en Jón Heiðar segir að í skógarbransanum séu margir einyrkjar og þeir hói hver í annan eftir stærð verkefna hverju sinni. Gróðursetningar heyra að mestu leyti sögunni til hjá Skógarmönnum, en þess meira er að gera við grisjun eða trjáfellingar. Hvað grisjun varðar fara skógfræðingar um og taka út skógana og meta grisjunarþörf og ákveða hversu mörg tré skuli standa eftir þegar grisjun lýkur. „Við förum síðan inn í skóginn og fellum lélegustu trén úr frá því hversu bein þau eru, vaxtarlagi þeirra eða hvernig toppurinn lítur út,“ segir hann. „Það hefur sem betur fer orðið vakning í því að grisja þarf skóga og skógarreiti, ekki síður en að slá gras og klippa runna, en í eina tíð var lítið verið að velta því fyrir sér. Þannig að víða þarf að taka til hendinni.“ Reynsla í klifri og línubjörgun Jón Heiðar segir að nú hin síðari ár hafi félagið sérhæft sig í trjáfellingum við erfiðar aðstæður og hafi komið sér upp bæði góðri þekkingu og búnaði til að vera sem best í stakk búin til að taka slík verkefni að sér. „Við náum að blanda saman við skógarhöggsreynsluna mismunandi menntun og sérhæfingu, allt frá skógfræðinámi til skyndihjálpar, og þá búum við yfir þekkingu og reynslu í klifri og í línubjörgun,“ segir hann, en Jón Heiðar hefur undanfarin ár annast námskeið fyrir Landsbjörg í fjallamennsku og fjallaklifri. Hann segir að færst hafi í vöxt að félagið taki að sér verkefni við að fjarlægja stór tré úr görðum í þéttbýli. „Við erum talsvert í erfiðum og flóknum trjáfellingum, þar sem allt þarf að hugsa út vandlega áður en hafist er handa,“ segir hann. „Fólk er að vakna við það að trén séu fyrir, engan óraði fyrir því fyrir mörgum áratugum þegar gróðursett var að þau yrðu svo stór eins og raunin er, þau eru fyrir af ýmsum ástæðum eða skerða útsýni umtalsvert og menn vilja losa sig við þau. Stundum er hægt að minnka umfangið með því að snyrta trén en svo eru önnur tilfelli þar sem eini kosturinn er að fella þau.“ Hann segir að í mörgum tilvikum þurfi kunnáttu og réttan búnað til að fást við þessi erfiðu viðfangsefni. „Það getur orðið býsna flókið að fella há og stór tré inni í miðju íbúðarhverfi og alls ekki sama hvernig það er gert,“ segir hann. „Við eigum góðan búnað og höfum mikla reynslu í þessum efnum, það verður að gæta fyllsta öryggis, ekki bara að þeir sem eru að fella tréð haldi lífi, heldur þarf líka að tryggja nánasta umhverfið. Við reynum alltaf að sinna öllum okkar verkefnum, sem eru mjög fjölbreytt, af metnaði og alúð,“ segir Jón Heiðar. / MÞÞ LÍF & STARF Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Skógarmenn sérhæfa sig í að fella tré við erfiðar aðstæður: Þarf kunnáttu og réttan búnað til að fást við erfið viðfangsefni – Flókið að fella há tré inni í miðju íbúðarhverfi Jón Heiðar Rúnarsson, eigandi Skógarmanna. Jón Heiðar að búta og fleyga niður þriggja stofna ösp við Einholt á Akureyri. Starfsmaður Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi sækir birki sem er búið að saga niður til eldiviðarframleiðslu. Johan Holst stígur hér niður frá stóru lerkitré sem er að falla í stígnum á milli Vaðlaheiðarganga og Skógarbaðanna. Jón Heiðar bútar niður ösp sem búið var að smíða hús í kringum og því þurfti að gæta vel að því hvert hvert bútarnir féllu. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.