Bændablaðið - 09.06.2022, Síða 37

Bændablaðið - 09.06.2022, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 ÆÐARBÆNDUR! Hreinsun er komin í fullan gang! Getum bætt við okkur æðardúni í hreinsun og sölu. Greiðum flutningskostnað. Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is Dúnhreinsun - Nesvegur 13 - 340 Stykkishólmi Meirapróf Nýi Ökuskólinn - Kle�agörðum 11 - 104 Rvík - meiraprof.is - meiraprof@meiraprof.is Ré�ndin gilda í Evrópu Auknir atvinnumöguleikar Íslensk og ensk námskeið D-D1-C-CE-C1-C1E-B/FarKíktu á meiraprof.is og skráðu þig á námskeið Grunnnámskeið um rétta og örugga meðferð á hífibúnaði. Nánari upplýsingar og skráning eru á: isfell.is/course eða skannaðu kóðann. Þekking og þjónusta Óseyrarbraut 28 Sími 5200 500 NETNÁMSKEIÐ í meðferð á hífibúnaði Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Kengúrur á Indlandi. Mynd / deccanherald.com Ólögleg verslun með villt dýr: Yfirgefnar kengúrur vekja furðu á Indlandi Nýverið var lögreglu í vesturhluta Bengal-ríkis á Indlandi tilkynnt um þrjár kengúrur sem væru að tefja umferð. Eins og flestir vita eru kengúrur upprunnar í Ástralíu og því vakti talsverða furðu að þær skyldu finnast á umferðargötu á Indlandi. Kengúrurnar þrjár eru sagðar varpa ljósi á sívaxandi vandamál á Indlandi og víðar um heim sem felst í ólöglegri verslun með villt dýr og ekki síst dýr í útrýmingarhættu. Stöðutákn ósmekklegra meðaljóna Talið er að kengúrunum hafi verið smyglað til Indlands með viðkomu í Nepal. Kengúrurnar voru mjög illa á sig komnar og vannærðar þegar tvær þeirra voru fluttar í dýragarð, þar sem þær munu dvelja í framtíðinni, en ein lést. Líkt og víðar um heim eru framandi og sjaldgæf dýr og plöntur stöðutákn á Indlandi og vinsældir sem slík vaxandi meðal ósmekklegra nýríkra meðaljóna. Samkvæmt opinberum tölum Traffic, stofnunar sem greinir ólöglega verslun með lífverur, lögðu tollayfirvöld á Indlandi hönd á yfir 70.000 framandi dýr af 84 mismunandi tegundum á árunum 2011 til 2020, sem smygla átti til landsins eða til annarra landa með viðkomu á Indlandi. Ólögleg verslun með framandi og sjaldgæfar dýrategundir og plöntur er vaxandi vandamál um allan heim og hátt verð fæst fyrir lífverurnar og skiptir þá engu hvort um er að ræða sjaldgæfar skjaldbökur, páfagauka, lemúra, slöngur smáapa, orkideur eða kögurpálma. Út á guð og gaddinn Annað vandamál sem fylgir dýra- og plöntuversluninni er að þeir sem ásælast lífverurnar kunna sjaldnast að fara með þær né hafa við- eigandi aðstæður til að sinna þeim sem skyldi. Dýrunum er líka iðulega sleppt út í náttúruna þar sem þeirra bíður ekkert annað en dauði. Einnig geta borist með lífverunum sjúkdómar og sníkjudýr sem ekki þekkjast í aðkomulandinu. /VH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.