Bændablaðið - 09.06.2022, Side 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
Sumarsýning Heimilissafnsins á
Blönduósi ber heitið Þráðlag og er
þar að finna verk eftir Ragnheiði
Björk Þórsdóttur.
Verkin á sýningunni eru unnin í
gagnbindingar-vefstól, stafrænum
TC2 vefstól og pappír og flest unnin
á þessu og síðasta ári.
Viðfangsefni Ragnheiðar á
þessari sýningu er uppbygging og
áferð vefnaðarins og hvernig þáttur
uppistöðu og ívafs breytist við val á
aðferðum sem notaðar eru í ferlinu.
Hún nýtir sér
bæði hliðrænar
og stafrænar
aðferðir við
vef inn og
ferðast frá hinu
einfalda til hins
flókna.
Ragnheiður
hefur lengi
rannsakað vefn-
aðarmunstur og
uppbyggingu þeirra og að þessu
sinni hafa sum verkin tengingu við
safnmuni á Heimilisiðnaðarsafninu
og einnig við Halldóru Bjarnadóttur
og ævi hennar. Ragnheiður er
með vinnustofu
á Grenivík og er
í hlutastarfi sem
sérfræðingur á
sviði vefnaðar og hjá Textílmiðstöð
Íslands á Blönduósi.
Sýningin stendur yfir til 31. ágúst
og er opin frá klukkan 10 til 17
alla daga. /MÞÞ
„Nú er allt að smella saman
og við finnum fyrir miklum
áhuga og eftirvæntingu,“ segir
Svanhildur Pálsdóttir, viðburða-
og markaðsstjóri hjá Textílmiðstöð
Íslands, um Prjónagleðina 2022,
sem haldin verður á Blönduósi
dagana 10. til 12. júní næstkomandi.
Fjöldi viðburða er á dagskrá,
fjölbreytt námskeið og fyrirlestrar um
prjónatengd efni, prjónakvöldvaka,
prjónamessa og þá er Garntorgið á
sínum stað í íþróttahúsinu. Fyrsta
Prjónagleðin var haldin árið 2016
og þetta er í sjötta sinn sem hátíðin
er haldin.
„Það verður að venju margt í
boði, fróðleg námskeið og fyrirlestrar
og svo skemmta þátttakendur sér
auðvitað vel inn á milli og njóta
þess að eiga góðar stundir saman yfir
prjónaskapnum,“ segir hún.
Kaupa þarf námskeið á vefverslun
Textílmiðstöðvarinnar, þar eru einnig
helgararmbönd til sölu en þeim þarf
að framvísa á fyrirlestra hátíðarinnar.
Frítt er inn á Garntorgið og á ýmsa
viðburði nægir að mæta bara
á svæðið.
Markmiðið að
sameina prjónafólk
„Markmiðið með prjónagleðinni
hefur alltaf verið að sameina
prjónafólk og skapa því vettvang
til að hittast og miðla prjónasögum,
nýjum hugmyndum og aðferðum,
gömlum hefðum og síðast en ekki
síst hinni almennu prjónagleði í
öllum sínum fjölbreytileika,“ segir
Svanhildur. „Við sköpum hlýlegan
og notalegan vettvang fyrir fólk að
koma saman og prjóna, spjalla, deila
reynslu sinni, læra eitthvað nýtt eða
gamalt og njóta samverunnar með
öðrum ástríðufullum prjónurum.“
Fjölbreytt úrval námskeiða
og fyrirlestra
Úrval námskeiða er í boði nú á
komandi Prjónagleði, en þar má
nefna námskeið um prjónatækni,
hvernig hægt er að nýta afganga,
námskeið í prjónahönnun, í skapandi
prjóni og um litatilfinningar en
einnig er námskeið í hefðbundnu
lopapeysuprjóni en það er í boði á
ensku, enda hafa útlendingar mikinn
áhuga á íslensku lopapeysunni, að
sögn Svanhildar.
Að venju verða nokkrir
fyrirlestrar á hátíðinni, en
sem dæmi segir Thelma
Steimann, ungur íslenskur
prjónahönnuður, frá sér og
sinni hönnun sem er að slá
í gegn í prjónaheiminum um
þessar mundir. Helga Thoroddsen
heldur fyrirlestur um það hvers
vegna allir ættu að prjóna og einnig
mun Árný Björg Ósvaldsdóttir
halda fyrirlestur um prjónaskap og
umhverfismál, sem er mjög brýnt
málefni nú um stundir.
Auk námskeiða og fyrirlestra
er sitthvað í boði til skemmtunar.
Heimafólk efnir til pjónakvöldvöku
í félagsheimilinu á Blönduósi á
laugardagskvöldinu 11. júní, þar sem
boðið verður upp á smárétti, lifandi
tónlist og skemmtilega samveru.
Þessi viðburður er spennandi
nýjung og Svanhildur væntir þess
að gestir hátíðarinnar taki þessu
framtaki opnum örmum og fjölmenni
á kvöldvökuna.
Prjónamessa verður í Blönduóskirkju
og gengið verður prjónandi frá
Kvennaskólanum til messu eins
og gert var fyrr á öldum. Einnig
má nefna að opið hús verður í
ullarþvottastöðinni á Blönduósi
föstudaginn 10. júní.
Garnveisla á Garntorgi
Garntorgið verður á sínum stað
í íþróttahúsinu en það hefur að
sögn Svanhildar skipað stóran sess
á Prjónagleðinni undanfarin ár.
Mjög góð þátttaka verður að þessu
sinni, um 30 söluaðilar með
sínar vörur, handlitarar,
smáspunaverksmiðjur, hand-
verksfólk og verslanir með garn og
prjónatengdan varning.
„Garntorgið er stór viðburður í sjálfu
sér, ég er viss um að annað eins
vöruúrval fyrir prjónafólk
hefur ekki sést undir sama
þaki í Íslandssögunni, þvílíka
garnveislan. Það er ótrúlega
spennandi fyrir okkur
garnfíklana,“ segir hún með
glampa í augum. /MÞÞ
LÍF&STARF
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ALTERNATORAR
gerðir dráttarvéla
Sýning á ljósmyndum og kjólum
verður í gamla Iðnskólanum á
Akranesi dagana 17. og 18. júní.
Kjólarnir eru með myndum sem
flestar eru teknar á Vesturlandi og
þeir eru framleiddir undir heitinu
LAUFEY. Efnið í kjólunum er unnið
úr endurnýttum plastflöskum!
Áskell Þórisson ljósmyndari tók
myndirnar sem eru á kjólunum og
sömuleiðis myndirnar sem munu
hanga á veggjum gamla Iðnskólans.
Það eru þau feðgin Laufey Dóra
og Áskell sem annast hönnun og
markaðssetningu kjólanna en Sjöfn
Magnúsdóttir, klæðskeri á Akranesi,
sér um saumaskapinn. Hver kjóll er
sérsaumaður eftir málum kaupenda.
Sýningin í gamla Iðnskólanum,
Skólabraut 9, verður opin frá kl. 11
til 17.30 báða dagana. Áhugasamir
um kjóla geta hitt þær Laufeyju og
Sjöfn á staðnum þann 17. júní frá
kl. 14 til 16 en Áskell verður þarna
báða dagana. Myndirnar eru til sölu
en kjólana þarf að sérpanta.
Gamli Iðnskólinn á Akranesi:
Sýning á ljósmyndum
og kjólum 17.–18. júní
Prjónagleði á Blönduósi aðra helgina í júní:
Allt að smella saman og mikil eftirvænting
Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri hjá Textílmiðstöð Íslands,
er í óða önn að undirbúa Prjónagleðina 2022, sem fram fer á Blönduósi aðra
helgina í júní.
Þráðlag í Heimilissafninu
Það eru þau feðgin Laufey Dóra og Áskell sem annast hönnun og
markaðssetningu kjólanna.
Reykhólahreppur:
Handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi
Þeir sem leggja leið sína í
Reykhólahrepp í sumar ættu
alls ekki að sleppa því að koma
við á handverksmarkaðnum
í Króksfjarðarnesi í gamla
kaupfélagshúsinu.
Þar eru vörur frá hressum og
skemmtilegum konum á svæðinu,
allt handunnið, eins og lopapeysur,
sokkar, vettlingar og húfur og
aðrar prjónavörur, munir úr tré
og horni, glermunir, leirmunir,
skartgripir, textílvörur, málverk,
leðurvörur, jólavörur og fleira og
fleira.
Ekki má gleyma eina
karlmanninum í hópnum en
það er Arnór Grímsson, sem sér
um að sjóða rabarbarasultuna
fyrir veitingastaðinn í
kaupfélagshúsinu. Þar er góð
aðstaða til að tylla sér niður og
njóta þess sem er í boði.
/MHH
Ingibjörg Kristjánsdóttir og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (t.v.), fyrrverandi
alþingismaður, eiga heiðurinn af stofnun markaðarins á sínum tíma. Þær
eru duglegar að standa vaktina, alltaf brosandi og kátar. Mynd / MHH