Bændablaðið - 09.06.2022, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
Fyrsta beikonilmvatnið
var hannað af slátrara í París
árið 1920
Sagan segir að Edward Bernays, sem
var gyðingur, frændi Sigmund Freud
og kallaður faðir almannatengsla,
eigi heiðurinn að því að gera egg
og beikon að vinsælasta morgunmat
í heimi.
Beikonbitar voru meðal þess
sem geimfarar um borð í Apollo
sjöunda fengu í morgunmat og telst
því 1968 árið sem beikon fór fyrst út
í geiminn.
Síðar var haft eftir Jim
Lowell, leiðangursstjóra
Apollo áttunda, að
hamingjan felist í að fá
beikonbita í morgunmat
úti í geimnum.
Bestu beikonsvína-
stofnar í dag eru sagðir
vera Berkshire, Duroc,
Hampshire, Poland
China, Spot og
Yorkshire.
Orðsifjar
Á gamalli hollensku
kallaðist beikon
baken en á tólftu
öld kallaðist allt
svínakjöt bacoun
á Bretlandseyjum.
Enska heitið bacon er sams konar
og í fornri frönsku en það heiti er
rakið til fornrar háþýsku, bacho
eða bahho, sem þýðir þjór eða læri
og mun vera af sama stofni og
orðið bak.
Nytjar
Fyrir neyslu er beikon yfirleitt
skorið í þunnar sneiðar og steikt á
pönnu og oftar en ekki borið fram
með steiktum eða hrærðum eggjum,
bökuðum baunum, pönnukökum,
ristuðu brauði og ýmsu grænmeti.
Það er einnig notað í samlokur, á
hamborgara eða skorið í bita og sett
út í pottrétti, súpur og salat. Ekki er
mælt með því að borða beikon hrátt.
Auk þess að steikja beikon
og borða það með spældu eggi
suðu Rómverjar beikon, sem þeir
kölluðu petaso, með fíkjum og
brúnuðu síðan á pönnu og borðuðu
með piparsósu.
Fyrstu hamborgararnir með
beikoni komu á markað um 1960.
Árið 2007 var sett á markað vodka
með beikonbragði og er það sagt
fyrirtak sem grunnhráefni í kokteila
fyrir staðfastar kjötætur. Sama ár
voru settar á markað ýmsar aðrar
vörur með beikonbragði, eins
og beikonsalt, beikonsleipiefni,
beikonvarasalvi, súkkulaði og ís
svo fátt eitt sé nefnt. Svo er hægt
að fá beikonilmssvitalyktaeyði,
beikonrakspíra og beikon-
lyktarspjöld. Einnig má geta þess
að leikarinn Kevin Bacon er fæddur
árið 1958.
Beikon á Íslandi
Smekkur fyrir
beikoni er misjafn.
Sumir vilja sitt
beikon örþunnt og
svo vel steikt að það
hrekkur í sundur en
aðrir kjósa þykkari
sneiðar og beikonið
mýkra undir tönn.
Ekki eru allir heldur
sammála um hvernig
er best að steikja beikon
og hvort best er að gera
það á pönnu, í ofni eða
að öbba það.
Hollusta beikons
hefur lengi verið á milli
tannanna á fólki og án
efa rétt að beikon er ekki heilsufæða
og margir sem láta það ekki inn fyrir
sínar varir. Aðrir kjósa að neyta þess
í hófi og jafnvel til hátíðabrigða.
Árið 1958 auglýsir verslunin
Borg í Framsóknarblaðinu Allt,
sem fáanlegt er í matvöru á sama
stað og er þar á meðal að finna
mör í plastpokum, beikon, súrhval,
niðursoðna og þurrkaða ávexti,
sígarettur og vindla. Auk þess sem
bent er á að gufustraujárnin séu
komin aftur.
Ári síðar, 1959, er frétt á
baksíðu Tímans með fyrirsögninni
Svínasíður vantar eiganda.
„18 svínasíður, beikon hver
síða 8-9 pund, eru nú í vörzlu
sakadómaraembættisins í
Reykjavík. Þessir gómsætu bitar
fundust rétt fyrir jólin í tveim
trékössum á Stapanum á Reykjanesi
rétt við veginn. Finnandinn kom
þessu í kæligeymslu og hefir
lítinn áhuga sýnt á að hafa uppi
á eiganda. Tilfellið flokkast undir
ólöglega meðferð á fundnum
verðmætum. Eftirlitsmenn frá
borgarlækni komu auga á þetta
í kæligeymslunni, og sjá, þar
var amerískur stimpill.“
Á Íslandi eins og víða
annars staðar um heim
hafa verið haldnar
beikonhátíðir, sem
hafa það að markmiði
að kynna beikon fyrir
almenningi og auka
vinsældir þess.
Beikon í uppskriftum
var vinsælt efni í
fjölmiðlum upp úr
1970 og hefur verið það
síðan þá.
Árið 2018 var staddur hér á
landi í tengslum við beikonhátíð
beikontrúboðinn John
Whitteside en hann er jafnframt
stofnandi beikonkirkjunnar,
United Church of Bacon,
árið 2010 og telur yfir
25 þúsund meðlimi.
Samkvæmt fjórða
boðorði kirkjunnar eiga
meðlimir hennar að njóta
lífsins, skemmta sér og
vera óhrædd við að gera
grín að sjálfum sér og
muna að Guð er ekki
beikon.
Saltað. Feitt. Amerískt beikon unnið úr slögum.
Slátrarar á miðöldum.
Blóð-María með beikon.
Steikt.
Vodki með beikonbragði.
Beikonilmur til að eyða
svitalykt.