Bændablaðið - 09.06.2022, Page 47

Bændablaðið - 09.06.2022, Page 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent samsett á byggingarstað eða ósamsett í einingum – Við allra hæfi – „ Kannaðu málið á akur.is og pantaðu frían húsabækling Margar stærðir og gerðir frá 93 - 227m2 Scanice er komið í samstarf við fyrirtækið Lark, einn stærsta framleiðanda á stöðuhýsum og öðru tilheyrandi. Við bjóðum upp á ýmsar útgáfur húsa til dæmis sérstakra húsa sem hönnuð eru með ferðaþjónustu í huga. Möguleikarnir eru margir og flestar óskir hægt að uppfylla. Heyrið í okkur! Scanice I n n f l u t t a f www.scan ice . i s +354-8985469 Vallargata 1, 580 Siglufjörður · s. 898 5469 · info@scaniceexport.com · www.scanice.is Eins og flestir kannast við þá var hætt við helstu mannamót víða um heim þegar Covid-19 breiddist út og það átti svo sannarlega líka við um landbúnaðarsýningar í Evrópu. Nú snúa hins vegar aftur tvær af þeim þekktari á meðal íslenskra bænda, þ.e. EuroTier í Þýskalandi og Agromek í Danmörku. Sú fyrrnefnda verður haldin á sínum stað, í Hanover, dagana 15. til 18. nóvember nk. og Agromek sýningin, sem haldin er í Herning á Jótlandi, verður haldin 29. nóvember til 2. desember nk. Nú þegar eru helstu véla- og tækjaframleiðendur innan landbúnaðar búnir að tilkynna þátttöku sína á þessum frægu sýningum sem er einkar góðs viti, en báðar þessar sýningar, sem venjulega eru haldnar annað hvert ár, hafa ekki verið haldnar í fjögur ár eða síðan árið 2018. Reiknað er með að hina þýsku EuroTier sýningu muni um 150–200.000 manns sækja og að um 40–50.000 gestir mæti á Agromek. /SNS Alþjóðlegu landbúnaðar- sýningarnar snúa aftur Kalla eftir þátttöku á Terra Madre Nordic Slow Food hreyfingin á Norðurlöndunum mun halda matarhátíðina Terra Madre Nordic 1.–3. september nk. í Stokkhólmi, í samvinnu við Eldrimner, sem eru þarlend samtök smáframleiðenda. Samtök smáframleiðenda matvæla kalla eftir þátttöku félagsmanna á hátíðinni. Á Terra Madre Nordic felst dagskráin í málstofum, vinnusmiðjum, smökkunum og uppákomum á svæðinu. Samhliða þeirri matarhátíð verður keppt í matarhandverki á viðburðinum Nordic Artisan Food Awards, sem er óformleg Norðurlandakeppni. Terra Madre á Norðurlöndunum ber svipmót alþjóðlegu Terra Madre hátíðarinnar sem haldin er í Tórínó á Ítalíu annað hvert haust. Síðast voru slíkar hátíðir haldnar árið 2018, en féllu niður árið 2020 vegna Covid- 19-faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum smáframleiðenda matvæla stendur Íslendingum til boða að taka þátt í nokkrum viðburðum hátíðarinnar en áhugasömum er bent á að hafa samband við Slow Food á Íslandi fyrir nánari upplýsingar. /smh ALLAR GERÐIR TJAKKA SMÍÐUM FRÁ GRUNNI OG GERUM VIÐ VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.