Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 LESENDARÝNI Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa! Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á. Hvort sem sveitarfélög hafa starfrækt notendaráð áður, eða hyggjast leggja af stað í þá vegferð núna, þá er mikilvægt að kalla strax eftir tilnefningum frá hagsmunafélögum fatlaðs fólks um einstaklinga á svæðinu til að sitja í þessum ráðum. Undirrituð hafa verið í sambandi við fatlað fólk í notendaráðum um allt land undanfarin misseri á reglulegum fundum. Auk þess höfum við átt samtal við starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa um þessi mál. Af þeirri reynslu höfum við lært að það virkar vel að kjörnir fulltrúar sitji í slíkum ráðum og séu þannig í beinu talsambandi við fatlaða íbúa í stefnumótun og ákvarðanatöku. Vel hefur gefist að starfsfólk sveitarfélaganna sé frekar í stuðningshlutverkum í þessum nefndum. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skipan og starfrækslu notendaráða: • Leitast við að hafa hóp fulltrúa fatlaðs fólks ekki of lítinn þannig að fjölbreytileiki náist. • Tryggja að fatlað fólk sé ekki í miklum minnihluta í notendaráðinu. • Greiða fyrir setu í ráðinu líkt og greitt er fyrir í öðrum fastanefndum. • Passa að fundir séu haldnir í aðgengilegu húsnæði og að gögn séu send með hæfilegum fyrirvara fyrir fundi til að hægt sé að kynna sér þau í þaula. Við skorum hér með á sveitarstjórnarfulltrúa sem þetta lesa, að gera málið að sínu og tryggja að samráð við fatlað fólk sé til fyrirmyndar í ykkar sveit. Ekki hika við að hafa samband, hvort sem er í síma eða tölvupósti, mottaka@obi.is. ÖBÍ er boðið og búið að aðstoða ykkur varðandi þessi mál og auðvitað til þess að fá tilnefningar um fatlað fólk til samstarfs. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Katrín Oddsdóttir. Stöðugleiki á óvissutímum möguleiki fyrir ylræktarbændur? Það er margt í dag sem veldur því að verðlag á vöru fer hratt hækkandi. Stríðið í Úkraínu hefur þar mest að segja sem og hækkandi verð á orku í Evrópu og Asíu. Þessara áhrifa er farið að gæta verulega í sveitum landsins eins og annars staðar og förum við garðyrkjubændur ekki varhluta af því. En þrátt fyrir ástandið í heiminum, þá er það rafmagnið sem veldur mestri óvissu hjá ylræktarbændum. Það vandamál er ekkert nýtt af nálinni en þar hefur ríkisstjórnin öll verkfærin til að bregðast við og gera betur án þess að það taki langan tíma. Þarna er ég að tala um dreifingarhluta raforku, dreifingin er ekki á samkeppnismarkaði og borga því ylræktarbændur sem nota vaxtarlýsingu sama taxta og hver annar, sama hvað þeir nota mikið rafmagn. Ríkið setur fjármagn í pott til stuðnings við greinina, vandamálið er að potturinn er alltaf sá sami. Alls óháð því hvort nýir aðilar hafa áhuga á að hefja búskap, hvort bændur stækka við garðyrkjustöðina sína til að mæta aukinni eftirspurn, þurfi að lýsa meira eða hvort verðhækkanir séu á rafmagnsverðinu til þeirra. Ríkið er að hvetja bændur til að framleiða meira en um leið að segja að þeir muni fá minna fyrir vöruna. Þannig kerfi getur ekki virkað hvetjandi fyrir innlenda framleiðslu. Í búvörusamningum er talað um allt að 95% mótframlag við dreifingarkostnaði raforku, hljómar vel. En í ár er verið að greiða miðað við 74%, sem þýðir mikinn kostnaðarauka fyrir bændur og endar með því að þeir draga úr lýsingu og þar af leiðandi framleiðslu. Dreifing raforku hækkaði um 6% síðastliðin áramót sem er stærsta ástæðan fyrir því að ríkið lækkaði hlutfallið til að potturinn (375 milljónir) kláraðist ekki of snemma. Í stjórnarsáttmála segir nákvæmlega „ Aukinni framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforku til ylræktar“, þá fyrst geta bændur farið að gera raunhæfar rekstraráætlanir. Þessi sveifla á niðurgreiðsluhlutfallinu gerir bændum það ómögulegt og í raun þrýstir á bændur að hækka vöruverð til að hafa axlarbönd á sínum rekstri. Í sáttmálanum segir einnig „með auknum áhuga á hreinum afurðum, sem framleiddar eru með endurnýjanlegri orku og grunnu kolefnisspori á Íslandi, skapast mikil sóknarfæri í framleiðslu matvæla og ýmissa hliðarafurða. Við viljum búa þessari starfsemi samkeppnishæft umhverfi til að gera henni kleift að standa enn betur undir því fjölþætta umhverfi sem hún gegnir í íslensku samfélagi …“ Það er svo sannarlega kominn tími til þess að halda hátt á lofti þeim gríðarlegu tækifærum og einstöku aðstæðum sem við höfum til að rækta framúrskarandi afurðir fyrir íslenska neytendur. Svandís Svavarsdóttir matvæla­ ráðherra hefur nú allt í hendi sér til að sýna vilja í verki og standa við góð orð. Þarna á ríkisstjórnin að gera betur og búa til fyrirsjáanlegra umhverfi fyrir ylræktarbændur, tryggja ákveðinn stöðugleika og hvetja þannig bændur til að rækta meira án þess að þurfa að taka stóra áhættu í nafni fæðuöryggis. Við höfum hér alveg einstakar aðstæður á heimsmælikvarða til ræktunar á matvælum með lágu kolefnisspori, án notkunar eiturefna, og þar sem launamenn fá sómasamleg laun fyrir sitt vinnuframlag. Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands Axel Sæland. Í búvörusamningum er talað um allt að 95% mótframlag við dreifingarkostnaði raforku, hljómar vel. En í ár er verið að greiða miðað við 74%, sem þýðir mikinn kostnaðarauka fyrir bændur og endar með því að þeir draga úr lýsingu og þar af leiðandi framleiðslu. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng Liebherr 900 Hjólagrafa Árgerð: 2009. Vinnustundir:14.000. Verð: 6.400.000 kr +vsk. Faun glussa krani - Faun RTF - 40 - 3 Vinnuvélastundir: 20.931. KM staða: 25.031. Verð: 5.300.000kr + vsk. Pallur á vörubíl til sölu. Verð 250.þús + vsk. Urð og Grjót ehf Lyngháls 12, 110 Reykjavík · sími: 660 0040 / 660 0045 · netfang: urdoggrjot@urdoggrjot.is Til sölu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.