Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Nýlega fór sá er þetta skrifar á stúfana og prufukeyrði hinn margverðlaunaða Peugeot Partner sendibíl sem Brimborg selur. Ástæðan fyrir áhuga mínum á að prufa þennan bíl frekar en annan er vegna þess hve mörg verðlaun bíllinn hefur hlotið. Hann ber meðal annars titilinn International Van of the Year 2019, sem eru verðlaun fjölþjóðlegs hóps bílablaðamanna, auk þess sem breska tímaritið Parker setti þá á toppinn yfir bestu litlu sendibílana í nokkur ár. Bíllinn sem ég prufukeyrði var L1-Van Pro útgáfan. L1 stendur fyrir styttra hjólabil, en hægt er að fá aðeins lengri L2 útgáfu. Pro stendur fyrir aukahlutapakka og þrjú sæti, þannig að umræddur bíll var vel útbúinn. Stór ættbogi sendibifreiða Peugeot Partner tilheyrir fjölskyldu sendibíla sem allir eru í raun sami bíllinn fyrir utan smá blæbrigðamun á útliti og búnaði. Systkini Peugeot Partner eru Citroën Berlingo, Opel Combo og Toyota Proace City. Það er því hægt að yfirfæra margt af því sem hér kemur fram yfir á hina bílana. Að þessu sinni keyrði ég 1,5 l dísilvél, en allir áðurnefndir bílar munu koma til landsins sem rafmagnsbílar á næstu vikum eða mánuðum og mun ég eflaust reyna einhvern þeirra til samanburðar. Ökumannshúsið Í ökumannshúsinu má finna ýmsar sniðugar lausnir hvað varðar hirslur og notagildi rýmisins afar gott. Ég vil sérstaklega nefna hliðarborðið sem er staðalbúnaður í Pro útfærslunni. Með því að fella niður sætisbakið á miðjusætinu dregur maður fram lítið borð sem er mátulega stórt til þess að vera með fartölvu eða spjaldamöppu. Ég hef oft rekið mig á að handfrjálsi búnaðurinn í sendibílum sem þessum er svo lélegur að hann er alveg ónothæfur. Ég prufaði hins vegar að tengja símann í gegnum Bluetooth sem var mjög fljótlegt og einfalt og heyrðist rödd mín hátt og skýrt við notkun. Pro útfærslan er líka með sniðuga lausn í farþegasætinu. Ýmist er hægt að lyfta sessunni upp til þess að fá pláss fyrir háan kassa inni í ökumannshúsinu. Þá er einnig hægt að draga sætisbakið fram og fella sætið niður í gólfið. Fyrir aftan sætisbakið leynist lúga aftur í farangursrýmið og með hana opna lengist farangursrýmið um 1,2 metra. Farangursrýmið Farangursrýmið er eins og við er að búast af sendibíl af þessari stærð; rúmgóður og einfaldur kassi sem rúmar auðveldlega tvö vörubretti. Rýmið er með góðu aðgengi frá öllum hliðum, með rennihurðum beggja vegna og afturhlerum sem hægt er að opna í 180 gráður. Peugeot býður upp á topplúgu að aftan sem getur verið gagnleg ef flytja þarf langar fjalir eða stiga. Hins vegar er ekki hægt að fá bæði, svo velja þarf annað hvort topplúgu eða tvær rennihurðir. Ég tel þó algjöran óþarfa að vera með topplúgu á Pro bílnum vegna áðurnefndrar lúgu yfir í ökumannshúsið. Afturhlerarnir eru þannig útbúnir að hægt er að hafa annan þeirra opinn í akstri. Því er hægt að flytja hluti sem ná frá mælaborðinu og út um afturhlerann. Styttri L1 bíllinn er með 559 kg hleðslugetu á meðan lengri útgáfan L2 má bera 843 kg. Aksturseiginleikar Á þeim tíma sem reynsluakstur fór fram lagði ég mig fram við að prufa bílinn við sem flestar aðstæður sem standa til boða snemma sumars; akstur í þungri umferð, á þjóðvegi og á grófum malarvegi. Ég fann það strax að bíllinn er ekki hugsaður til langferða en við akstur heyrast mikil veg- og vindhljóð ásamt því að ökumannssætið er ekki það þægilegasta. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að maður verði þreyttur í eyrunum og skrokknum eftir langa bílferð. Fjöðrunin á þessum Peugeot er hins vegar mjög mjúk og þegar ég ók á malarveginum tók ég eftir því hversu vel bíllinn tókst á við gróf þvottabretti og holur. Lausamölin virtist ekki valda miklum vandræðum heldur. Þó svo að þetta sé smár bíll þá jafnast aksturseiginleikar bílsins á malarvegi á við jeppling eða jeppa, fyrir utan áðurnefnt veghljóð. Á þjóðvegum er bíllinn fljótur að ná upp aksturshraða og gírkassinn léttur og þægilegur í meðförum. Ég er sjálfur 191 á hæð og mér fannst gírstöngin vera heldur langt frá mér eins og ég var með sætið stillt. Það sem skilur þennan Peugeot Partner frá áðurnefndum systkinum sínum er smágert stýrið og smekkleg innréttingin. Stýrið er það lítið og mælarnir það hátt uppi að maður horfir á hraðamælinn fyrir ofan stýrið, ekki í gegnum það eins og gengur og gerist. Mér þykir það mjög þægileg uppsetning og smátt stýrið ákjósanlegt í innanbæjarakstri. Samantekt Peugeot Partner er smár og knár sendibíll með mjög vel útfærða innréttingu. Farangursrýmið er rúmgott og nytsemi þess eykst umtalsvert vegna lúgu inn í ökumannshúsið. Bíllinn er með mjúka fjöðrun og er þægilegur í keyrslu. Helsti gallinn er veg- og vindhljóð við akstur, en það sama á líklegast við um flesta sendibíla í þessum stærðarflokki. Listaverðið á Peugeot Partner L1 er 3.990.000 krónur með vsk. Bíllinn sem ég prufaði var af Pro útgáfunni með nokkrum aukahlutum, eins og rennihurðum báðum megin og margmiðlunarskjá með bakkmyndavél. Sá bíll kostar 4.525.000 krónur með vsk. VÉLABÁSINN Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Nytsamlegt farangursrými.Farþegasætið lagt niður og lúgan aftur í farangursrýmið opin. Með þessu lengist farangursrýmið um 1,2 metra. Lúgan góða. Skrifborð sem hentar undir fartölvu eða spjaldamöppu. Smátt stýri sem er einkennandi fyrir Peugeot. Peugeot Partner er smár og knár sendibíll með mjög vel útfærða innréttingu og smekklegur í útliti. Myndir / ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.