Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Síða 9

Faxi - 01.12.2021, Síða 9
FAXI 9 Síðan var að finna út hvað lög féllu að atburðarásinni og þau lög voru svo valin í söngleikinn. Voruð þið allan tímann ákveðin í að leika sjálf í sýningunni? Guðlaugur er fljótur að svara. „Nei, ég vildi upprunalega bara sjá þetta verða að veruleika, en svo þegar fór að nálgast prufur þá hugsaði ég, ég verð að fá að vera með.“ Brynja var hins vegar ákveðin frá upphafi að vilja leika í verkinu. „Ég hugsa að ég hefði ekki geta setið úti í sal.“ Guðlaugur tengir við þá reynslu, segist oft hafa ætlað að sitja hjá en alltaf hætt við og viljað vera með. „Þetta er náttúrulega það besta sem maður gerir.“ Svífa á bleiku skýi Viðtökur á leikritinu hafa verið einstaklega góðar og parið segist svífa um á bleiku skýi. Þau höfðu ólíkar væntingar aðspurð um hvort viðtökurnar hafi komið á óvart eða þau orðið hissa á þeim? „Ég get ekki sagt að ég sé hissa, ég hafði alltaf mikla trú á þessu verki og ég er mjög ánægð með viðtökurn- ar. Maður vissi það bara strax þegar við byrjuðum þetta samstarf við leikfélagið að þetta væri eitthvað annað,“ segir Brynja Ýr. „Ég ætla að segja að það hafi komið mér á óvart hvað þetta sló í gegn, vegna þess að frumsamin verk hjá áhugaleikhúsum eru ekki endilega að draga áhorfendur að vegna þess að fólk sækir í það sem það þekkir. Ég held að krækjan hafi verið tónlistin sem margir þekkja en svo kemur fólk á þessa sýningu sem er mjög stórbrotin, hún er það miðað við uppsetningu í svo litlu leikhúsi og ég held að það hafi hjálpað áhuganum. En ég bjóst ekki við þessu,“ segir Guðlaugur sem lýsir yfir ánægju með viðtökurnar. Við getum ekki sagt skilið við þetta atorkusama par öðruvísi en að hlera hvort eitthvað annað sé á döfinni hjá þeim. „Já, það eru alltaf einhverjar hugmyndir í gangi. Við erum með ákveðið verk í vinnslu núna en settum það á ís meðan við erum að sýna þetta.“ Guðlaugur segist hafa áttað sig á ástríðunni við að semja þegar Fyrsti kossinn var í smíðum og það verður sannarlega gaman að fylgjast með afrekstri þeirra Brynju Ýrar og Guðlaugs Ómars í framtíð- inni. Heimildir Faxi 9. tbl. 21. árg. 1961 Faxi 10. tbl. 21. árg. 1961 Faxi 5. tbl. 22. árg. 1962 Faxi 4. tbl. 26. árg. 1966 Faxi 8. tbl. 48. árg. 1988 Faxi 3. tbl. 51. árg. 1991 Fyrsti kossinn leikskrá. Leikfélag Keflavíkur haust 2021 Viðtöl Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson Erna Sigurbergsdóttir Guðný Kristjánsdóttir Guðlaugur Ómar og Brynja Ýr eru leikfélagspar sem gaman verður að fylgjast með í fram- tíðinni. Ljósm. Svanhildur Eiríks Brynja Ýr í hlutverki söngkonunnar Hönnu. Hér borin af Lísu Einarsdóttur, Andra Sævari Arnarssyni og Elmari Aron Hannah í sínum hlutverkum. Ljósm. Eyþór Jónsson

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.