Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2021, Side 20

Faxi - 01.12.2021, Side 20
20 FAXI Boga Adolfssyni formanni Björgunar- sveitarinnar Þorbjörns í Grindavík óraði ekki fyrir því í byrjun árs að árið 2021 yrði eins og það þróaðist. Engan veginn var hægt að sjá fyrir hvaða verkefni kæmu í fang björgunarsveitarfólks þegar eldgos hófst í Geldingadölum 19. mars enda segir Bogi í samtali við Svanhildi Eiríksdóttur að allar línulegar aðgerðaáætlanir hafi farið í vaskinn. Við tók spírallaga atburðarás. „Það kom alltaf upp nýtt verkefni þegar einu var lokið. Við þurftum að gera gönguleið eða merkja gönguleið og það var ekki varanlegt nema í stutta stund. Þá þurfti að byrja upp á nýtt. Aðgerðaáætlunin gat því ekki verið línuleg, heldur hringur, því við þurftum að gera aftur og aftur það sama. Við gátum eiginlega ekki gert ráð fyrir neinu, verkefnin komu manni alltaf í opna skjöldu,“ segir Bogi. Áttuðum okkur ekki á að gosið hefði þetta aðdráttarafl Verkefnin hafa verið umfangsmikil og krefj- andi fyrir alla þá fjölmörgu viðbragðsaðila sem hafa komið að gosinu. Bogi segir að- stoð hafa borist víða að, frá fjörðum lengst í vestri og austri. Í Þorbirni eru sjálfboða- liðar í kringum 40. „Við settum bara niður vaktafyrirkomulag strax og menn skráðu sig niður á vaktir. Við ákváðum á fyrsta degi að við myndum aldrei ráða við þetta ein.“ Bogi segir tvo björgunarsveitarmenn hafa alla jafna séð um skipulagshliðina á verk- efninu, aðrir voru á vettvangi og skiptu með sér verkum þar. Alltaf hafi einhver stigið inn í þegar á þurfti að halda. „Við vorum vel undirbúin fyrir eldgos eftir alla ólguna sem hafði verið á svæðinu, áttum mæla og grím- ur og annan búnað en við vorum ekki búin að undirbúa okkur undir allt þetta fólk. Áttuðum okkur ekki á því að gosið myndi hafa þetta gríðarlega aðdráttarafl. Fyrstu dagarnir voru bara rugl. Við vorum fyrst og fremst að hugsa um hættuna sem vofði yfir „Ákváðum á fyrsta degi að við myndum aldrei ráða við þetta ein“

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.